Viðskipti erlent

Barclays í útrás í Rússlandi

Frá Pétursborg.
Frá Pétursborg.

Breski bankinn Barclays hefur keypt rússneska bankann Expobank fyrir tæpa fimmtíu milljarða íslenskra króna. Barclays ætla sér með þessum viðskiptum að gera sig gildandi á rússneska markaðinum en Expobank hefur aðallega einbeitt sér að því að koma sér fyrir í vesturhluta Rússlands í Pétursborg og Moskvu.

Tilkynnt var um kaupin í morgun í kjölfar þess að Dimitri Medvedev hlaut nær rússneska kosningu sem næsti forseti Rússlands. Frits Seegers, hjá Barclays, segir í viðtali við breska blaðið Telegraph að sterk staða Expobank á rússneska bankanum muni koma sér vel. Hann benti á að rússneski fjármálamarkaðurinn væri á meðal þeirra sem sé í hröðustum vexti um þessar mundir og að Barclays hafi lengi horft í austur með fjárfestingar í huga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×