Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir 10. mars 2008 21:29 Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira