Viðskipti erlent

Uppsveifla á mörkuðum í Asíu

Markaðir í Asíu hafa verið í uppsveiflu í morgun og hefur Nikkei-vísitalan í Japan hækkað um 2,7% og svipað er að segja um aðrar kauphallir í álfunni.

Þetta kemur í kjölfar töluverðara hækkana á Wall Street en Dow Jones vísitalan hækkaði um 3,5% í gær. Ástæðan fyrir uppsveiflunni eru yfirlýsingar frá fimm seðlabönkum, þar á meðal í Bandaríkjunum og Evrópu, um að þeir muni dæla milljörðum dollara inn á lánsfjármarkaði heimsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×