Viðskipti erlent

Sjælsö Gruppen skilar 14 milljarða króna hagnaði

Samson er stór hluthafi í Sjælsö.
Samson er stór hluthafi í Sjælsö. MYND/Stefán

Þrátt fyrir mikið umrót á fasteignamarkaðinum í Danmörku tókst fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen að skila hagnaði, fyrir skatt, upp á um 14 milljarða króna á síðasta ári. Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsø Gruppen gegnum félagið SG Nord Holding A/S.

Flemming J. Jensen, forstjóri Sjælsö, segir í tilkynningu um ársuppgjörið að góð staða félagsins sé m.a. tilkomin vegna útrásar á nýja markaði í Evrópu. Nefnir hann þar lönd á borð við Pólland, Svíþjóð, Noreg og Finnland.

Framkvæmdir upp á um 20 milljarða danskra króna, eða um 260 milljarða íslenskra króna, eru nú í pípunum hjá Sjælsö Gruppen og væntingar þeirra til ársins í ár markast af bjartsýni um að reksturinn skili áfram hagnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×