Viðskipti erlent

Dýrasta villa Danmerkur til sölu

Dýrasta einbýlishús Danmerkur er til sölu.
Dýrasta einbýlishús Danmerkur er til sölu.

Þrátt fyrir að fasteignamarkaðurinn víða um heim hafi tekið dýfur undanfarið er enn hægt að eyða dágóðum upphæðum í húsakaup, hafi maður áhuga. Nú er til sölu í Danmörku dýrasta einbýlishús sem sögur fara af þar í landi. Verðmiðinn er litlar 60 milljónir danskar, eða 846 milljónir íslenskra króna.

Villan sem um ræðir er á Strandvejen við Öresund og fylgir henni einkabryggja og baðströnd. Það skemmir svo ekki fyrir að arkitektinn er enginn annar en Arne Jacobsen en hann er sennilega frægasti arkitekt Dana og með þeim frægari í heiminum öllum. Upphaflega voru byggð tvö sjálfstæð hús á lóðinni en þau voru síðan sameinuð. Lóðin er 3300 fermetrar að stærð. Í húsinu má finna herbergi af öllum gerðum, vínkjallara og íbúið fyrir þjónustufólkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×