Viðskipti erlent

Markaðir vestra bregðast vel við ákvörðun Seðlabankans

Markaðir í Bandaríkjunum tóku vel tíðindum frá Seðlabanka landsins um að dæla um tvö hundruð milljörðum dollara inn í bankakerfið til þess að bregðast við lausafjárskorti.

Allar helstu vísitölur vestan hafs hækkuðu umtalsvert. Þannig hækkaði Dow Jones um 3,55 prósent í dag sem er mesta hækkun á einum degi í fimm og hálft ár og fjórða mesta hækkun á einum deg frá upphafii. NASDAQ hækkaði um tæp fjögur present og S&P vísitalan um 3,71 prósent. Fleiri seðlabankar í heiminum ákváðu einnig að dæla fjármunum inn á markaði til þess að lífga þá við, þar á meðal Seðlabanki Evrópusambandsins.

 

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur samkvæmt ákvörðun í dag skuldbundið sig til þess að leggja til 200 milljarða dollar fyrir 20 stór fjárfestingarfyrirtæki á næstu 28 dögum. Fjármunirnir fást fyrir skuldabréf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×