Viðskipti erlent

Góður gangur hjá fríblöðunum í Danmörku

Febrúar var góður mánuður fyrir fríblöðin í Danmörku sem öll mældust með aukinn lestur.

Hið íslenskættaða Nyhedsavisen trónir enn á toppinum með 617.000 daglega lesendur. Í fyrri könnun í janúar lásu 604.000 Danir blaðið. Næst á eftir Nyhedsavisen er 24 timer sem 565.000 lásu daglega.

Mestur framgangur var hinsvegar hjá MetroXpress en lestur þess jókst úr 501.000 og upp í 553.000 lesendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×