Fleiri fréttir

Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni

Wernersbræður og Guðmundur Ólason létu Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur 600 milljónir þegar Milestone lenti í erfiðleikum. Allar arðgreiðslur úr Milestone runnu til bræðranna þótt þeir hafi ekkert fé lagt til kaupannaá hlut Ingunnar.

Töluverð hækkun á farmiðum í ágúst

Farmiðar til London og Kaupmannahafnar í byrjun ágúst kosta mun meira nú en á síðasta ári hjá Icelandair og Wow Air. Easy Jet býður hins vegar lægra verð. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is

Orkuveitan tekur lægra tilboði - mikil leynd yfir samningnum

Borgaráðsfundur stendur nú yfir hjá Reykjavíkurborg, en þar verður meðal annars tekist á um sölu á Magma-skuldabréfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir leynd yfir málinu umhverfi sem löggjafinn hafi sett fyrirtækinu.

Efla þarf stöðu íslenskra neytenda á fjármálamarkaði

Nefnd sem skipuð var til að kanna vernd neytenda á fjármálamarkaði leggur til að stimpilgjöld verði afnumin og ríkisstjórnin beiti sér fyrir samanburðarverðsjá. Auðvelda þarf neytendum að færa sig á milli fjármálastofnana.

Hilmari Björnssyni sagt upp

Hilmari Björnssyni, dagskrárstjóra Skjás eins, var sagt upp störfum í gær. Hann hafði verið dagskrárstjóri frá því um mitt ár 2011 og þar áður sjónvarpsstjóri á sjónvarpsstöðinni Sýn og á Stöð 2 Sport.

Arðgreiðslunni ekki rift - þarf ekki að endurgreiða fjóra milljarða

Pálmi Haraldsson var sýknaður í fjórum málum þrotabúss Fons gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hæsta upphæðin sem skiptastjóri þrotabúsins vildi að yrði rift, og endurgreidd að auki, voru fimm greiðslur upp á rúma fjóra milljarða til Matthews Holding SA.

Fyrstur Íslendinga til að hljóta Microsoft vottun

Gísli Guðmundsson, kerfisstjóri hjá Advania, er fyrstur Íslendinga til að fá "Microsoft Most Valuable Professional“ (MVP) vottunina sem Microsoft veitir árlega notendum hugbúnaðar frá Microsoft.

Bensínlítrinn hækkar um fjórar krónur

Olíufélögin hækkuðu verð á olíu og bensíni í morgun, hvora tegund um fjórar krónur á lítrann. Bensínlítrinn er aftur kominn yfir 250 króna markið, eða í 251,10 og dísillítrinn er kominn hátt í 249 krónur.

Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður

Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum.

Bleikjueldið vex hjá Þingeyingum

Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu Haukamýri í Norðurþingi starfsleyfi fyrir 450 tonna bleikjueldi í gær. Nú þegar framleiðir fyrirtækið 200 tonn árlega. Nær öll framleiðslan er til útflutnings.

Drómi gæti talist brotlegur

Fjármálaeftirlitið vinnur nú að sérstakri athugun sem snýr að viðskiptaháttum Dróma og hvort félagið brjóti lög með því að krefja lántakendur um mismun á láni sem áður hefur verið endurreiknað.

Furðuleg íslensk símaauglýsing vekur athygli

"Við gleðjumst yfir þessari velgengni, þetta hefur farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Sveinn Tryggvason, rekstrarverkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Tæknivörum sem standa að baki Samsung-auglýsingu sem hefur vakið heimsathygli.

FME skoðar viðskiptahætti Dróma

Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis upplýsir á heimasíðu sinni að Fjármálaeftirlitið vinni nú að sérstakri athugun sem snúi meðal annars að viðskiptaháttum Dróma hf.

Uppfærslan kostar 2,4 milljarða

Landsvirkjun hefur samið við portúgalska fyrirtækið Efacec Energia um framleiðslu á vélaspennum í Búrfellsvirkjun.Í umfjöllun á fréttavef Electric Light & Power er samningurinn verðmetinn á 19 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar 2,4 milljörðum króna.

Lífeyrisjóðirnir hugleiða kaup á Hampiðjureitnum

Nokkrir lífeyrissjóðir kanna nú hvort fýsilegt sé að fjárfesta í leiguíbúðarhúsnæði á Hampiðjureitnum. Um er að ræða 139 íbúðir og hljóðar fjárfestingin upp á 4,3 milljarða króna. Fjármálafyrirtækið Centra hefur gert samning um kaupin og eru bjartsýnirum að lífeyrissjóðirnir eigi eftir að kom með fjármagn inní verkefnið.

Búið að laga stjórnskipulag Eirar

Í nýrri skýrslu Deloitt um hjúkrunarheimilið Eir eru gerðar alvarlegar athugasemdir við stjórnskipulag og stjórnarhætti Eirar. Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar, segir fátt hafa komið á óvart í þeim ábendingum.

Rannsókn lögreglu víkkuð út

Í nýrri skýrslu Deloitte eru sagðar líkur á að greiðslur til fyrrverandi stjórnenda Hjúkrunarheimilisins Eirar hafi verið óeðlilegar. Sérstakur saksóknari kallaði í vor eftir frekari gögnum vegna eigin rannsóknar á Eir.

Landsbankinn búinn að leiðrétta endurreikning

Landsbankinn hefur lokið við leiðrétta endurreikning meginþorra þeirra gengistryggðu húsnæðislána sem fordæmi Hæstaréttardóma eiga við um, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Tilboðum tekið fyrir þrjá milljarða

Tilboðum var tekið fyrir þrjá milljarða króna í útboði Arion banka á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa sem lauk í dag. Flokkurinn nefnist "Arion CBI 19“.

Arion banki lýkur skuldabréfaútboði

Arion banki hf. lauk í dag útboði á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa, Arion CBI 19. Í heild bárust tilboð upp á 3.720 milljónir kr. og tekið var tilboðum fyrir 3.000 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,84%.

Forstjórinn stökk úr flugvél til að kynna 4G þjónustuna

Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, kom í gær svífandi niður í fallhlíf við bæinn Jórvík rétt við Selfoss en mastur í eigu fyrirtækisins er við bæinn. Með því fagnaði hann þeim áfanga að 4G kerfi fyrirtækisins var formlega tekið í notkun.

Svört skýrsla um Eir: Sagðir hafa eytt milljónum í utanlandsferðir

Í skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um rekstur hjúkrunarheimilsins Eirar kemur meðal annars fram að forstjóri heimilisins Sigurður Helgi Guðmundsson, auk fjármálastjórans, hafi nýtt tæplega þrjár milljónir króna af fé heimilisins í flugferðir, gistingu og veitingar erlendis.

Suð dregur úr fyrirsjáanleika

Vísbendingar eru um árstíðabundnar sveiflur á gengi krónunnar, að því er fram kemur í nýjum Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Seldum gistinóttum fjölgar

Sextán prósenta aukning var milli ára á fjölda seldra gistinátta á hótelum landsins í maí. Þær voru 161.300 á þessu ári, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar.

Íbúðaverð hækkar - er á pari við húsnæðisverð árið 2004

Íbúðaverð á landinu hækkaði um 0,86% að nafnvirði og 0,3% að raunvirði milli maí og júní samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar. Hefur húsnæðisverð þá hækkað um 3,4% á öðrum ársfjórðungi og raunverðið um 2,7%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka.

Vilja flytja inn erfðaefni nauta

Þegar á að hefjast handa um að skapa aðstöðu til að flytja inn nýtt erfðaefni til innblöndunar í íslenska holdanautastofninn. Þetta er meðal þess sem starfshópur um eflingu nautakjötsframleiðslunnar leggur til.

Engin verktakaflétta síðustu þrjú ár

Verktakar hafa ekki nýtt sér galla í reglum Íbúðalánasjóðs til þess að græða á byggingu íbúða frá árinu 2010 samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði.

Gallaðar reglur voru gróðaleið verktaka

Umgjörð um lánamál Íbúðalánasjóðs til leigufélaga er stórgölluð og gerir verktökum kleift að græða. Sjóðurinn veitti milljarða lán til leigufélaga án þess að kanna jarðveg slíkra fjárfestinga. Verktakar græddu á því að reisa tómar íbúðir.

Segir ótta um Hellisheiðarvirkjun óþarfan

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það ekki koma á óvart að framleiðslugeta Hellisheiðarvirkjunar sé undir væntingum og óþarfi að óttast það.

Lesendur vilja íslenskan skáldskap

Landsmenn vilja íslenskar kiljur í sumarfríinu samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar sem tekur saman vinsælustu kiljurnar þessa stundina.

Traust almennings á fjármálafyrirtækjum eykst verulega

Um 59% Íslendinga eru jákvæðir gagnvart sínum aðalviðskiptabanka og um 56% jákvæðir gagnvart sínu aðaltryggingafélagi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem markaðsrannsóknafyrirtækið MMR gerði fyrir Samtök fjármálafyrirtækja í júní.

Kostir fleiri en gallar fyrir níu af tíu

Aðild að ESB yrði ekki vandamál fyrir sjávarútveginn að því gefnu að lokað yrði á rányrkju og skilyrði sett um ráðstöfun arðs. Doktor í stjórnmálahagfræði segir mesta andstöðu við aðild koma frá þeim sem lifi af styrkjum og njóti tollverndar.

Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið

Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Glitni, svo að bankinn gæti gert upp framvirkan samning við Gnúp, sem Birkir átti 28% í. Lárus Welding segist ekki hafa komið nálægt lánveitingunni.

Sjá næstu 50 fréttir