Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Stígur Helgason skrifar 9. júlí 2013 07:30 Karli og Steingrími var birt ákæran í gær. Sérstakur saksóknari birti í gær sex manns ákæru vegna milljarðagreiðslna út úr fjárfestingarfélaginu Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007, sem taldar eru varða við hegningarlagaákvæði um umboðssvik. Á meðal hinna ákærðu eru bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirihluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Karl sem stjórnarformaður. Þá er Guðmundur Ólason, sem var forstjóri Milestone, einnig ákærður, eins og þrír endurskoðendur hjá endurskoðunarskrifstofunni KPMG.Guðmundur ÓlasonÁkæran var gefin út á föstudag, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, og verður þingfest í september. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Niðurstaða saksóknara er að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða á þessu tímabili og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu. Ingunn er ekki ákærð í málinu þrátt fyrir að hafa notið ávinnings af meintum brotum, enda var hún ekki í formlegri aðstöðu til að skuldbinda Milestone með þeim hætti sem saksóknari telur að hafi verið refsiverður. Sexmenningarnir eru meðal annars taldir hafa gerst brotlegir 262. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeir sem gerast sekir um alvarleg brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga „til þess að leyna auðgunarbroti sínu eða annarra“ skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Málið hófst fyrir réttum fjórum árum, þegar menn á vegum Sérstaks saksóknara réðust til inngöngu í höfuðstöðvar Milestone, KPMG, Sjóvár og fleiri aðila vegna rannsóknar á málefnum félaganna. Fleiri mál eru þar undir, til dæmis rannsókn á braski með tryggingasjóð Sjóvár. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sérstakur saksóknari birti í gær sex manns ákæru vegna milljarðagreiðslna út úr fjárfestingarfélaginu Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007, sem taldar eru varða við hegningarlagaákvæði um umboðssvik. Á meðal hinna ákærðu eru bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirihluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Karl sem stjórnarformaður. Þá er Guðmundur Ólason, sem var forstjóri Milestone, einnig ákærður, eins og þrír endurskoðendur hjá endurskoðunarskrifstofunni KPMG.Guðmundur ÓlasonÁkæran var gefin út á föstudag, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, og verður þingfest í september. Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Niðurstaða saksóknara er að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða á þessu tímabili og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili, á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu. Ingunn er ekki ákærð í málinu þrátt fyrir að hafa notið ávinnings af meintum brotum, enda var hún ekki í formlegri aðstöðu til að skuldbinda Milestone með þeim hætti sem saksóknari telur að hafi verið refsiverður. Sexmenningarnir eru meðal annars taldir hafa gerst brotlegir 262. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeir sem gerast sekir um alvarleg brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga „til þess að leyna auðgunarbroti sínu eða annarra“ skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Málið hófst fyrir réttum fjórum árum, þegar menn á vegum Sérstaks saksóknara réðust til inngöngu í höfuðstöðvar Milestone, KPMG, Sjóvár og fleiri aðila vegna rannsóknar á málefnum félaganna. Fleiri mál eru þar undir, til dæmis rannsókn á braski með tryggingasjóð Sjóvár.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira