Viðskipti innlent

Uppfærslan kostar 2,4 milljarða

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Smíði Búrfellsvirkjunar, ofarlega í Þjórsá, tók tíu ár, en virkjunin var tekin í notkun árið 1972.
Smíði Búrfellsvirkjunar, ofarlega í Þjórsá, tók tíu ár, en virkjunin var tekin í notkun árið 1972. Fréttablaðið/Vilhelm
Landsvirkjun hefur samið við portúgalska fyrirtækið Efacec Energia um framleiðslu á vélaspennum í Búrfellsvirkjun.

Í umfjöllun á fréttavef Electric Light & Power er samningurinn verðmetinn á 19 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar 2,4 milljörðum króna.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er um viðhald að ræða í virkjuninni sem komin er til ára sinna. Smíði Búrfellsstöðvar var lokið árið 1972.

Eftir endurnýjun búnaðar virkunarinnar árin 1997 til 1999 jókst afl hennar úr 210 í 270 megavött.

Engin aflaukning fylgir viðhaldinu nú. Að sögn Magnúsar Þórs Gylfasonar, yfirmanns samskiptasvið Landsvirkjunar, eru íhlutirnir sem samið hefur verið um kaup á nú vegna viðhalds Búrfellsvirkjunar með þeim dýrari sem þarf að kaupa í vatnsaflsvirkjanir.

Gengið var til samninga við Efacec í kjölfar útboðs sem fram fór á evrópska efnahagssvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×