Viðskipti innlent

Búið að laga stjórnskipulag Eirar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í skýrslu sem Deloitte vann fyrir stjórn Eirar er bent á margar brotalamir í fyrri stjórnsýslu stofunarinnar.
Í skýrslu sem Deloitte vann fyrir stjórn Eirar er bent á margar brotalamir í fyrri stjórnsýslu stofunarinnar. Fréttablaðið/Pjetur
Í nýrri skýrslu Deloitt um hjúkrunarheimilið Eir eru gerðar alvarlegar athugasemdir við stjórnskipulag og stjórnarhætti Eirar.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar, segir fátt hafa komið á óvart í þeim ábendingum. „Við erum nú þegar búin að breyta þessu öllu til betri vegar,“ segir hann.

Skýrsla Deloitte var unnin að beiðni nýrrar stjórnar Eirar sem samþykkti um miðjan janúar að kalla eftir óháðri rannsókn á aðdraganda þeirra erfiðleika sem að steðja í rekstri og fjárhag stofnunarinnar.

Frá því var grein í helgarblaði Fréttablaðsins að lögmaður Eirar ráðleggi stjórn um næstu skref, auk þess sem sérstakur saksóknari hafi málefni Eirar til rannsóknar. Í skýrslu Deloitte eru meðal annars sagðiar líkur á að greiðslur úr rekstri Eirar til stjórnenda hafi verið óeðlilegar.

Deloitt bendir einnig á mistök sem gerð hafi verið við ákvarðanir bygginarframkvæmda. Til að fyrirbyggja að slíkt endurtaki sig verði að gera ríkari kröfur um bakgrunn menntun og reynslu stjórnenda og stjórnarmanna stofunarinnar.

Þá er Ríkiendurskoðun átalin fyrir að veita heimildir til veðsetningar fasteigna Eirar á grundvelli formsatriða, í stað könnunar á fjárhagslegri stöðu stofnunarinnar og mati á fyrirhugðum fjárfestingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×