Orkuveitan tekur lægra tilboði - mikil leynd yfir samningnum Valur Grettisson skrifar 11. júlí 2013 11:59 Borgaráðsfundur stendur nú yfir hjá Reykjavíkurborg, en þar verður meðal annars tekist á um sölu á Magma-skuldabréfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir leynd yfir málinu umhverfi sem löggjafinn hafi sett fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að meirihluti borgastjórnar Besta flokksins og Samfylkingarinnar, hygðust selja skuldabréf Orkuveitunnar í Magma-Energy fyrir 8,6 milljarða króna. Orkuveitan samþykkti söluna fyrir sitt leyti í júní, og var gengið að lægra tilboðinu. Greitt verður fyrir bréfin í tveimur hlutum. Fyrri greiðslan fer fram 30. ágúst næstkomandi og er mun hærri en ef gengið hefði verið að hinu tilboðinu. Haraldur Flosi Tryggvason er stjórnarformaður Orkuveitunnar. Spurður hversvegna gengið hafi verið að lægra tilboðinu svarar hann: „Nú hagar því þannig til að það er leynd af fjárhagi þessarar sölu, enda Orkuveitan skráð á markaði, ég get því ekki rætt þetta þannig," segir Haraldur Flosi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppileg staða að útsvarsgreiðendur fái ekki upplýsingar um málið, svarar hann: „Þetta er það umhverfi sem löggjafinn hefur sett okkur og ég hef ekkert um það að segja í sjálfu sér." Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir í dag tíma sölunnar, en álverð er með því lægsta þessa dagana og vill hann meina að um hálfgerða hraksölu sé að ræða. Um þetta segir Haraldur: „Álverðið er ein breytingin í þessu, og sitt sýnist hverjum, alþjóðlegar spár eru ekki góðar, og því er betra að selja núna.“ Haraldur bætir við að búið sé að gera ítarlegt mat á stöðu þessa bréfs og fýsileika þess að eiga það fyrir orkuveituna „og niðurstaðan er einhlít og tekur mið af hættustefnu fyritækisins að það er ekki ásættanlegt að eiga þetta,“ bætir Haraldur við. Fundur borgarráðs stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Umræður um sölu bréfsins ættu að hefjast eftir hádegi. Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Borgaráðsfundur stendur nú yfir hjá Reykjavíkurborg, en þar verður meðal annars tekist á um sölu á Magma-skuldabréfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir leynd yfir málinu umhverfi sem löggjafinn hafi sett fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að meirihluti borgastjórnar Besta flokksins og Samfylkingarinnar, hygðust selja skuldabréf Orkuveitunnar í Magma-Energy fyrir 8,6 milljarða króna. Orkuveitan samþykkti söluna fyrir sitt leyti í júní, og var gengið að lægra tilboðinu. Greitt verður fyrir bréfin í tveimur hlutum. Fyrri greiðslan fer fram 30. ágúst næstkomandi og er mun hærri en ef gengið hefði verið að hinu tilboðinu. Haraldur Flosi Tryggvason er stjórnarformaður Orkuveitunnar. Spurður hversvegna gengið hafi verið að lægra tilboðinu svarar hann: „Nú hagar því þannig til að það er leynd af fjárhagi þessarar sölu, enda Orkuveitan skráð á markaði, ég get því ekki rætt þetta þannig," segir Haraldur Flosi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppileg staða að útsvarsgreiðendur fái ekki upplýsingar um málið, svarar hann: „Þetta er það umhverfi sem löggjafinn hefur sett okkur og ég hef ekkert um það að segja í sjálfu sér." Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir í dag tíma sölunnar, en álverð er með því lægsta þessa dagana og vill hann meina að um hálfgerða hraksölu sé að ræða. Um þetta segir Haraldur: „Álverðið er ein breytingin í þessu, og sitt sýnist hverjum, alþjóðlegar spár eru ekki góðar, og því er betra að selja núna.“ Haraldur bætir við að búið sé að gera ítarlegt mat á stöðu þessa bréfs og fýsileika þess að eiga það fyrir orkuveituna „og niðurstaðan er einhlít og tekur mið af hættustefnu fyritækisins að það er ekki ásættanlegt að eiga þetta,“ bætir Haraldur við. Fundur borgarráðs stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Umræður um sölu bréfsins ættu að hefjast eftir hádegi.
Mest lesið „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent