Fleiri fréttir

Metfjöldi ferðamanna í september

Um 64.700 erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í september sl. og er hér um að ræða langstærsta septembermánuð frá upphafi í fjölda þeirra. Í september í fyrra var fjöldi þeirra 51.600 og jafngildir þetta aukningu upp á heil 25,4% milli ára, sem er heldur meiri aukning en verið hefur á milli ára í mánuði hverjum það sem af er ári.

Hjóla í aðalvitni saksóknara

Í greinargerð Hreiðars Más eru tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings nafngreindir sem lykilmennirnir í Brooks-fléttunni. Þetta eru þeir Eggert Hilmarsson, sem var lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg, og Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri á lánasviði Kaupþings. Þar segir að þeim hafi verið ljóst vegna starfa sinna, eða mátt vera ljóst, að ráðstöfunin bryti gegn hagsmunum Brooks og ekki síður Kaupþings.

Hreiðar sakar undirmenn sína um lögbrot

Hreiðar Már Sigurðsson furðar sig á að sérstakur saksóknari hafi ekki ákært tiltekna undirmenn hans fyrir löglaust uppgjör á þrettán milljarða sjálfsábyrgð sjeiks Al Thani. Slitastjórn Kaupþings telur ábyrgðina ógreidda og hefur stefnt sjeiknum til að greiða hana.

Hreiðar: Lög brotin í Al Thani-málinu

Refsivert lögbrot átti sér stað í Al Thani-málinu, að sögn Hreiðar Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hann beri hins vegar ekki ábyrgð á því, heldur undirmenn hans, og sérstakur saksóknari hafi ekki einu sinni ákært fyrir þann þátt málsins.

Íbúðalánasjóður veitir brátt óverðtryggð lán

Enn er stefnt á það að Íbúðalánasjóður byrji að veita óverðtryggð húsnæðislán fyrir lok ársins, en undirbúningur vegna þessa hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Íbúðalánasjóður hefur til þessa eingöngu veitt verðtryggð lán.

Þurfa að endurgreiða Saga Capital 125 milljónir

Hvarfi eignarhaldsfélagi ehf. var dæmt í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til að endurgreiða Saga Capital tæplega 125 milljónir króna, sem eru hluti af greiðslu sem Hvarfi hafði innt af hendi vegna sjálfskuldarábyrgðar á efndum sjö lánssamninga.

Arion banki stefnir Boga Pálssyni í Bandaríkjunum

Arion banki hefur stefnt Boga Pálssyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Toyota, í Denver í Colorado í Bandaríkjunum. Stefnan er vegna viðskipta með svefnrannsóknarfyrirtækið Flögu Group en bankinn telur Boga hafa blekkt bankann og gerst sekur um fjársvik þegar hann keypti skuldir fyrirtækisins af bankanum með afslætti árið 2011. Frá þessu er greint í DV í dag, þar sem ítarlega er fjallað um viðskiptin með Flögu.

Farþegum Icelandair fjölgaði um 18% milli ára í september

Icelandair flutti 198 þúsund farþega í millilandaflugi í september og voru þeir 18% fleiri en í september á síðasta ári. Sætanýting nam 81,0% samanborið við 78,0% í september 2011. Farþegum fjölgaði mest á N-Atlantshafsmarkaðinum.

Horfur á annarri fjármálakreppu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að leiðtogar evruríkjanna verði að bregðast skjótt við skuldavanda Grikklands og Spánar, annars hætti þeir á að önnur fjármálakreppa ríði yfir heiminn. Þetta kemur fram

Almenningur hafnar verðtryggingunni

Nýjar tölur um lán til íbúðakaupa sýna að almenningur hefur hafnað verðtryggingunni nær algjörlega, því langstærstur hluti þeirra er óverðtryggður. Forstjóri Íbúðalánasjóðs segist vonast til þess að sjóðurinn geti byrjað að veita óverðtryggð lán í lok árs.

Skiptar skoðanir um endurreisn Landsbankans

Bjarni Benediktsson spurði Steingrím J. Sigfússon á Alþingi í dag hvort mistök hefðu verið gerð þegar Landsbankinn var endurreistur. Hann hefur miklar áhyggjur af því að bankinn geti ekki staðið við stórar afborganir á komandi árum og óttast jafnvel annað hrun íslensku krónunnar.

Bankarnir mega ekki hafa hag af verðbólgu

"Séu þessar tölur hjá Ólafi réttar, þá afhjúpa þær auðvitað eina af þeim ógöngum sem verðtryggingin leiðir til," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Fara fram á frest á greiðslu sérstaks veiðigjalds

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur farið þess á leit við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að frestur verði veittur á fyrstu greiðslu sérstaks veiðigjalds. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi hefur útgerðum borist álagning veiðigjalda samkvæmt lögum sem samþykkt voru í lok síðasta þings um veiðigjöld. Greiðsluseðillinn er sendur út vegna þess aflamarks sem þegar hefur verið úthlutað fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 og krafa gerð um greiðslu ¼ hluta álagningarinnar.

Vaxandi áhyggjur af Íbúðalánasjóði

Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka að Seðlabanki Íslands hafi vaxandi áhyggjur af stöðu Íbúðalánasjóðs. Bankinn gaf út rit sitt um fjármálastöðugleika á föstudaginn síðastliðinn. Á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá síðustu útgáfu hefur myndin lítið breyst samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka, en í inngangi Seðlabankastjóra segir m.a. að áhætta fjármálakerfisins hafi nú minnkað samfara efnahagsbata, framgangi endurskipulagningar skulda heimila og fyrirtækja, sterkri eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja og minna misvægi í efnahagsreikningi þeirra.

HB Grandi fær umhverfisverðlaun á Akranesi

Skipulags- og umhverfisnefnd Akraness hefur ákveðið að veita HB Granda umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar 2012 fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina í sveitarfélaginu.

Mikil lækkun á raungengi krónunnar

Í september sl. lækkaði raungengi íslensku krónunnar um 4,4% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta í fyrsta sinn síðan í mars sl. að þróunin á raungengi krónunnar er í þessa átt, og hefur svo mikil lækkun raungengis ekki átt sér stað í einum mánuði síðan í apríl árið 2009.

Launamunur kynjanna 13% á landsvísu

Kynbundinn launamunur félagsmanna BSRB er rúmlega þrettán prósent á landsvísu. Könnun leiddi í ljós að meðal fólks í hundrað prósent starf eru konur að jafnaði með tuttugu og sex prósent lægri uppreiknuð heildarlaun en karlar.

Alls 27.723 viðskipti í Ávöxtunarleiknum

Alls eru 3.156 skráðir til leiks í Ávöxtunarleik Keldunnar. Þeir hafa átt 27.723 viðskipti. Hlutabréfin virðast heilla spilara en mest hefur verið skipt með bréf í Össuri (OSSRu).

Icelandair og Marel lækka í kauphöllinni

Gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um 1,41 prósent í dag, í Nasdaq OMX kauphöll Íslands, og er gengi bréfa félagsins nú 7,01. Þá lækkaði gengi bréf Marels um 1,11 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 133,5. Gengi bréfa Haga hækkaði um 0,26 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 19,2. Þá hækkaði gengi bréfa Bank Nordik 0,72 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 69,5.

Icelandic Group kaupir fyrirtæki í Belgíu

Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group.

Már: Mjög mikilvægt að endursemja um skuldir Landsbankans

"Þrátt fyrir ýmsa atburði á alþjóðlegum vettvangi er sú mynd sem þar var dregin upp í meginatriðum óbreytt. Áhætta fjármálakerfisins hefur minnkað samfara efnahagsbata, framgangi endurskipulagningar skulda heimila og fyrirtækja, sterkri eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja og minna misvægi í efnahagsreikningum þeirra,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, í inngangsorðum nýs Fjármálastöðugleika, rits seðlabankans um fjármálastöðugleika.

Sigríður Ben: Jákvætt að fólk hafi val um lánamöguleika

Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans, segir það jákvætt að lántakendur hafi valkost um hvernig íbúðalán það tekur sér. Hins vegar sé ljóst að greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum verði hærri hér en í nágrannaríkjum. Ný skýrsla um fjármálastöðugleika var kynnt í morgun.

Samsung hagnaðist um 912 milljarða á þremur mánuðum

Hugbúnaðar-, fjarskipta og raftækjarisinn Samsung hagnaðist um 7,3 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 912 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Mestu munar þar um sölu á farsímum en hagnaðurinn jókst um meira en helming frá árinu á undan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Skipt um dómara í Exeter-máli Styrmis

Rétta þarf upp á nýtt yfir Styrmi Þór Bragasyni í Exeter-máli sérstaks saksóknara eftir að skipt var um dómara. Fyrra dómaratríóið baðst undan verkefninu. Dómaraskiptin ættu ekki að tefja réttarhöldin mikið, að mati saksóknara.

Fjarðarkaup hagnast um 150 milljónir - skuldar ekkert

Aðeins einu sinni í tæplega fjörutíu ára sögu Fjarðarkaupa hefur verið tekið lán, og var því skilað nánast samstundis, þar sem eigendunum leist ekkert á vaxtakostnaðinn. Verslunin var rekin með 150 milljóna króna hagnaði í fyrra, og segja verslunarstjórar lykilinn að góðu gengi vera að halda í einfaldar venjur.

Fimm milljarða munur á vaxtakjörum Íslands og Írlands

Vaxtakostnaður sem safnast á ríkissjóð vegna lána frá Norðurlöndunum fyrir hrunið nemur tæpum átta milljörðum króna á hverju ári. Ef ríkissjóður Íslands fengi lánakjörin sem Norðurlöndin bjóða Írum, væri vaxtakostnaður tæplega fimm milljörðum lægri árlega.

Býst við að kvótinn safnist á enn færri hendur

Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi.

Lækkanir áberandi í Kauphöllinni

Nokkur lækkun varð á gengi hlutabréfa í Kauphöll Ísland í dag. Þannig lækkaði gengi hlutabréfa Össurar um 1,5 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 197. Þá lækkaði gengi Haga um 1,29 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 19,15. Gengi bréfa Marels lækkaði um 0,74 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 135. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 0,56 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 7,11.

Stóra Orkuveituskýrslan kynnt 10. október

Niðurstöður úr úttekt á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar á eigendafundi þann 10. október næstkomandi klukkan þrjú. Í framhaldi af því verður skýrslan kynnt fyrir borgar- og bæjarfulltrúum ásamt stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem úttektarnefndin gerir grein fyrir niðurstöðum sínum og skýrslan verður afhent Sama dag og kynningarfundurinn verður haldinn verður boðað til blaðamannafundar þar sem fjölmiðlum gefst kostur á að spyrja nefndarmenn og fulltrúa af eigendafundi út í niðurstöðurnar, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá Jóni Gnarr borgarstjóra.

Gylfi: Óttast alvarlegar afleiðingar hárra vaxta

Það verður með öllum ráðum að reyna að lækka vexti og koma þannig betri stoðum undir efnahagslíf landsins, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann óttast að Seðlabankinn muni hækka vexti á næstunni, og að það muni hafa slæm áhrif fyrir hagkerfið.

2.600 spilarar í Ávöxtunarleiknum - Össur vinsælasta fjárfestingin

Samtals hafa 2.633 skráð sig til leiks í Ávöxtunarleiknum á fyrstu þremur dögum leiksins, en hann var formlega settur af stað, með bjölluhringingu í Nasdaq Kauphöll Íslands, á mánudaginn. Þeir sem hafa náð bestum árangri í leiknum hafa náð að ávaxta Keldukrónur sínar um 1,5 til 2,5 prósent, eða á bilinu 150 til 250 þúsund krónur.

Engin atvinnugrein á eins bágt og verslunin

Verslunarmenn auglýsa eftir talsmönnum verslunarinnar á Alþingi, segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Hún segir að verslun eigi engan talsmann í sölum alþingis. "Það er engin atvinnugrein í landinu í dag sem á eins erfitt og verslunin og þetta er sú atvinnugrein sem stendur hvað verst," segir Margrét í samtali við Reykjavík síðdegis.

Titringur hjá Reykjavíkurborg vegna skýrslu um OR

Úttektarnefnd sem skipuð var til þess að þess að rannsaka starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur hefur lokið vinnu sinni, og verður skýrsla nefndarinnar formlega kynnt öllum eigendum fyrirtækisins á næstu dögum. Titringur er innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar vegna útkomu skýrslunnar.

Hægagangur á mörkuðum - Marel hækkaði um 2,26 prósent

Litlar sveiflur til hækkunar eða lækkunar voru á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. FTSE vísitalan breska hækkaði um 0,28 prósent, DAX vísitalan þýska um 0,22 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 0,49 prósent. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,45 prósent og Asia Dow vísitalan um 0.24 prósent.

SÍ: Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðbólga hafi verið nokkru minni en spáð var í ágúst. Á móti kemur að gengi krónunnar er lægra en reiknað var með í spánni og töluverð óvissa er um gengisþróun á næstunni.

Helgi Magnús "nálægt því að hlæja“

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf málflutning sinn fyrir dómi á því, að segja orðrétt; "Sækjandi biðst afsökunar á því ef hann var of "nálægt því að hlæja“ undir þessum málflutningi,“ vitnaði til þessi sem Guðjón Ólafur Jónsson hrl., lögmaður Gunnars Andersen, hafði sagt í ræðu sinni þar sem hann krafðist þess að Helgi Magnús mydi víkja sem sækjandi í málinu, vegna þess að hann hefði verið meðal þeirra sem sóttu um stöðu forstjóra FME þegar hún var auglýst til umsóknar 11. febrúar 2009. Krafan byggir á því að Helgi Magnús sé vanhæfur til þess að sækja málið, þar sem hann hefði orðið undir í "persónulegri samkeppni“ um embætti forstjóra FME.

Telur Helga Magnús vanhæfan til þess að fara með málið

Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri FME, krefst þess að ákæru ríkissaksóknara á hendur honum verði vísað frá, þar sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hafi verið meðal þeirra sem sóttu um stöðu forstjóra sem auglýst var laus til umsóknar 11. febrúar 2009. Gunnar var einnig meðal umsækjanda, sem voru nítján talsins, en hann var að loknu hæfismati ráðinn forstjóri FME.

Munnlegur málflutningur í máli Gunnars Andersen

Munnlegur málflutningur fer fram í máli ríkissaksóknara gegn Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og starfsmanni Landsbankans, en þeir eru ákærðir fyrir brot gegn bankaleynd, en málið varðar leka á gögnum til DV er vörðuðu fjárhag Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns.

Sjá næstu 50 fréttir