Fimm milljarða munur á vaxtakjörum Íslands og Írlands Magnús Halldórsson skrifar 4. október 2012 20:00 Vaxtakostnaður sem safnast á ríkissjóð vegna lána frá Norðurlöndunum eftir hrunið nemur tæpum átta milljörðum króna á hverju ári. Ef ríkissjóður Íslands fengi lánakjörin sem Norðurlöndin bjóða Írum, væri vaxtakostnaður tæplega fimm milljörðum lægri árlega. Ríkissjóður Íslands fékk lán eftir hrun fjármálakerfisins frá Norðurlöndunum, en staða ríkissjóðs á þeim tíma eftir hrunið var afar erfið. Lánin voru veitt í tengslum við endurreisnaráætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eins og greint var frá í fréttum okkar í gær, hefur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, óskað eftir skýringum á því frá ríkisstjórnum Norðurlandanna hvers vegna vextir á lánunum hingað til lands voru hærri heldur en á lánum frá Norðurlöndunum til Íra. Þar munar 1,75 prósentustigi, en vaxtaálagið á skuldir Íslands nemur 2,75 prósentum á meðan það nemur einu prósenti á skuldir Íra. Heildarlánin til Íslands frá Norðurlöndunum námu 1.775 milljónum evra, eða ríflega 280 milljörðum króna á núverandi gengi. Sé mið tekið af þeirri upphæð er árlegur vaxtakostnaður 7,7 milljarðar króna. Ef við hefðum notið vaxtana sem Írar fá á sín lán, þá væri árlegur kostnaður 2,8 milljarðar. Munurinn á vaxtakjörunum nemur því tæpum fimm milljörðum króna. Ríkissjóður hefur nú þegar greitt til baka tæplega 60 prósent af lánunum frá Norðurlöndunum, en samkvæmt samningi voru þau afborgunarlaus fyrstu fimm árin eða fram til 2014. Nú hafa allir gjalddagar af láninu fram til 2019 verið greiddir. Það sparast þó ekki miklir peningar þannig, þar sem ný lán voru tekin til þess að greiða þessi til baka, en ávinningurinn í því felst í að opna leiðina að nýju, inn á alþjóðafjármálamarkaði, þangað sem hið nýja lánsfé var sótt. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Vaxtakostnaður sem safnast á ríkissjóð vegna lána frá Norðurlöndunum eftir hrunið nemur tæpum átta milljörðum króna á hverju ári. Ef ríkissjóður Íslands fengi lánakjörin sem Norðurlöndin bjóða Írum, væri vaxtakostnaður tæplega fimm milljörðum lægri árlega. Ríkissjóður Íslands fékk lán eftir hrun fjármálakerfisins frá Norðurlöndunum, en staða ríkissjóðs á þeim tíma eftir hrunið var afar erfið. Lánin voru veitt í tengslum við endurreisnaráætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eins og greint var frá í fréttum okkar í gær, hefur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, óskað eftir skýringum á því frá ríkisstjórnum Norðurlandanna hvers vegna vextir á lánunum hingað til lands voru hærri heldur en á lánum frá Norðurlöndunum til Íra. Þar munar 1,75 prósentustigi, en vaxtaálagið á skuldir Íslands nemur 2,75 prósentum á meðan það nemur einu prósenti á skuldir Íra. Heildarlánin til Íslands frá Norðurlöndunum námu 1.775 milljónum evra, eða ríflega 280 milljörðum króna á núverandi gengi. Sé mið tekið af þeirri upphæð er árlegur vaxtakostnaður 7,7 milljarðar króna. Ef við hefðum notið vaxtana sem Írar fá á sín lán, þá væri árlegur kostnaður 2,8 milljarðar. Munurinn á vaxtakjörunum nemur því tæpum fimm milljörðum króna. Ríkissjóður hefur nú þegar greitt til baka tæplega 60 prósent af lánunum frá Norðurlöndunum, en samkvæmt samningi voru þau afborgunarlaus fyrstu fimm árin eða fram til 2014. Nú hafa allir gjalddagar af láninu fram til 2019 verið greiddir. Það sparast þó ekki miklir peningar þannig, þar sem ný lán voru tekin til þess að greiða þessi til baka, en ávinningurinn í því felst í að opna leiðina að nýju, inn á alþjóðafjármálamarkaði, þangað sem hið nýja lánsfé var sótt.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira