Viðskipti innlent

Markaðsstjóri Google: Sóknarfæri í auglýsingum á stafrænu formi

Magnús Halldórsson skrifar
Gustav segir
Gustav segir
Markaðssetning hér á landi ætti að vera í miklu meira mæli á stafrænu formi heldur nú er, segir Gustav Radell, markaðsstjóri Google í Svíþjóð. Um átta prósent af auglýsingafé íslenskra fyrirtækja er eytt í auglýsingar á stafrænu formi.

Gustav er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál og viðskipti, sem sýndur er hér á Vísi.

Gustav flutti erindi á opnum fundi um Krossmiðlun í Hörpu síðastliðinn föstudag, þar sem hann fjallaði um þróun mála á auglýsingamarkaðnum og hvers vegna auglýsingar myndu í meira mæli færast yfir á vefinn, snjallsíma og spjaldtölvur, úr öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi.

Hann segir íslensk fyrirtæki hafa mikil tækifæri á þessu sviði.

„Netnotkun og aðgengi að netinu á Íslandi er með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Samt sem áður fer aðeins átta prósent af markaðsfé íslenskra fyrirtækja í stafrænar auglýsingar á vefnum. Ég hefði haldið að þetta ætti að vera mun hærra," segir Gustav.

Aðspurður um hvað hann myndi gera, ef hann væri markaðsstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki, sagði hann mikil tækifæri liggja í auglýsingum sem miðaðar væru fyrir snjallsímanotendur.

„Á þessu ári hefur verið gríðarlegur vöxtur í netnotkun í snjallsímum, og sem dæmi þá eru fleiri sem fara á netið í símum heldur en venjulegum tölvum í Japan. Þetta er þróun sem mun halda áfram, og ég myndi telja að auglýsingar sem miðaðar eru fyrir þennan vettvang, henti mörgum litlum og meðalstórum auglýsendum," segir Gustav.

Sjá má Klinkið, þar sem Gustav er viðtali, hér. Athugið að íslenskan texta vantar, en hann mun koma á næstu dögum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×