Viðskipti innlent

Hægagangur á mörkuðum - Marel hækkaði um 2,26 prósent

Magnús Halldórsson skrifar
Litlar sveiflur til hækkunar eða lækkunar voru á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. FTSE vísitalan breska hækkaði um 0,28 prósent, DAX vísitalan þýska um 0,22 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 0,49 prósent. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,45 prósent og Asia Dow vísitalan um 0.24 prósent.

Hér á Íslandi hækkaði gengi Marels um 2,26 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 136. Gengi bréfa Össurar lækkaði um 0,99 og er gengi bréfa félagsins nú 200.

Sjá má ítarlegar upplýsingar um gang mála á íslenska markaðnum hér.

Ávöxtunarleikurinn, þar sem sigurvegarinn fær ferð fyrir tvo til New York og 200 þúsund krónur í sjóðum VÍB að auki, er síðan í fullum gangi. Hægt er að skrá sinn í leikinn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×