Vaxandi áhyggjur af Íbúðalánasjóði 8. október 2012 11:29 Seðlabanki Íslands. Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka að Seðlabanki Íslands hafi vaxandi áhyggjur af stöðu Íbúðalánasjóðs. Bankinn gaf út rit sitt um fjármálastöðugleika á föstudaginn síðastliðinn. Á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá síðustu útgáfu hefur myndin lítið breyst samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka, en í inngangi Seðlabankastjóra segir m.a. að áhætta fjármálakerfisins hafi nú minnkað samfara efnahagsbata, framgangi endurskipulagningar skulda heimila og fyrirtækja, sterkri eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja og minna misvægi í efnahagsreikningi þeirra. Áhættuþættirnir eru hinsvegar einnig enn til staðar og eru þeir að mestu leyti enn þeir sömu og í maí sl. Nú líkt og þá eru helstu áhættuþættir tengdir losun gjaldeyrishafta, lagaóvissu vegna lána í erlendri mynt, óvissu um alþjóðlegar efnahagshorfur og endurfjármögnun í erlendum gjaldmiðlum. Núna nefnir Seðlabankinn hinsvegar einnig til sögunnar viðkvæma stöðu Íbúðalánasjóðs við upptalningu á helstu áhættuþáttum. Í skýrslunni er bent á að samkvæmt uppgjöri Íbúðalánasjós fyrir fyrri árshelming sé eiginfjárhlutfallið nú komið niður í 1,4% og er eiginfjárstaða sjóðsins því afar veik. Í skýrslunni segir einnig að lánveitingar sjóðsins hafi dregist saman um tæpan helming á fyrri helming ársins frá sama tímabili í fyrra, samhliða aukningu í uppgreiðslum. Uppgreiðslur voru 9,4 ma . kr á fyrri helmingi ársins 2012 samanborið við 5,2 ma. kr. á sama tímabili í fyrra. Samtals voru 611 ný lán veitt á fyrri hluta ársins samanborið við 1.119 á sama tíma í fyrra. Upphaflegar áætlanir Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir að ný útlán yrðu að andvirði 27-35 ma.kr. en endurskoðuð áætlun síðan í júlí gerir ráð fyrir að þau muni einungis nema um 13-17 mö.kr. Þá hafa vanskil og frystingar lána hjá sjóðnum aukist það sem af er árinu ólíkt þróun viðskiptabankanna þar sem dregið hefur úr vanskilum. Vanskil og frystingar hjá Íbúðalánasjóði voru 15,1% í lok júní sl., sé miðað við undirliggjandi lán þegar um vanskil er að ræða. Íbúðum í eigu sjóðsins heldur einnig áfram að fjölga. Í lok júní átti sjóðurinn samtals 2.049 fasteignir og hefur þeim fjölgað um 443 það sem af er ári. Þetta eykur að mati Seðlabankans á óvissu um gæði eigna sjóðsins sem hefur mjög lítið eigið fé til að takast á við aukið tap. Þessu til viðbótar er sjóðurinn með mikið laust fé vegna viðvarandi uppgreiðsluvanda. Í því felst áhætta sem kemur fram í rekstrartapi þegar skammtímavextir eru lágir. Seðlabankinn er ekki sá eini sem hefur áhyggjur af stöðu Íbúðalánasjóðs um þessar mundir, en lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s tilkynnti á föstudaginn sl.að fyrirtækið hafi sett Íbúðalánasjóð á athugunarlista vegna mögulegrar lækkunar á einkunn fyrir grunnstyrk sjóðsins (e. Baseline Credis Assessment), þ.e. mat á lánshæfi ÍLS án tillits til ríkisábyrgðar. Ástæðurnar fyrir þessari breytingu hjá Moody´s eru þrjár: Minni gæði eigna ÍLS, væntingar um áframhaldandi litla arðsemi, og lágt og lækkandi eiginfjárhlutfall. Moody´s segist búast við því að eigið fé Íbúðalánasjóðs verði aukið áður en fjárlögum verði lokað í árslok. Seðlabankinn bendir hinsvegar á í skýrslu sinni að í frumvarpi til fjárlaga 2013 hefur ekki verið tekin afstaða til væntanlegs eiginfjárframlags af hálfu ríkisins. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka að Seðlabanki Íslands hafi vaxandi áhyggjur af stöðu Íbúðalánasjóðs. Bankinn gaf út rit sitt um fjármálastöðugleika á föstudaginn síðastliðinn. Á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá síðustu útgáfu hefur myndin lítið breyst samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka, en í inngangi Seðlabankastjóra segir m.a. að áhætta fjármálakerfisins hafi nú minnkað samfara efnahagsbata, framgangi endurskipulagningar skulda heimila og fyrirtækja, sterkri eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja og minna misvægi í efnahagsreikningi þeirra. Áhættuþættirnir eru hinsvegar einnig enn til staðar og eru þeir að mestu leyti enn þeir sömu og í maí sl. Nú líkt og þá eru helstu áhættuþættir tengdir losun gjaldeyrishafta, lagaóvissu vegna lána í erlendri mynt, óvissu um alþjóðlegar efnahagshorfur og endurfjármögnun í erlendum gjaldmiðlum. Núna nefnir Seðlabankinn hinsvegar einnig til sögunnar viðkvæma stöðu Íbúðalánasjóðs við upptalningu á helstu áhættuþáttum. Í skýrslunni er bent á að samkvæmt uppgjöri Íbúðalánasjós fyrir fyrri árshelming sé eiginfjárhlutfallið nú komið niður í 1,4% og er eiginfjárstaða sjóðsins því afar veik. Í skýrslunni segir einnig að lánveitingar sjóðsins hafi dregist saman um tæpan helming á fyrri helming ársins frá sama tímabili í fyrra, samhliða aukningu í uppgreiðslum. Uppgreiðslur voru 9,4 ma . kr á fyrri helmingi ársins 2012 samanborið við 5,2 ma. kr. á sama tímabili í fyrra. Samtals voru 611 ný lán veitt á fyrri hluta ársins samanborið við 1.119 á sama tíma í fyrra. Upphaflegar áætlanir Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir að ný útlán yrðu að andvirði 27-35 ma.kr. en endurskoðuð áætlun síðan í júlí gerir ráð fyrir að þau muni einungis nema um 13-17 mö.kr. Þá hafa vanskil og frystingar lána hjá sjóðnum aukist það sem af er árinu ólíkt þróun viðskiptabankanna þar sem dregið hefur úr vanskilum. Vanskil og frystingar hjá Íbúðalánasjóði voru 15,1% í lok júní sl., sé miðað við undirliggjandi lán þegar um vanskil er að ræða. Íbúðum í eigu sjóðsins heldur einnig áfram að fjölga. Í lok júní átti sjóðurinn samtals 2.049 fasteignir og hefur þeim fjölgað um 443 það sem af er ári. Þetta eykur að mati Seðlabankans á óvissu um gæði eigna sjóðsins sem hefur mjög lítið eigið fé til að takast á við aukið tap. Þessu til viðbótar er sjóðurinn með mikið laust fé vegna viðvarandi uppgreiðsluvanda. Í því felst áhætta sem kemur fram í rekstrartapi þegar skammtímavextir eru lágir. Seðlabankinn er ekki sá eini sem hefur áhyggjur af stöðu Íbúðalánasjóðs um þessar mundir, en lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s tilkynnti á föstudaginn sl.að fyrirtækið hafi sett Íbúðalánasjóð á athugunarlista vegna mögulegrar lækkunar á einkunn fyrir grunnstyrk sjóðsins (e. Baseline Credis Assessment), þ.e. mat á lánshæfi ÍLS án tillits til ríkisábyrgðar. Ástæðurnar fyrir þessari breytingu hjá Moody´s eru þrjár: Minni gæði eigna ÍLS, væntingar um áframhaldandi litla arðsemi, og lágt og lækkandi eiginfjárhlutfall. Moody´s segist búast við því að eigið fé Íbúðalánasjóðs verði aukið áður en fjárlögum verði lokað í árslok. Seðlabankinn bendir hinsvegar á í skýrslu sinni að í frumvarpi til fjárlaga 2013 hefur ekki verið tekin afstaða til væntanlegs eiginfjárframlags af hálfu ríkisins.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira