Almenningur hafnar verðtryggingunni Magnús Halldórsson skrifar 8. október 2012 23:23 Nýjar tölur um lán til íbúðakaupa sýna að almenningur hefur hafnað verðtryggingunni nær algjörlega, því langstærstur hluti þeirra er óverðtryggður. Forstjóri Íbúðalánasjóðs segist vonast til þess að sjóðurinn geti byrjað að veita óverðtryggð lán í lok árs. Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaði hér á landi undanfarin misseri. Um 86% af nýjum lánum inn á íbúðamarkað eru nú óverðtryggð. Íbúðalánasjóður hefur til þessa einungis veitt verðtryggð lán en er nú með á teikniborðinu breytingu í þá veru að byrja að veita óverðtryggð lán. Vinna hefur staðið yfir hjá Íbúðalánasjóði undanfarna mánuði, sem miðar að því bjóða upp á óverðtryggð lán. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segist vonast til þess að fólki mun standa til boða að taka óverðtryggð lán hjá sjóðnum, fyrir lok árs. „Eins og staðan er í dag gerum við enn þá ráð fyrir því að þetta verði á þessu ári. Við erum með þessa lánavöru í umsögn hjá eftirlitsaðilum núna. Svo er bara vonandi að fara í loftið með þetta," segir Sigurður. Lántakendur þurfa að huga vel að því hvaða lánaform hentar þeim best, þegar íbúðarkaup eru annars vegar. Til skýringar á mismuninum á óverðtryggum og verðtryggðum lánum, má hugsa sér lántaka sem er að taka lán upp á 20 milljónir til 25 ára. Greiðslubyrðin á óverðtryggða láninu er þung í upphafi, eða 138 þúsund krónur, á meðan greiðslubyrðin á verðtryggða láninu er 103 þúsund. Með tímanum ætti óverðtryggða lánið að lækka, en greiðslubyrðin sveiflast þó með vaxtastiginu, og getur breyst hratt ef vaxtastigið hækkar. Greiðslubyrðin á verðtryggða láninu hækkar smám saman með tímanum, en það hangir þó saman við verðbólguþróun, á hverjum tíma. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Nýjar tölur um lán til íbúðakaupa sýna að almenningur hefur hafnað verðtryggingunni nær algjörlega, því langstærstur hluti þeirra er óverðtryggður. Forstjóri Íbúðalánasjóðs segist vonast til þess að sjóðurinn geti byrjað að veita óverðtryggð lán í lok árs. Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaði hér á landi undanfarin misseri. Um 86% af nýjum lánum inn á íbúðamarkað eru nú óverðtryggð. Íbúðalánasjóður hefur til þessa einungis veitt verðtryggð lán en er nú með á teikniborðinu breytingu í þá veru að byrja að veita óverðtryggð lán. Vinna hefur staðið yfir hjá Íbúðalánasjóði undanfarna mánuði, sem miðar að því bjóða upp á óverðtryggð lán. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segist vonast til þess að fólki mun standa til boða að taka óverðtryggð lán hjá sjóðnum, fyrir lok árs. „Eins og staðan er í dag gerum við enn þá ráð fyrir því að þetta verði á þessu ári. Við erum með þessa lánavöru í umsögn hjá eftirlitsaðilum núna. Svo er bara vonandi að fara í loftið með þetta," segir Sigurður. Lántakendur þurfa að huga vel að því hvaða lánaform hentar þeim best, þegar íbúðarkaup eru annars vegar. Til skýringar á mismuninum á óverðtryggum og verðtryggðum lánum, má hugsa sér lántaka sem er að taka lán upp á 20 milljónir til 25 ára. Greiðslubyrðin á óverðtryggða láninu er þung í upphafi, eða 138 þúsund krónur, á meðan greiðslubyrðin á verðtryggða láninu er 103 þúsund. Með tímanum ætti óverðtryggða lánið að lækka, en greiðslubyrðin sveiflast þó með vaxtastiginu, og getur breyst hratt ef vaxtastigið hækkar. Greiðslubyrðin á verðtryggða láninu hækkar smám saman með tímanum, en það hangir þó saman við verðbólguþróun, á hverjum tíma.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira