Viðskipti innlent

Hjóla í aðalvitni saksóknara

Í greinargerð Hreiðars Más eru tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings nafngreindir sem lykilmennirnir í Brooks-fléttunni. Þetta eru þeir Eggert Hilmarsson, sem var lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg, og Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri á lánasviði Kaupþings. Þar segir að þeim hafi verið ljóst vegna starfa sinna, eða mátt vera ljóst, að ráðstöfunin bryti gegn hagsmunum Brooks og ekki síður Kaupþings.

Halldór Bjarkar er raunar sá fyrrverandi starfsmaður Kaupþings sem einna helst hefur borið um saknæma háttsæmi yfirstjórnenda bankans í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara.

Í greinargerðinni er athygli vakin á því að Halldór Bjarkar hafi upphaflega verið yfirheyrður sem sakborningur við rannsókn sérstaks saksóknara. Þar segir að réttarstöðunni hafi síðan verið breytt og í kjölfarið hafi framburður hans tekið stakkaskiptum. Hann hafi þá tekið að gagnrýna framburð Hreiðars og leitast við að fría sjálfan sig ábyrgð. Hann sé tvísaga og fari rangt með ýmislegt.

Í greinargerðinni er skorað á ákæruvaldið að upplýsa hvort gert hafi verið samkomulag við Halldór Bjarkar – og mögulega aðra – um að fallið yrði frá saksókn á hendur honum gegn því að hann veitti upplýsingar um þátt annarra eins og heimild er fyrir í lögum. Sama áskorun er sett fram í greinargerð Magnúsar Guðmundssonar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×