Fleiri fréttir

Össur hækkaði um 2,28 prósent

Gengi bréfa Össurar hækkaði um 2,28 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 202. Bréf fasteignafélagsins Regins og Haga er nú í hæstu hæðum, miðað skráningargengi félagsins. Gengi bréfa Regins hækkaði um 1,64 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,93, en gengi bréfa Haga hækkaði um 0,52 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 19,35. Skráningargengi Regins var 8,25 en skráningargengi Haga 13,5.

Aukinn slóðaskapur við ársreikningaskil

Um 34% skráðra félaga hafa skilað inn ársreikningum samkvæmt lögum þar um. Þetta kemur fram í samantekt CreditInfo. Á sama tíma í fyrra höfðu um 41% fyrirtækja skilað inn ársreikningi. Samkvæmt lögunum ber skráðum hlutafélögum að skila inn ársreikningi til Ríkisskattstjóra eigi síðar en 8 mánuðum eftir lok reikningsárs en sérstakar og þrengri reglur gilda um félög sem eru skráð á opinberu verðbréfaþingi. Samkvæmt reglugerð skal almenningur síðan hafa aðgang að ársreikningunum.

Fríverslunarsamningur við Hong Kong tekur gildi í dag

Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong í Kína tekur gildi í dag. Samningur um vinnumál milli sömu aðila og landbúnaðarsamningur milli Íslands og Hong Kong. Sama dag taka gildi fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands.

Yfir þúsund búnir að skrá sig í Ávöxtunarleikinn

Þrátt fyrir Ávöxtunarleikurinn hafi formlega verið settur af stað klukkan 10:00 í morgun, þ.e. fyrir ríflega fimm klukkutímum, þá hafa meira en þúsund spilarar skráð sig til leiks og framkvæmt 5.762 viðskipti, eða á um fjögurra sekúndna fresti á meðan leikurinn hefur verið í loftinu.

DataMarket heimsækir Hvíta húsið

Upplýsingatæknifyrirtækið DataMarket mun kynna nýjustu afurð sína, DataMarket Energy, á sérstakri samkomu í Hvíta húsinu í Washington í dag. Það er vísinda- og tæknisvið Hvíta hússins sem stendur fyrir uppákomunni ásamt Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna. Markmiðið er að kynna nýjungar á sviði orkunýtingar.

Bók Arngríms lærða var seld á 330 þúsund

Bók Arngríms Jónssonar lærða, SPECIMEN ISLANDIÆ HISTORICVUM, var slegin á 330 þúsund krónur áður en bókauppboði Gallerí Foldar og Bókarinnar lauk fyrir miðnætti í gær. Bókin var prentuð og gefin út í Amsterdam 1643 en síðar bundin inn af Unni Stefánsdóttur sem rak bókbandsstofu í Grjótaþorpinu.

Sigmundur Davíð: Draumastjórnin er miðjustjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segist sannfærður um að það verði gott fyrir flokkinn, að hann bjóði fram krafta sína fyrir Norð-Austurkjördæmi í næstu þingkosningum. Hann segist opinn fyrir samstarfi til hægri og vinstri eftir kosningar.

Viltu fara til New York og fá pening að auki? Spilaðu þá með

Ávöxtunarleikurinn hefur formlega hafið göngu sína en innskráning í hann fer fram hér, á Vísi. Leikurinn byggist á því að þátttakendur reyna að ávaxta spilapeninga sína sem best og geta fjárfest í margvíslegum eignaflokkum, s.s hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum og gjaldeyri. Leikurinn fylgir nákvæmlega raunbreytingum á markaði og byggir ávöxtun þátttakenda á þeim. Leikurinn er fullkomnasti fjárfestahermir sem settur hefur verið upp hér á landi.

Mikill stuðningur við aðskilnað

Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta leiðir ný skoðanakönnun Capacent Gallup í ljós sem unnin var fyrir Straum fjárfestingabanka. Skoðanakönnunin var gerð dagana 20. til 27. september en Capacent hafði samband við 1.375 Íslendinga á kosningaaldri. Svarhlutfall var 60,1%.

Keppt í ávöxtun á markaði

"Markmiðið er að stuðla að bættu fjármálalæsi og auknum skilningi á ávöxtunarmöguleikum,“ segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX-kauphallarinnar á Íslandi, um Ávöxtunarleikinn sem hefst formlega á mánudaginn.

Gengi bréfa Haga aldrei verið hærra

Gengi bréfa Haga hækkaði um 1,32 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 19,25, sem er hæsta gengi bréfa félagsins frá því það var skráð á markað.

Segir sölu á harðfiski dragast saman

Eigandi E. G. harðfisks á Flateyri segir að sala á harðfiski um land allt sé minni en hún hefur verið undanfarin ár. Þetta kemur fram á

Fyrsta sölusýning á verkum Erros í 20 ár

Fyrsta sölusýning á verkum Errós á Íslandi frá 1982 fer fram núna um helgina. Sýnd verða nokkur vel valin verk úr fórum hans, en sýningin er í Gallerí Nútímalist að Skipholti 15. Skammt er síðan nýjar grafíkmyndir listamannsins voru sýndar á sýningu sem haldin var í tilefni af 80 ára afmæli hans fyrir skömmu. Sýningin stendur til 13 október.

Gunnhildur Arna ráðin upplýsingafulltrúi Símans

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir er nýr upplýsingafulltrúi Símans. Hún hefur undanfarið starfað sem blaðamaður á Fréttatímanum. Hún er fyrrum ritstjóri og fréttastjóri dagblaðsins 24 stunda, kvöldfréttastjóri á Morgunblaðinu og blaðamaður og vaktstjóri á Fréttablaðinu. "Ég hlakka líka til að takast á við nýjan starfsvettvang hjá fyrirtæki sem hefur fylgt þjóðinni í meira en öld. Fyrirtæki sem þarf samt alltaf að vera á tánum því fátt breytist hraðar en fjarskiptamarkaðurinn,“ segir Gunnhildur.

Harpa fær MICE verðlaunin

Harpa hefur unnið til hinna árlegu MICE ( Meetings, Incentives, Conferences, Exhibitions) verðlauna sem besta ráðstefnuhús í norður-Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Hörpu.

Hagkaup sektað um hálfa milljón

Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Hagkaup um 500 þúsund krónur fyrir að hafa ekki tilgreint prósentuafslátt á Tax Free dögum Hagkaups 10. - 14. maí síðastliðinn. Hengdir voru upp stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind í tilefni daganna og Neytendastofa segir að upplýsingar um prósentuafsláttinn hefðu átt að fylgja.

Segja viðskiptaþvinganir brot á EES samningnum

Fulltrúi Íslands lagði í dag og gær fram yfirlýsingu í sameiginlegu EES nefndinni og fastanefnd EFTA í Brussel, vegna nýlegrar samþykktar ráðherraráðs Evrópusambandsins og Evrópuþingsins um heimildir til samþykktar viðskiptaaðgerða gagnvart þriðju ríkjum vegna meintra ósjálfbærra veiða úr sameiginlegum fiskistofnum. Þar bendir Ísland á að viðskiptaaðgerðir, aðrar en löndunarbann á fiskiskip vegna tegunda sem deilt er um, séu brot á EES-samningnum.

AGS: Útlitið er gott en hættur framundan á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að útlitið sé gott í efnahagsmálum Íslands en hættur séu framundan. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sjóðnum í tengslum við aðra úttekt hans á stöðu landsins eftir að áætlun AGS og Íslands um endurreisn landsins lauk.

Kaupþing stóð rangt að innköllun krafna

Kaupþingi var óheimilt að fella niður fimmtán milljóna evra kröfu Irish Anglo bank á hendur Kaupþingi, samkvæmt tilskipun EES. Þetta er niðurstaða EFTA dómstólsins sem ga álit sitt á málinu í dag. Málið snýst um það að Kaupþing lýsti eftir kröfum í nokkrum dagblöðum á Evrópska efnahagssvæðinu, í Stjórnartíðindum ESB og á vefsíðu sinni. Þar eru kröfuhafar beðnir um að lýsa kröfum innan sex mánaða.

Tæplega þrettán milljarða afgangur af vöruskiptum

Um 12,5 milljarða afgangur var af vöruskiptum í ágúst, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vörur voru fluttar út fyrir 51,5 milljarð en inn fyrir 39 milljarða. Í ágúst í fyrra var 8,8 milljarða afgangur af vöruskiptunum.

Gjaldþrotum fyrirtækja heldur áfram að fækka

Alls voru 46 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í ágústmánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 8 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 661, en það er rúmlega 30% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 950 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

Seðlabankinn skoði kjör slitastjórnar

Seðlabankinn skoðar nú hvort hann geti gert athugasemdir við kjör slitastjórnar Glitnis. Kröfuhafar ákveða kjörin og bankinn er einn þeirra. Fjármálaráðherra ræddi við seðlabankastjóra í gær um málið, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.

Milljarðastríð um Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, hafa varið um sex milljörðum króna í kaup á hlutum í Bakkavör af íslenskum aðilum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Ólafur Ísleifs: Allt á huldu um verðmyndun á gjaldeyrismarkaði

Verðbólga er aftur farin að þokast upp á við eftir að hafa lækkað hratt á sumarmánuðum. Verð á fatnaði hækkaði mikið milli mánaða, en verðbólgan mælist nú fjögur komma þrjú prósent. Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði segir ómögulegt að spá um gengi krónunnar.

Landsbankinn kynnir nýjar stefnuáherslur

Landsbankinn kynnti í dag nýjar stefnuáherslur til ársins 2015 en þær byggja á stefnu bankans sem kynnt var haustið 2010 undir heitinu Landsbankinn þinn. Í tilkynningu frá bankanum segir að eftir breytingarnar fækkar sviðum bankans sem verða sjö í stað níu áður.

Gengi Regins hækkaði um ríflega tvö prósent í dag

Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 2,09 prósent í viðskiptum dagsins, og stendur gengi bréfa félagsins nú í 9,77. Velta með bréf félagsins nam tæplega 49 milljónum króna.

Lánið var í erlendum myntum

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms um að lán sem Hótel Stykkishólmur tók hjá Arion banka væri í raun lán í erlendum myntum en ekki gengistryggt lán í íslenskum krónum. Því var ekki um ólögmóta gengistryggingu að ræða og var lánið löglegt í alla staði.

"Galið að láta veiðigjaldið bitna á sjómönnum"

Framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands segir að það komi ekki til greina að sjómenn taki á sig hluta veiðigjaldsins. Sjómenn og útgerðarmenn eiga nú í kjaradeilu og útgerðin fer fram á að sjómenn taki á sig launaskerðingu vegna veiðigjaldanna sem voru samþykkt á Alþingi í vor.

Enn engir samningar um Hörpuhótelið

Enginn samningur um fyrirhugaða hótelbyggingu við Hörpu liggur fyrir. Óvissa ríkir um hvort fjárfestir frá Abu Dhabi geti staðið að verkefninu eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins í dag.

Borgin ætlar að kaupa Umferðarmiðstöðina fyrir 450 milljónir

Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöðina og lóðina sem fylgir henni fyrir 445 milljónir króna. Seljendur eru Mynni ehf og Landsbanki Íslands. Kauptilboðið var rætt á fundi borgarráðs í morgun, en staðfestingu kauptilboðsins var frestað að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.

Norsk-íslenska síldin er á bakaleiðinni

Mjög rólegt hefur verið yfir veiðum íslenskra skipa síðustu sólarhringa á norsk-íslenskri síld. Svo virðist sem síldin sé á leiðinni austur úr lögsögunni á hrygningar-stöðvarnar við Noreg eftir að hafa verið í ætisleit á Íslandsmiðum. Fréttir hafa borist af síldveiði norðan við Færeyjar og þar eru íslensk vinnsluskip nú að veiðum, segir á vef HB Granda.

Skattborgarar greiða hálfa milljón fyrir hvern íbúa Álftaness

Skattgreiðendur munu bera 1.214 milljóna króna kostnað af sameiningu Garðabæjar og Álftaness í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kostnaðurinn fer í fjárhagslega endurskipulagningu Álftaness en stór hluti framlaganna er háður því að sameiningin fari fram.

Verðbólgan mælist 4,3%

Ársverðbólgan mælist 4,3% í þessum mánuði og hækkar úr 4,1% í ágúst. Hækkunin er í takt við spár sérfræðinga.

Hrannar Már nýr nefndarformaður

Hrannar Már Hafberg, lögfræðingur og starfandi héraðsdómari, hefur verið skipaður formaður rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðakerfið eftir að Sigríður Ingvadóttir baðst lausnar í kjölfar ágreinings við hina tvo nefndarmennina.

Keyptu fimmtung á 375 milljónir króna

Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20 prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka. Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestingasjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf., félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fagfjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta.

Áætla 6,2 milljarða hagnað árið 2013

Orkuveita Reykjavíkur (OR) mun tapa 2,2 milljörðum króna í ár samkvæmt útkomuspá en hagnast um 6,2 milljarða króna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og fimm ára áætlun Orkuveitunnar fyrir árin 2014-2018 sem samþykkt var af stjórn hennar á miðvikudag.

Spá hagvaxtarskeiði á árunum 2012-2014

Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014.

Fyrsti fundur um afnám gjaldeyrishafta

Vinnuhópur íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) með þátttöku Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afnám gjaldeyrishafta fundaði í fyrsta sinn fyrir helgi.

Gerðu ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum á Sjóvá

Ríkisstjórn Íslands gerði ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum króna ef farið yrði í að bjarga Sjóvá frá gjaldþroti. Í minnisblaði sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn þann 29. júní 2009 er gert grein fyrir þessari áhættu. Þetta minnisblað var á meðal gagna sem kynnt voru í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun, að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns.

Glitni gert að greiða lækni tólf milljónir út af Latabæ

Hæstiréttur Íslands féllst á skaðabótakröfu heimilislæknis frá Garðabæ gegn Glitni en hann keypti skuldabréf útgefið af Latabæ árið 2006 fyrir tvö hundruð þúsund Bandaríkjadali. Hann tapaði peningunum að lokum þegar Latibær fór í þrot árið 2011. Læknirinn taldi tjón sitt stafa af því að hann hafi, vegna vanrækslu Glitnis á upplýsingaskyldu sinni, keypt umrætt skuldabréf án þess að honum hefði verið kunnugt um þá áhættu, sem í því fólst.

Sjá næstu 50 fréttir