Fjarðarkaup hagnast um 150 milljónir - skuldar ekkert Magnús Halldórsson skrifar 4. október 2012 21:17 Aðeins einu sinni í tæplega fjörutíu ára sögu Fjarðarkaupa hefur verið tekið lán, og var því skilað nánast samstundis, þar sem eigendunum leist ekkert á vaxtakostnaðinn. Verslunin var rekin með 150 milljóna króna hagnaði í fyrra, og segja verslunarstjórar lykilinn að góðu gengi vera að halda í einfaldar venjur. Verslunin Fjarðarkaup hefur verið fastur punktur í tilverunni í Hafnarfirði í tæplega fjörutíu ár, en á næsta ári fagnar verslunin fjörutíu ára afmæli sínu. Rekstur Fjarðarkaupa hefur alltaf gengið vel og ber nýjasti ársreikningur verslunarinnar, fyrir árið í fyrra, þess merki. Hagnaður Fjarðarkaupa var ríflega 150 milljónir í fyrra, en eigið fé félagsins nemur ríflega tveimur og hálfum milljarði króna. Ólíkt mörgum öðrum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi er fyrirtækið skuldlaust. Gísli Sigurbergsson, verðlagsstjóri Fjarðarkaupa og sonur Sigurbergs Sveinssonar sem er eigandi verslunarinnar, segir að galdurinn við góðan árangur verslunarinnar sé fremur einfaldur. „Það þarf sinna versluninni vel, og vera mikið á staðnum. Það þarf allt að ganga vel fyrir sig. Svo þarf að vera með gott starfsfólk, sem veit hvað það er að gera. Okkur hefur boðið gæfa til þess að vera með gott starfsfólk. " Gísli segir enn fremur að lagt hafi verið upp það frá upphafi reka alltaf eina búð, og hlúa vel að henni og viðskiptavinunum. Þannig hafi tekist að viðhalda metnaðarfullri búð frá ári til árs, með því að halda í einfaldar venjur. Það hjálpi síðan líka til að fjármagnskostnaður hafi enginn verið frá upphafi. „Það var tekið lán í upphafi, þegar búðin var flutt, en því var skilað strax þar sem vaxtakostnaðurinn var svo hár. Frá upphafi rekstursins hafa því aldrei verið neinar langtímaskuldir í fyrirtækinu," segir Gísli. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Aðeins einu sinni í tæplega fjörutíu ára sögu Fjarðarkaupa hefur verið tekið lán, og var því skilað nánast samstundis, þar sem eigendunum leist ekkert á vaxtakostnaðinn. Verslunin var rekin með 150 milljóna króna hagnaði í fyrra, og segja verslunarstjórar lykilinn að góðu gengi vera að halda í einfaldar venjur. Verslunin Fjarðarkaup hefur verið fastur punktur í tilverunni í Hafnarfirði í tæplega fjörutíu ár, en á næsta ári fagnar verslunin fjörutíu ára afmæli sínu. Rekstur Fjarðarkaupa hefur alltaf gengið vel og ber nýjasti ársreikningur verslunarinnar, fyrir árið í fyrra, þess merki. Hagnaður Fjarðarkaupa var ríflega 150 milljónir í fyrra, en eigið fé félagsins nemur ríflega tveimur og hálfum milljarði króna. Ólíkt mörgum öðrum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi er fyrirtækið skuldlaust. Gísli Sigurbergsson, verðlagsstjóri Fjarðarkaupa og sonur Sigurbergs Sveinssonar sem er eigandi verslunarinnar, segir að galdurinn við góðan árangur verslunarinnar sé fremur einfaldur. „Það þarf sinna versluninni vel, og vera mikið á staðnum. Það þarf allt að ganga vel fyrir sig. Svo þarf að vera með gott starfsfólk, sem veit hvað það er að gera. Okkur hefur boðið gæfa til þess að vera með gott starfsfólk. " Gísli segir enn fremur að lagt hafi verið upp það frá upphafi reka alltaf eina búð, og hlúa vel að henni og viðskiptavinunum. Þannig hafi tekist að viðhalda metnaðarfullri búð frá ári til árs, með því að halda í einfaldar venjur. Það hjálpi síðan líka til að fjármagnskostnaður hafi enginn verið frá upphafi. „Það var tekið lán í upphafi, þegar búðin var flutt, en því var skilað strax þar sem vaxtakostnaðurinn var svo hár. Frá upphafi rekstursins hafa því aldrei verið neinar langtímaskuldir í fyrirtækinu," segir Gísli.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira