Býst við að kvótinn safnist á enn færri hendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2012 20:00 Saltfiskur. Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent