Hreiðar sakar undirmenn sína um lögbrot 9. október 2012 00:00 Hreiðar á það sameiginlegt með hinum sakborningunum þremur í málinu að viðurkenna ekki að hafa brotið af sér. Hér er hann í dómsal með verjandanum Herði Felix Harðarsyni, sem skrifar undir greinargerðina.Fréttablaðið/vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson furðar sig á að sérstakur saksóknari hafi ekki ákært tiltekna undirmenn hans fyrir löglaust uppgjör á þrettán milljarða sjálfsábyrgð sjeiks Al Thani. Slitastjórn Kaupþings telur ábyrgðina ógreidda og hefur stefnt sjeiknum til að greiða hana. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, telur undirmenn sína hafa framið refsivert lögbrot 8. október 2008, sama dag og Kaupþing féll. Þá var sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani leyft að gera upp 12,8 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð vegna kaupa sinna í bankanum með því að skipta 50 milljón dollurum í krónur á langtum hærra gengi en öðrum bauðst. Dollarana hafði hann fengið að láni frá Kaupþingi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð Hreiðars sem lögð hefur verið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ákæru í Al Thani-málinu svokallaða. Í greinargerðinni ber lögmaður Hreiðars sakir af honum en lýsir jafnframt furðu á því að ekki hafi verið ákært fyrir þetta uppgjör, sem Hreiðar hafi hvergi komið nærri. Ákærðir fyrir svik og blekkingarSérstakur saksóknari ákærði Hreiðar í febrúar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til Al Thani og Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings á þeim tíma, samtals að andvirði tæpra þrjátíu milljarða. Af því notaði sjeikinn tæpa 26 milljarða til að kaupa rúm fimm prósent í bankanum eftir miðjan september 2008. Með Hreiðari eru ákærðir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson. Sérstakur saksóknari telur að lánin hafi verið veitt í þeim eina tilgangi að hífa upp verð hlutabréfa í bankanum; þau hafi verið bankanum í óhag og að ákærðu hafi blekkt markaðinn með því að gefa í skyn að fjármagn væri að koma inn í rekstur bankans frá Katar. Dugði upp á hár fyrir uppgjörinuSjeik Al Thani gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir um helmingi lánsfjárhæðarinnar, um 12,8 milljörðum, og 8. október 2008 var hún greidd að fullu. Að kvöldi sama dags féll bankinn. Ábyrgðin var hins vegar ekki greidd á neinn venjulegan hátt. Al Thani hafði einnig fengið fimmtíu milljónir dollara lánaðar frá Kaupþingi inn á félagið Brooks Trading á Bresku Jómfrúaeyjum. Líka er ákært fyrir umboðssvik vegna þeirrar lánveitingar. Þessir peningar voru notaðir til að greiða upp ábyrgðina. Dollurunum var skipt í krónur á sérstöku aflandsgengi sem ákveðið var af starfsmönnum Kaupþings. Það nam um 256 krónum á dollarann, og þannig vildi til að 50 milljónirnar í dollurum dugðu upp á hár til að greiða sjálfskuldarábyrgðina. „Að öllum líkindum refsiverð“Þótt stærstum hluta af 44 blaðsíðna greinargerð Hreiðars Más vegna ákærunnar sé varið í að rökstyðja hvers vegna hann hafi ekki gerst brotlegur við lög er líka farið nokkuð ítarlega yfir Brooks-fléttuna. Og þar bregður svo við að Hreiðar Már telur auðsýnt að lög hafi verið þverbrotin. Í greinargerðinni er talað um „fordæmalausa atburðarás“ sem „bryti gróflega gegn hagsmunum Brooks og Kaupþings“ og fullyrt að ráðstöfunin hafi verið „ólögmæt og að öllum líkindum refsiverð“. Hún hafi ekki getað átt sér stað nema eigandi Brooks, það er Al Thani, og starfsmenn bæði Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg hafi vanrækt skyldur sínar. „Ráðstöfun fjármunanna með þessum hætti var ekki möguleg nema reglur og lög væru þverbrotin og margir einstaklingar ættu þar hlut að máli, og það einstaklingar sem áttu að starfa með hagsmuni Kaupþings að leiðarljósi. Það verður því að teljast með hreinum ólíkindum að ákæra í þessu máli lúti að lánveitingunni en ekki ráðstöfuninni 8. október 2008,“ segir í greinargerðinni. Þá er bætt við að fyrir liggi að Hreiðar hafi ekki átt neina aðkomu að málinu „og augljóst að hann hefði aldrei veitt samþykki fyrir henni“. Hann hafi ekki frétt af henni fyrr en eftir hrun bankans. Slitastjórn vill milljarðana afturEftir þessa fléttu sat Brooks Trading eftir svo til eignalaust en skuldaði Kaupþingi 50 milljónir dollara. Það var að vonum tekið til gjaldþrotaskipta, en skiptastjóri þess á Bresku Jómfrúaeyjum hefur hins vegar lýst því yfir að uppgjörið á sjálfskuldarábyrgðinni sé ólöglegt og riftanlegt. Af þessum sökum metur slitastjórn Kaupþings það sem svo að líklega muni þurfa að endurgreiða Brooks Trading féð, 50 milljónir dollara, og þar af leiðandi sé sjálfskuldarábyrgð sjeiksins enn ógreidd. Slitastjórnin hefur því höfðað mál á hendur Al Thani til greiðslu 12,6 milljarða vegna ábyrgðarinnar. Það mál var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. júní. Tengdar fréttir Hjóla í aðalvitni saksóknara Í greinargerð Hreiðars Más eru tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings nafngreindir sem lykilmennirnir í Brooks-fléttunni. Þetta eru þeir Eggert Hilmarsson, sem var lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg, og Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri á lánasviði Kaupþings. Þar segir að þeim hafi verið ljóst vegna starfa sinna, eða mátt vera ljóst, að ráðstöfunin bryti gegn hagsmunum Brooks og ekki síður Kaupþings. 9. október 2012 00:01 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson furðar sig á að sérstakur saksóknari hafi ekki ákært tiltekna undirmenn hans fyrir löglaust uppgjör á þrettán milljarða sjálfsábyrgð sjeiks Al Thani. Slitastjórn Kaupþings telur ábyrgðina ógreidda og hefur stefnt sjeiknum til að greiða hana. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, telur undirmenn sína hafa framið refsivert lögbrot 8. október 2008, sama dag og Kaupþing féll. Þá var sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani leyft að gera upp 12,8 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð vegna kaupa sinna í bankanum með því að skipta 50 milljón dollurum í krónur á langtum hærra gengi en öðrum bauðst. Dollarana hafði hann fengið að láni frá Kaupþingi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð Hreiðars sem lögð hefur verið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ákæru í Al Thani-málinu svokallaða. Í greinargerðinni ber lögmaður Hreiðars sakir af honum en lýsir jafnframt furðu á því að ekki hafi verið ákært fyrir þetta uppgjör, sem Hreiðar hafi hvergi komið nærri. Ákærðir fyrir svik og blekkingarSérstakur saksóknari ákærði Hreiðar í febrúar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til Al Thani og Ólafs Ólafssonar, eins stærsta eiganda Kaupþings á þeim tíma, samtals að andvirði tæpra þrjátíu milljarða. Af því notaði sjeikinn tæpa 26 milljarða til að kaupa rúm fimm prósent í bankanum eftir miðjan september 2008. Með Hreiðari eru ákærðir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson. Sérstakur saksóknari telur að lánin hafi verið veitt í þeim eina tilgangi að hífa upp verð hlutabréfa í bankanum; þau hafi verið bankanum í óhag og að ákærðu hafi blekkt markaðinn með því að gefa í skyn að fjármagn væri að koma inn í rekstur bankans frá Katar. Dugði upp á hár fyrir uppgjörinuSjeik Al Thani gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir um helmingi lánsfjárhæðarinnar, um 12,8 milljörðum, og 8. október 2008 var hún greidd að fullu. Að kvöldi sama dags féll bankinn. Ábyrgðin var hins vegar ekki greidd á neinn venjulegan hátt. Al Thani hafði einnig fengið fimmtíu milljónir dollara lánaðar frá Kaupþingi inn á félagið Brooks Trading á Bresku Jómfrúaeyjum. Líka er ákært fyrir umboðssvik vegna þeirrar lánveitingar. Þessir peningar voru notaðir til að greiða upp ábyrgðina. Dollurunum var skipt í krónur á sérstöku aflandsgengi sem ákveðið var af starfsmönnum Kaupþings. Það nam um 256 krónum á dollarann, og þannig vildi til að 50 milljónirnar í dollurum dugðu upp á hár til að greiða sjálfskuldarábyrgðina. „Að öllum líkindum refsiverð“Þótt stærstum hluta af 44 blaðsíðna greinargerð Hreiðars Más vegna ákærunnar sé varið í að rökstyðja hvers vegna hann hafi ekki gerst brotlegur við lög er líka farið nokkuð ítarlega yfir Brooks-fléttuna. Og þar bregður svo við að Hreiðar Már telur auðsýnt að lög hafi verið þverbrotin. Í greinargerðinni er talað um „fordæmalausa atburðarás“ sem „bryti gróflega gegn hagsmunum Brooks og Kaupþings“ og fullyrt að ráðstöfunin hafi verið „ólögmæt og að öllum líkindum refsiverð“. Hún hafi ekki getað átt sér stað nema eigandi Brooks, það er Al Thani, og starfsmenn bæði Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg hafi vanrækt skyldur sínar. „Ráðstöfun fjármunanna með þessum hætti var ekki möguleg nema reglur og lög væru þverbrotin og margir einstaklingar ættu þar hlut að máli, og það einstaklingar sem áttu að starfa með hagsmuni Kaupþings að leiðarljósi. Það verður því að teljast með hreinum ólíkindum að ákæra í þessu máli lúti að lánveitingunni en ekki ráðstöfuninni 8. október 2008,“ segir í greinargerðinni. Þá er bætt við að fyrir liggi að Hreiðar hafi ekki átt neina aðkomu að málinu „og augljóst að hann hefði aldrei veitt samþykki fyrir henni“. Hann hafi ekki frétt af henni fyrr en eftir hrun bankans. Slitastjórn vill milljarðana afturEftir þessa fléttu sat Brooks Trading eftir svo til eignalaust en skuldaði Kaupþingi 50 milljónir dollara. Það var að vonum tekið til gjaldþrotaskipta, en skiptastjóri þess á Bresku Jómfrúaeyjum hefur hins vegar lýst því yfir að uppgjörið á sjálfskuldarábyrgðinni sé ólöglegt og riftanlegt. Af þessum sökum metur slitastjórn Kaupþings það sem svo að líklega muni þurfa að endurgreiða Brooks Trading féð, 50 milljónir dollara, og þar af leiðandi sé sjálfskuldarábyrgð sjeiksins enn ógreidd. Slitastjórnin hefur því höfðað mál á hendur Al Thani til greiðslu 12,6 milljarða vegna ábyrgðarinnar. Það mál var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. júní.
Tengdar fréttir Hjóla í aðalvitni saksóknara Í greinargerð Hreiðars Más eru tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings nafngreindir sem lykilmennirnir í Brooks-fléttunni. Þetta eru þeir Eggert Hilmarsson, sem var lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg, og Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri á lánasviði Kaupþings. Þar segir að þeim hafi verið ljóst vegna starfa sinna, eða mátt vera ljóst, að ráðstöfunin bryti gegn hagsmunum Brooks og ekki síður Kaupþings. 9. október 2012 00:01 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Hjóla í aðalvitni saksóknara Í greinargerð Hreiðars Más eru tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings nafngreindir sem lykilmennirnir í Brooks-fléttunni. Þetta eru þeir Eggert Hilmarsson, sem var lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg, og Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri á lánasviði Kaupþings. Þar segir að þeim hafi verið ljóst vegna starfa sinna, eða mátt vera ljóst, að ráðstöfunin bryti gegn hagsmunum Brooks og ekki síður Kaupþings. 9. október 2012 00:01