Viðskipti innlent

Viðskiptajöfnuður óhagstæður um 58 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 58 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 45,8 milljarða króna óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 14,6 milljarðar króna og 15,9 milljarðar á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 88,5 milljarðar króna. 

Seðlabankinn segir að halla á þáttatekjum megi eins og áður rekja til innlánsstofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 44,4 milljörðum króna og tekjur 7,5 milljarðar króna. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var óhagstæður um 51,5 milljarða króna og viðskiptajöfnuður 21,1 milljarðar króna.  

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.358 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 14.263 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 9.945 milljarðar króna og lækka nettóskuldir um 32 milljarða króna á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.470 milljörðum króna og skuldir 3.315 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×