Viðskipti innlent

Afgangur af rekstri Strætó

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rekstur Strætó var með besta móti á fyrri helmingi ársins. Mynd/ HAG.
Rekstur Strætó var með besta móti á fyrri helmingi ársins. Mynd/ HAG.
Um 8,4 milljóna króna afgangur var af rekstri Strætó á fyrri helmingi þessa ár. Þetta er nokkuð betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Til samanburðar var um 79 milljóna króna afgangur á fyrri helmingi síðasta árs. Eigið fé félagsins hefur aukist um 83 milljónir frá síðustu áramótum, en þá var það í fyrsta sinn jákvætt frá árinu 2004.

Rekstrartekjur Strætó á fyrstu sex mánuðum ársins 2011 námu 1.593 milljónum króna en 1.659 milljónum á sama tímabili árið áður. Mismunur tekna skýrist að mestu af 150 milljóna króna lægri rekstrarframlögum eignaraðila til rekstrarins, en þessar 150 milljónir voru þess í stað lagðar í fjárfestingarsjóð sem stofnframlagsaukning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×