Viðskipti innlent

MP kaupir fyrirtækjaráðgjöf Sögu fjárfestingabanka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
MP banki mun kaupa fyrirtækjaráðgjöf Sögu Fjárfestingarbanka, samkvæmt samkomulagi sem hefur verið gert milli fyrirtækjanna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MP banka.

Markmið MP banka með samningnum er að styrkja stöðu sína á fyrirtækjamarkaði með aukinni áherslu á fyrirtækjaráðgjöf og tengda starfsemi. Saga Fjárfestingarbanki mun hins vegar draga saman seglin á þessu sviði og einbeita sér að markaðsviðskiptum og verðbréfamiðlun.

Samhliða kaupunum munu sex starfsmenn Saga Fjárfestingarbanka ganga til liðs við MP banka. Þá mun MP banki yfirtaka réttindi og skyldur Saga samkvæmt samningum við viðskiptavini sína á sviði fyrirtækjaráðgjafar og inna af hendi þá samningsbundnu þjónustu sem fyrirtækjaráðgjöf Saga hefur skuldbundið sig til að veita viðskiptavinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×