Viðskipti innlent

Vilja að ráðherra kanni hvort jafnræðis hafi verið gætt

Andrea Jónsdóttir.
Andrea Jónsdóttir.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa óskað eftir því að efnahags- og viðskiptaráðuneytið kanni hvort jafnræðis hafi verið gætt í framkvæmd hundrað og tíu prósent lánaleiðréttingar heimila.

Þetta kemur fram í erindi sem hagsmunasamtök heimilann hafa sent efnahags og viðskiptaráðherra, fjármálaeftirlitinu, forsætisráðherra og fjármálaráðherra fyrir helgi. Andrea Jóhanna Ólafsdóttir er formaður samtakanna:

„Við erum að fara fram á það við efnhags og viðskiptaráðherra að það verði könnuð 110 prósent lánaleiðréttingin, þá erum við að tala um að láta kanna það hvort að jafnræðis hafi verið gætt og hvort að aðferðafræði hjá fjármálastofnunum hafi verið samræmd.“

Hún segir samtökin hafa fengið margar fyrirspurnir frá félagsmönnum bendi til þess að fólki hafi verið mismunaði, sumum hverjum gróflega eftir því hjá hvaða lánveitenda niðurfæranleg veðlán voru tekin.

„Það kann að vera að einhverjar skýringar séu að þá svarar ráðherra því væntanlega, til dæmis að bílar eða annað lausafé komi til frádráttar, svo virðist að það sé ekki notað sama mat á fasteignunum. Þá er ekki samræmt hvort það er fasteignamat hjá fasteignamati ríkisins eða hjá fasteignasala sem lánastofnun sendir á staðinn. Við höfum einnig grun um að ástæða þess að fleiri hafi ekki farið inn í þess leið hjá Íbúðalánasjóði sé að þar hafi verið notað of hátt mat,“ segir Andrea ennfremur.

Því sé þörf á að hlutlæg stjórnvaldsathugun fari fram á framkvæmd einstakra lánveitenda leiki grunur á því að lánveitendur hafi með markvissum og skipulegum hætti hagnast á framkvæmd hennar á kostnað lántakenda. Erindið var sent til ráðherra fyrir helgi og vonast Andrea því eftir svörum á næstu dögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×