Viðskipti innlent

Landsvirkjun selur skuldabréf fyrir átta milljarða

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun undirritaði í gær samning um sölu á skuldabréfum til tíu ára. Fjárhæðin sem um ræðir er 70 milljónir bandaríkjadala eða um átta milljarðar íslenskra króna. Skuldabréfin bera fasta 4,9% vexti sem greiðast tvisvar á ári en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að umsjónaraðili samningsins sé Íslandsbanki og er skuldabréfið sagt mikilvægur áfangi í fjármögnun fyrirtækisins. Það verður meðal annars nýtt við fjármögnun framkvæmda á Norðausturlandi sem stefnt er að ráðast í á næsta ári.

„Landsvirkjun leggur nú mikla áherslu á að tryggja fjármögnun þeirra verkefna sem fyrirtækið hyggst ráðast í á næstu árum í ljósi óvissuástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum,“ segir einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×