Viðskipti innlent

Eimskip skilaði milljarðahagnaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips.
Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips.
Um 1,2 milljarða króna hagnaður var á rekstri Eimskips eftir skatta á fyrri helmingi ársins, samkvæmt árshlutareikningi. Afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var jákvæð um 3,8 milljarða króna. Heildareignir félagsins í lok júní voru 47,8 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfall 58,7%.  Vaxtaberandi skuldir voru 10,9 milljarðar króna, eftir því sem fram kemur í árshlutauppgjörinu.

Rekstrarafkoma (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi var jákvæð um 1,7 milljarð króna (EUR 10,7 m) og afkoma eftir skatta var jákvæð um 300 milljónir króna (EUR 1,7 m).  Flutningamagn í flutningakerfum félagsins jókst um rúm 2% milli ára.

„Eimskipafélagið stendur á mjög traustum grunni og hefur rekstur utan Íslands gengið vel og er um helmingur af veltu félagsins að koma frá erlendri starfsemi. Reksturinn á Íslandi hefur gengið ágætlega þrátt fyrir kostnaðarhækkanir og almennt takmarkaðar ný framkvæmdir og fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri fyrirtækisins, í fréttatilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×