Viðskipti innlent

Boot Camp flyst til Köben

Arnaldur Birgir Konráðsson er skapari Boot Camp. fréttablaðið/anton
Arnaldur Birgir Konráðsson er skapari Boot Camp. fréttablaðið/anton
Útibú íslensku æfingastöðvarinnar Boot Camp verður opnað í Kaupmannahöfn 12. september næstkomandi, en þá fá Danir að upplifa alíslenskt æfingakerfi sem byggir á krefjandi líkamsæfingum í góðum félagsskap.

„Nú þegar er mikið um skráningar úti og allt lofar þetta góðu. Við ætlum okkur seinna í stærri hluti en stígum varlega til jarðar,“ segir Arnaldur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri Boot Camp í Reykjavík.

Stöðin ytra fær nafnið Budz Boot Camp, með vísun í enska orðið Buddies, eða félagar. „Í Boot Camp eru talsverðar líkur á að finna ástina og Boot Camp-brúðkaup eru orðin mörg.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×