Viðskipti innlent

Tæplega þrír milljarðar horfnir úr fjárfestingasjóði Líbíu

Gaddafi áður en hann hrökklaðist frá völdum.
Gaddafi áður en hann hrökklaðist frá völdum.
Um 2,9 milljarða dollara vantar í opinberan fjárfestingarsjóð líbíska ríkisins, eða jafnvirði um 330 milljarða króna.

Mahmoud Badi, sem sér um að yfirfara erlendar fjárfestingar sjóðsins, segir að svo virðist sem fjárfestingarsjóðurinn hafi verið misnotaður. Sjóðurinn á um sjötíu milljarða dollara í eignum, en hann var settur á laggirnar árið 2006 af Saif al-Islam, einum af sonum Gaddafís.

Sjóðurinn á hluti í ítalska bankanum UniCredit, ítalska knattspyrnuliðinu Juventus og Pearson, útgáfufélagi Financial Times, svo fátt eitt sé nefnt.

Badi var settur í embættið af umbreytingarstjórninni í Líbíu og BBC hefur eftir honum að öllum meðulum verði beitt til að endurheimta peningana. Því hefur verið haldið fram að tíu ár muni taka að byggja upp innviði Líbíu eftir átökin í aðdraganda þess að Gaddafí hrökklaðist frá völdum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×