Fleiri fréttir Samherji kaupir tvö erlend útgerðarfélög Útgerðarfélagið Samherji hefur fest kaup á tveimur erlendum útgerðargélögum. Samherji á nú Pesquera Ancora á Spáni og helmingshlut í Compagnie des Peches Saint Malo í Frakklandi í gegnum dótturfélag sitt UK Fisheries. 13.1.2011 12:29 Rúmlega 80% sætanýting hjá Iceland Express Iceland Express ætlar að auka sætaframboð félagsins um rúm 20 prósent á þessu ári miðað við í fyrra enda fjölgaði farþegum félagsins á flesta áfangastaði, sem Iceland Express flýgur til. Til dæmis voru farþegar Iceland Express tæplega áttatíu þúsund í júlí síðastliðnum, sem er 35 prósenta fjölgun frá sama tíma árið áður. Þá jókst markaðshlutdeild Iceland Express á flugleiðinni milli Keflavíkur og London um 38,24 % í júlí. Hlutur félagsins á þessari flugleið hefur aldrei verið stærri í átta ára sögu þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express. 13.1.2011 12:09 Væntingar um verðbólgu ekki minni síðan 2007 Í desember síðastliðnum vænti almenningur þess að verðbólgan verði 4% eftir 12 mánuði samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerir fyrir Seðlabanka Íslands og niðurstöður voru birtar um í hagvísum bankans fyrir sama mánuð. Samkvæmt þessari könnun hafa væntingar almennings um verðbólgu ekki verið minni síðan í ágúst árið 2007. 13.1.2011 12:07 Spáir 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í febrúar Greining Íslandsbanka reiknar með því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum sem er 2. febrúar næstkomandi. 13.1.2011 11:56 Procar kaupir 100 bíla frá B&L og Ingvari Helgasyni Bílaleigan Procar, sem leigir að jafnaði um 200 bíla, hefur fest kaup á eitt hundrað bílum frá bílaumboðinu B&L og Ingvari Helgasyni. Var samningur þess efnis undirritaður í gær, miðvikudag. 13.1.2011 11:10 IKEA safnaði 2,4 milljónum handa Barnaheill og UNICEF Fyrsta nóvember á nýliðnu ári hóf IKEA um allan heim söfnunarátakið Mjúkdýraleiðangurinn. Á Íslandi söfnuðust tæplega 2,4 milljónir kr. og munu þær renna til Barnaheilla og UNICEF. 13.1.2011 10:17 Skotar vilja víðtækara viðskiptabann gegn Íslandi ESB mun í dag taka ákvörðun um löndunarbann á íslensk makrílveiðiskip. Skotar telja að slíkt gangi of skammt og vilja víðtækara viðskiptabann gegn Íslandi. 13.1.2011 10:10 MP Banka skipt í tvennt, Margeir á leið úr bankanum MP Banka verður skipt í tvennt og núverandi hluthafar bankans fara að mestu út úr eigendahópi hans. 13.1.2011 09:32 Heildaraflinn dróst saman um 8% á liðnu ári Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði, metinn á föstu verði, var 8,2% minni en í desember 2009. Árið 2010 dróst aflinn saman um 8,0% miðað við árið 2009, sé hann metinn á föstu verði. 13.1.2011 09:01 Velta debetkorta jókst um 1,4% milli ára í desember Heildarvelta debetkorta í desember síðastliðnum var 40,2 milljarðar kr. og er þetta 1,4% aukning miðað við desember árið áður en 31,1% aukning miðað við nóvember síðastliðnum. 13.1.2011 07:57 Gjaldeyrisforðinn jókst um 124 milljarða í desember Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 667 milljarða kr. í lok desember og hækkaði um 124,5 milljarða kr. milli mánaða. 13.1.2011 07:53 GAMMA: Kostnaður við Icesave 26 til 233 milljarðar Fjármálafyrirtækið GAMMA hefur sent til Alþingis umsögn um nýja Icesave samninginn þar sem mat er lagt á kostnaðinn af honum miðað við ólíkar forsendur. Samkvæmt GAMMA getur kostnaðurinn orðið minnst 26 milljarðar kr. en mest 233 milljarðar kr. 13.1.2011 07:48 Kanna hvort yfirtökuskylda hafi myndast í Icelandair Verið er að kanna hvort lífeyrissjóðirnir séu nú komnir með skyldu til að kaupa allt hlutafé í Icelandair og eignast þannig flugfélagið að fullu 13.1.2011 07:25 Sveitarfélög verðlögðu lóðir of hátt Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í góðærinu af fullum krafti í aðdraganda efnahagshrunsins. Lóðaverðið miðaðist við fjölda íbúða sem átti að vera í fasteignum á lóðinni og eru dæmi um að fjölbýlishúsalóð hafi verið seld með þessum hætti í nýju hverfi á um 400 milljónir króna. 13.1.2011 07:00 Kröfur í makríldeilu frá annarri plánetu Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir kröfur Íslendinga í deilum um makrílveiðar vera „frá annarri plánetu“. Berg-Hansen lét þessi ummæli falla í norskum fjölmiðlum í tilefni af gagnrýni þarlendra samtaka Evrópuandstæðinga, Nei til EU. Samtökin segja hana ekki hafa gagnrýnt fiskveiðistefnu Evrópusambandsins (ESB) nægjanlega, en hafi hins vegar sýnt Íslendingum og Færeyingum of mikla hörku. 13.1.2011 05:45 Varasjóðurinn stærri en heildartekjur Skuldir sveitarfélagsins Voga námu 373 prósentum af tekjum sveitarfélagsins í árslok 2009. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga segir mikilvægt að Vogar vinni markvisst að því að lækka skuldirnar á næstu árum. 13.1.2011 05:30 Forstjórinn bjartsýnn Stofnendur bílaumboðsins Öskju hafa í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar keypt 35 prósenta hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Kaupverð er trúnaðarmál. Auk Landsbankans var samið við Íslandsbanka, Lýsingu og SP Fjármögnun. 13.1.2011 05:30 Þarf að afskrifa 800 milljónir króna Nýi SpKef hefur ákveðið að bjóða upp á breytingar á skilmálum lána sem voru tekin til kaupa á stofnfjárbréfum Sparisjóðsins í Keflavík í desember árið 2007. 13.1.2011 04:30 Meiri fiskur fer á fiskmarkaði Hlutfall þorsks, ýsu, steinbíts og ufsa sem selt er á fiskmörkuðum hefur vaxið á síðustu þremur fiskveiðiárum. Frá þessu er greint á vef Landsambands íslenskra smábátaeigenda. 13.1.2011 04:00 Sterk rök fyrir því að ljúka Icesave málinu Seðlabankinn telur sterk rök vera fyrir því að ljúka Icesave-deilunni með samningum við bresk og hollensk stjórnvöld. Bankinn segir nýja Icesave-samninginn töluvert hagstæðari en fyrri samningsdrög. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Seðlabankans um Icesave til fjárlaganefndar Alþingis. 12.1.2011 18:11 Tæplega 14 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í dag í 13,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,5% í 4,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 8 ma. viðskiptum. 12.1.2011 16:13 Spkef býður breytingar á lánum til stofnfjárkaupa Ákveðið hefur verið að bjóða upp á breytingar á skilmálum lána þeirra einstaklinga sem keyptu stofnfjárbréf í sparisjóðum með láni frá Spkef sparisjóði. 12.1.2011 14:58 SA krefjast prósentustigs lækkunnar á tryggingagjaldi Samtök atvinnulífsins (SA) krefjast þess að atvinnutryggingagjald verði lækkað um eitt prósentustig. Gjaldið sé of hátt miðað við áætlað atvinnuleysi í ár og því beri fjármálaráðherra að flytja frumvarp á Alþingi um lækkun þess. Það hafi hann ekki gert. 12.1.2011 14:48 Mikil sala raftækja fyrir jólin Sala á raftækjum í desember jókst um 18,5% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og um 6,1% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á raftækjum lækkaði um 10,5% frá desember 2009. 12.1.2011 13:55 Áhættuálagið hækkar mest á Ísland af Evrópuþjóðum Skuldatryggingaálagið á Ísland hefur hækkað mest meðal Evrópuþjóða að undanförnu hvort sem miðað er við í punktum talið eða hlutfallslega. 12.1.2011 11:52 Gríðarleg sókn í leiguhúsnæði Samtals voru gerðir 10.407 samningar um leiguhúsnæði á nýliðnu ári 2010 samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þetta eru litlu færri samningar en árið 2009 þegar samningarnir voru samtals 10.522 sem sýnir að enn er mikil sókn í leiguhúsnæði. 12.1.2011 11:43 Skuldatryggingaálagið rýkur upp að nýju Skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur rokið upp að nýju og mælist nú 308 punktar. Þetta er veruleg hækkun á skömmum tíma því í síðustu viku fór álagið niður í 259 punkta. 12.1.2011 10:08 Nýir lögmenn til liðs við Juris Juris lögmannsstofa, lögmannsstofan Jónsson & Harðarson ehf. og Páll Ásgrímsson hdl. hafa ákveðið að sameina krafta sína undir merkjum Juris. Eftir þetta verða eigendur Juris þeir Andri Árnason, Halldór Jónsson, Lárus L. Blöndal, Páll Ásgrímsson, Sigurbjörn Magnússon, Stefán A. Svensson og Vífill Harðarson. Juris mun á næstu vikum flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði að Borgartúni 26 í Reykjavík. 12.1.2011 09:25 AGS: Lausn Icesave veitir aðgang að mörkuðum Murilo Portugal aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fagnar nýju samkomulagi Íslendinga við Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Hann segir að skjót lausn á þessari deilu sé mikilvægur áfangi í endurkomu Íslands á alþjóðlega fjármálamarkaði. 12.1.2011 09:16 Íhuga fyrsta alþjóðlega skuldabréfaútboðið eftir hrun Íslensk stjórnvöld íhuga nú fyrsta útboð eftir hrunið á skuldabréfum á alþjóðlegum mörkuðum. Bæði Reuters og Bloomberg fjalla um málið í dag. 12.1.2011 08:11 Lífeyrissjóðir eiga rúmlega 40% hlut í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga nú rúmlegs 40% í Icelandair eftir hlutafjárútboð félagsins fyrir áramótin. 12.1.2011 07:49 Fá hundrað milljónir í arð Vogunarsjóðurinn Boreas Capital hagnaðist um rúmar 26 milljónir króna árið 2009. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en árið 2008 nam hagnaðurinn 102,3 milljónum. Eigendur fengu nær allan hagnaðinn í arð í fyrra, 96 milljónir króna. 12.1.2011 07:00 Sterk rök fyrir því að semja um Icesave Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. 12.1.2011 06:00 Íbúðalánasjóður átti 1.070 íbúðir um áramótin Íbúðalánasjóður keypti 723 íbúðir á nýliðnu ári og átti 1.070 íbúðir um áramótin. Þetta er þrjátíu íbúðum minna en áætlanir sjóðsins gerðu ráð fyrir. Þetta er rétt rúmlega þrefalt fleiri íbúðir en sjóðurinn átti í lok árs 2009 en þá átti hann 347 íbúðir. 12.1.2011 06:00 Járnblendið óbeint til stjórnvalda í Kína Kínverska fyrirtækið China National Bluestar hefur keypt norska fyrirtækið Elkem AS, móðurfélag Elkem Ísland ehf., sem rekur Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. 12.1.2011 03:00 Leigusamningum fækkaði verulega milli mánaða Heildarfjöldi leigusamninga á landinu var 594 í desember 2010 og fækkar þeim um 21,3% frá nóvember 2010 en fjölgar um 1% frá desember 2009. 11.1.2011 20:00 Stjórn OR rifti samningi við Álftanes Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að rifta samningi fyrirtækisins og Sveitarfélagsins Álftaness frá árinu 2007 um kaup, uppbyggingu og rekstur fráveitu Álftaness. Orkuveitan segir að ástæðan sé verulegar vanefndir sveitarfélagsins á greiðslum til OR samkvæmt samningnum. Krafa OR á hendur sveitarfélaginu nemur tæpum 90 milljónum króna. 11.1.2011 16:59 Tæplega 14 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 13,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 4,9 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 8,7 ma. viðskiptum. 11.1.2011 16:27 Nýr regluvörður hjá SpKef Sparisjóði Þann 6. Janúar síðastliðinn urðu starfsmannabreytingar hjá SpKef sparisjóði þegar Arna Björg Rúnarsdóttir hóf störf sem regluvörður sjóðsins. Á sama tíma lét Árnína Steinunn Kristjánsdóttir af störfum sem regluvörður hjá SpKef og mun hún snúa sér að lögfræðistörfum í Sviss. 11.1.2011 15:28 Gengi krónunnar lækkar töluvert Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert í dag eða um 0,8%. Gengisvísitalan stendur í 210,5 stigum þegar þetta er skrifað og hefur ekki verið hærri síðan um mitt sumar í fyrra. 11.1.2011 15:10 Loðnuvinnsla hafin á Vopnafirði, bræla á miðunum Loðnuvinnsla er hafin að nýju á Vopnafirði eftir að Lundey NS kom þangað með um 680 tonn af loðnu á miðnætti í nótt. Magnús Róbertsson vinnslustjóri hjá HB Granda segir að loðnan nú sé heldur smærri en sú sem barst til vinnslu fyrir áramótin en það muni ekki miklu. Góður hluti aflans henti til frystingar en það sem flokkist frá fari til bræðslu. 11.1.2011 14:33 Skyggnir fær staðfesta alþjóðlega öryggisvottun British Standards Institution (BSI) hefur staðfest vottun Skyggnis um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi til næstu þriggja ára samkvæmt alþjóðlegum staðli. Skyggnir hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004. 11.1.2011 14:26 PIMCO gleymdi að lýsa kröfum í Glitni Aðalmeðferð fer fram í máli PIMCO gegn Glitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. PIMCO hefur lýst kröfu upp á tæplega 250 milljónir króna í þrotabú Glitnis. Fyrirtækið stýrir stærsta skuldabréfasjóði heims en forstjóri fyrirtækisins, Mohamed El-Erian, er gríðarlega virtur á sínu sviði. 11.1.2011 13:17 Segir skilanefnd Glitnis ofsækja Hannes „Þessi lögsókn er ekki byggð á neinu samsæri og upphaf ræðu Gísla [Guðna Hall hrl.] er óskiljanlegt," svaraði lögmaður Glitnis, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, eftir að verjandi Hannesar Smárasonar, og félaga honum tengdum, hafði sakað skilanefnd Glitnis um óeðlilega aðför að skjólstæðingi sínu og allt að því ofsóknarkennda. Hóf hann ræðu sína á því að rifja upp málsókn skilanefndar Glitnis gegn Hannesi, Jóni Ásgeiri Jóhannessyn og fleirum í New York, þar sem málinu var vísað frá. 11.1.2011 13:00 Eldsneytisverð: Allir búnir að hækka Olíufélögin Skeljungur og N-Einn hækkuðu bensínlítrann um þrjár krónur og 50 aura í gær. Olís, Atlantsolía og dótturfélög Skeljungs og Olís fylgdu í kjölfarið í morgun. 11.1.2011 11:55 Sjá næstu 50 fréttir
Samherji kaupir tvö erlend útgerðarfélög Útgerðarfélagið Samherji hefur fest kaup á tveimur erlendum útgerðargélögum. Samherji á nú Pesquera Ancora á Spáni og helmingshlut í Compagnie des Peches Saint Malo í Frakklandi í gegnum dótturfélag sitt UK Fisheries. 13.1.2011 12:29
Rúmlega 80% sætanýting hjá Iceland Express Iceland Express ætlar að auka sætaframboð félagsins um rúm 20 prósent á þessu ári miðað við í fyrra enda fjölgaði farþegum félagsins á flesta áfangastaði, sem Iceland Express flýgur til. Til dæmis voru farþegar Iceland Express tæplega áttatíu þúsund í júlí síðastliðnum, sem er 35 prósenta fjölgun frá sama tíma árið áður. Þá jókst markaðshlutdeild Iceland Express á flugleiðinni milli Keflavíkur og London um 38,24 % í júlí. Hlutur félagsins á þessari flugleið hefur aldrei verið stærri í átta ára sögu þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express. 13.1.2011 12:09
Væntingar um verðbólgu ekki minni síðan 2007 Í desember síðastliðnum vænti almenningur þess að verðbólgan verði 4% eftir 12 mánuði samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerir fyrir Seðlabanka Íslands og niðurstöður voru birtar um í hagvísum bankans fyrir sama mánuð. Samkvæmt þessari könnun hafa væntingar almennings um verðbólgu ekki verið minni síðan í ágúst árið 2007. 13.1.2011 12:07
Spáir 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í febrúar Greining Íslandsbanka reiknar með því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum sem er 2. febrúar næstkomandi. 13.1.2011 11:56
Procar kaupir 100 bíla frá B&L og Ingvari Helgasyni Bílaleigan Procar, sem leigir að jafnaði um 200 bíla, hefur fest kaup á eitt hundrað bílum frá bílaumboðinu B&L og Ingvari Helgasyni. Var samningur þess efnis undirritaður í gær, miðvikudag. 13.1.2011 11:10
IKEA safnaði 2,4 milljónum handa Barnaheill og UNICEF Fyrsta nóvember á nýliðnu ári hóf IKEA um allan heim söfnunarátakið Mjúkdýraleiðangurinn. Á Íslandi söfnuðust tæplega 2,4 milljónir kr. og munu þær renna til Barnaheilla og UNICEF. 13.1.2011 10:17
Skotar vilja víðtækara viðskiptabann gegn Íslandi ESB mun í dag taka ákvörðun um löndunarbann á íslensk makrílveiðiskip. Skotar telja að slíkt gangi of skammt og vilja víðtækara viðskiptabann gegn Íslandi. 13.1.2011 10:10
MP Banka skipt í tvennt, Margeir á leið úr bankanum MP Banka verður skipt í tvennt og núverandi hluthafar bankans fara að mestu út úr eigendahópi hans. 13.1.2011 09:32
Heildaraflinn dróst saman um 8% á liðnu ári Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði, metinn á föstu verði, var 8,2% minni en í desember 2009. Árið 2010 dróst aflinn saman um 8,0% miðað við árið 2009, sé hann metinn á föstu verði. 13.1.2011 09:01
Velta debetkorta jókst um 1,4% milli ára í desember Heildarvelta debetkorta í desember síðastliðnum var 40,2 milljarðar kr. og er þetta 1,4% aukning miðað við desember árið áður en 31,1% aukning miðað við nóvember síðastliðnum. 13.1.2011 07:57
Gjaldeyrisforðinn jókst um 124 milljarða í desember Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 667 milljarða kr. í lok desember og hækkaði um 124,5 milljarða kr. milli mánaða. 13.1.2011 07:53
GAMMA: Kostnaður við Icesave 26 til 233 milljarðar Fjármálafyrirtækið GAMMA hefur sent til Alþingis umsögn um nýja Icesave samninginn þar sem mat er lagt á kostnaðinn af honum miðað við ólíkar forsendur. Samkvæmt GAMMA getur kostnaðurinn orðið minnst 26 milljarðar kr. en mest 233 milljarðar kr. 13.1.2011 07:48
Kanna hvort yfirtökuskylda hafi myndast í Icelandair Verið er að kanna hvort lífeyrissjóðirnir séu nú komnir með skyldu til að kaupa allt hlutafé í Icelandair og eignast þannig flugfélagið að fullu 13.1.2011 07:25
Sveitarfélög verðlögðu lóðir of hátt Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í góðærinu af fullum krafti í aðdraganda efnahagshrunsins. Lóðaverðið miðaðist við fjölda íbúða sem átti að vera í fasteignum á lóðinni og eru dæmi um að fjölbýlishúsalóð hafi verið seld með þessum hætti í nýju hverfi á um 400 milljónir króna. 13.1.2011 07:00
Kröfur í makríldeilu frá annarri plánetu Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir kröfur Íslendinga í deilum um makrílveiðar vera „frá annarri plánetu“. Berg-Hansen lét þessi ummæli falla í norskum fjölmiðlum í tilefni af gagnrýni þarlendra samtaka Evrópuandstæðinga, Nei til EU. Samtökin segja hana ekki hafa gagnrýnt fiskveiðistefnu Evrópusambandsins (ESB) nægjanlega, en hafi hins vegar sýnt Íslendingum og Færeyingum of mikla hörku. 13.1.2011 05:45
Varasjóðurinn stærri en heildartekjur Skuldir sveitarfélagsins Voga námu 373 prósentum af tekjum sveitarfélagsins í árslok 2009. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga segir mikilvægt að Vogar vinni markvisst að því að lækka skuldirnar á næstu árum. 13.1.2011 05:30
Forstjórinn bjartsýnn Stofnendur bílaumboðsins Öskju hafa í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar keypt 35 prósenta hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Kaupverð er trúnaðarmál. Auk Landsbankans var samið við Íslandsbanka, Lýsingu og SP Fjármögnun. 13.1.2011 05:30
Þarf að afskrifa 800 milljónir króna Nýi SpKef hefur ákveðið að bjóða upp á breytingar á skilmálum lána sem voru tekin til kaupa á stofnfjárbréfum Sparisjóðsins í Keflavík í desember árið 2007. 13.1.2011 04:30
Meiri fiskur fer á fiskmarkaði Hlutfall þorsks, ýsu, steinbíts og ufsa sem selt er á fiskmörkuðum hefur vaxið á síðustu þremur fiskveiðiárum. Frá þessu er greint á vef Landsambands íslenskra smábátaeigenda. 13.1.2011 04:00
Sterk rök fyrir því að ljúka Icesave málinu Seðlabankinn telur sterk rök vera fyrir því að ljúka Icesave-deilunni með samningum við bresk og hollensk stjórnvöld. Bankinn segir nýja Icesave-samninginn töluvert hagstæðari en fyrri samningsdrög. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Seðlabankans um Icesave til fjárlaganefndar Alþingis. 12.1.2011 18:11
Tæplega 14 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í dag í 13,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,5% í 4,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 8 ma. viðskiptum. 12.1.2011 16:13
Spkef býður breytingar á lánum til stofnfjárkaupa Ákveðið hefur verið að bjóða upp á breytingar á skilmálum lána þeirra einstaklinga sem keyptu stofnfjárbréf í sparisjóðum með láni frá Spkef sparisjóði. 12.1.2011 14:58
SA krefjast prósentustigs lækkunnar á tryggingagjaldi Samtök atvinnulífsins (SA) krefjast þess að atvinnutryggingagjald verði lækkað um eitt prósentustig. Gjaldið sé of hátt miðað við áætlað atvinnuleysi í ár og því beri fjármálaráðherra að flytja frumvarp á Alþingi um lækkun þess. Það hafi hann ekki gert. 12.1.2011 14:48
Mikil sala raftækja fyrir jólin Sala á raftækjum í desember jókst um 18,5% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og um 6,1% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á raftækjum lækkaði um 10,5% frá desember 2009. 12.1.2011 13:55
Áhættuálagið hækkar mest á Ísland af Evrópuþjóðum Skuldatryggingaálagið á Ísland hefur hækkað mest meðal Evrópuþjóða að undanförnu hvort sem miðað er við í punktum talið eða hlutfallslega. 12.1.2011 11:52
Gríðarleg sókn í leiguhúsnæði Samtals voru gerðir 10.407 samningar um leiguhúsnæði á nýliðnu ári 2010 samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þetta eru litlu færri samningar en árið 2009 þegar samningarnir voru samtals 10.522 sem sýnir að enn er mikil sókn í leiguhúsnæði. 12.1.2011 11:43
Skuldatryggingaálagið rýkur upp að nýju Skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur rokið upp að nýju og mælist nú 308 punktar. Þetta er veruleg hækkun á skömmum tíma því í síðustu viku fór álagið niður í 259 punkta. 12.1.2011 10:08
Nýir lögmenn til liðs við Juris Juris lögmannsstofa, lögmannsstofan Jónsson & Harðarson ehf. og Páll Ásgrímsson hdl. hafa ákveðið að sameina krafta sína undir merkjum Juris. Eftir þetta verða eigendur Juris þeir Andri Árnason, Halldór Jónsson, Lárus L. Blöndal, Páll Ásgrímsson, Sigurbjörn Magnússon, Stefán A. Svensson og Vífill Harðarson. Juris mun á næstu vikum flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði að Borgartúni 26 í Reykjavík. 12.1.2011 09:25
AGS: Lausn Icesave veitir aðgang að mörkuðum Murilo Portugal aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fagnar nýju samkomulagi Íslendinga við Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Hann segir að skjót lausn á þessari deilu sé mikilvægur áfangi í endurkomu Íslands á alþjóðlega fjármálamarkaði. 12.1.2011 09:16
Íhuga fyrsta alþjóðlega skuldabréfaútboðið eftir hrun Íslensk stjórnvöld íhuga nú fyrsta útboð eftir hrunið á skuldabréfum á alþjóðlegum mörkuðum. Bæði Reuters og Bloomberg fjalla um málið í dag. 12.1.2011 08:11
Lífeyrissjóðir eiga rúmlega 40% hlut í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga nú rúmlegs 40% í Icelandair eftir hlutafjárútboð félagsins fyrir áramótin. 12.1.2011 07:49
Fá hundrað milljónir í arð Vogunarsjóðurinn Boreas Capital hagnaðist um rúmar 26 milljónir króna árið 2009. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en árið 2008 nam hagnaðurinn 102,3 milljónum. Eigendur fengu nær allan hagnaðinn í arð í fyrra, 96 milljónir króna. 12.1.2011 07:00
Sterk rök fyrir því að semja um Icesave Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. 12.1.2011 06:00
Íbúðalánasjóður átti 1.070 íbúðir um áramótin Íbúðalánasjóður keypti 723 íbúðir á nýliðnu ári og átti 1.070 íbúðir um áramótin. Þetta er þrjátíu íbúðum minna en áætlanir sjóðsins gerðu ráð fyrir. Þetta er rétt rúmlega þrefalt fleiri íbúðir en sjóðurinn átti í lok árs 2009 en þá átti hann 347 íbúðir. 12.1.2011 06:00
Járnblendið óbeint til stjórnvalda í Kína Kínverska fyrirtækið China National Bluestar hefur keypt norska fyrirtækið Elkem AS, móðurfélag Elkem Ísland ehf., sem rekur Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. 12.1.2011 03:00
Leigusamningum fækkaði verulega milli mánaða Heildarfjöldi leigusamninga á landinu var 594 í desember 2010 og fækkar þeim um 21,3% frá nóvember 2010 en fjölgar um 1% frá desember 2009. 11.1.2011 20:00
Stjórn OR rifti samningi við Álftanes Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að rifta samningi fyrirtækisins og Sveitarfélagsins Álftaness frá árinu 2007 um kaup, uppbyggingu og rekstur fráveitu Álftaness. Orkuveitan segir að ástæðan sé verulegar vanefndir sveitarfélagsins á greiðslum til OR samkvæmt samningnum. Krafa OR á hendur sveitarfélaginu nemur tæpum 90 milljónum króna. 11.1.2011 16:59
Tæplega 14 milljarða viðskipti á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 13,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 4,9 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 8,7 ma. viðskiptum. 11.1.2011 16:27
Nýr regluvörður hjá SpKef Sparisjóði Þann 6. Janúar síðastliðinn urðu starfsmannabreytingar hjá SpKef sparisjóði þegar Arna Björg Rúnarsdóttir hóf störf sem regluvörður sjóðsins. Á sama tíma lét Árnína Steinunn Kristjánsdóttir af störfum sem regluvörður hjá SpKef og mun hún snúa sér að lögfræðistörfum í Sviss. 11.1.2011 15:28
Gengi krónunnar lækkar töluvert Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert í dag eða um 0,8%. Gengisvísitalan stendur í 210,5 stigum þegar þetta er skrifað og hefur ekki verið hærri síðan um mitt sumar í fyrra. 11.1.2011 15:10
Loðnuvinnsla hafin á Vopnafirði, bræla á miðunum Loðnuvinnsla er hafin að nýju á Vopnafirði eftir að Lundey NS kom þangað með um 680 tonn af loðnu á miðnætti í nótt. Magnús Róbertsson vinnslustjóri hjá HB Granda segir að loðnan nú sé heldur smærri en sú sem barst til vinnslu fyrir áramótin en það muni ekki miklu. Góður hluti aflans henti til frystingar en það sem flokkist frá fari til bræðslu. 11.1.2011 14:33
Skyggnir fær staðfesta alþjóðlega öryggisvottun British Standards Institution (BSI) hefur staðfest vottun Skyggnis um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi til næstu þriggja ára samkvæmt alþjóðlegum staðli. Skyggnir hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004. 11.1.2011 14:26
PIMCO gleymdi að lýsa kröfum í Glitni Aðalmeðferð fer fram í máli PIMCO gegn Glitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. PIMCO hefur lýst kröfu upp á tæplega 250 milljónir króna í þrotabú Glitnis. Fyrirtækið stýrir stærsta skuldabréfasjóði heims en forstjóri fyrirtækisins, Mohamed El-Erian, er gríðarlega virtur á sínu sviði. 11.1.2011 13:17
Segir skilanefnd Glitnis ofsækja Hannes „Þessi lögsókn er ekki byggð á neinu samsæri og upphaf ræðu Gísla [Guðna Hall hrl.] er óskiljanlegt," svaraði lögmaður Glitnis, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, eftir að verjandi Hannesar Smárasonar, og félaga honum tengdum, hafði sakað skilanefnd Glitnis um óeðlilega aðför að skjólstæðingi sínu og allt að því ofsóknarkennda. Hóf hann ræðu sína á því að rifja upp málsókn skilanefndar Glitnis gegn Hannesi, Jóni Ásgeiri Jóhannessyn og fleirum í New York, þar sem málinu var vísað frá. 11.1.2011 13:00
Eldsneytisverð: Allir búnir að hækka Olíufélögin Skeljungur og N-Einn hækkuðu bensínlítrann um þrjár krónur og 50 aura í gær. Olís, Atlantsolía og dótturfélög Skeljungs og Olís fylgdu í kjölfarið í morgun. 11.1.2011 11:55