Viðskipti innlent

IKEA safnaði 2,4 milljónum handa Barnaheill og UNICEF

Stefán Ingi Stefánsson UNICEF á Íslandi, Margrét Júlía Rafnsdóttir Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Atli Már Daðason IKEA, Auður Gunnarsdóttir IKEA
Stefán Ingi Stefánsson UNICEF á Íslandi, Margrét Júlía Rafnsdóttir Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Atli Már Daðason IKEA, Auður Gunnarsdóttir IKEA

Fyrsta nóvember á nýliðnu ári hóf IKEA um allan heim söfnunarátakið Mjúkdýraleiðangurinn. Á Íslandi söfnuðust tæplega 2,4 milljónir kr. og munu þær renna til Barnaheilla og UNICEF.

Í tilkynningu segir að leiðangurinn stóð til 23. desember og gaf IKEA eina evru fyrir hvert mjúkdýr sem seldist á tímabilinu. Söfnunarféð rann til UNICEF og Barnaheillar - Save the Children sem nota féð til að styðja við menntun bágstaddra barna í heiminum.

Átakið snýst um að bjóða viðskiptavinum að ganga til liðs við okkur svo við getum í sameiningu látið rétt barna til menntunar verða að veruleika.

„Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að í þessu sameiginlega átaki viðskiptavina IKEA á Íslandi söfnuðust 15.537 evrur eða 2.392.698 krónur. Þetta dýrmæta framlag nýtist til að fræða kennara um barnvænar kennsluaðferðir, byggja betri skóla og sjá börnum fyrir námsgögnum og kennslubókum. Þannig stuðlum við í sameiningu að því að börn heimsins njóti þeirra sjálfsögðu mannréttinda sem felast í góðri menntun," segir í tilkynningunni.

IKEA á Íslandi, UNICEF og Barnaheill - Save the Children færa öllum þeim sem tóku þátt í Mjúkdýraleiðangrinum bestu þakkir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×