Viðskipti innlent

Kröfur í makríldeilu frá annarri plánetu

Sjávarútvegsráðherra Noregs segir kröfur Íslendinga og Færeyinga vera af öðrum heimi.
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir kröfur Íslendinga og Færeyinga vera af öðrum heimi.

Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir kröfur Íslendinga í deilum um makrílveiðar vera „frá annarri plánetu“. Berg-Hansen lét þessi ummæli falla í norskum fjölmiðlum í tilefni af gagnrýni þarlendra samtaka Evrópuandstæðinga, Nei til EU. Samtökin segja hana ekki hafa gagnrýnt fiskveiðistefnu Evrópusambandsins (ESB) nægjanlega, en hafi hins vegar sýnt Íslendingum og Færeyingum of mikla hörku.

Berg-Hansen segir ljóst að Nei til EU hafi ekki nákvæmar upplýsingar um alþjóðlega fiskveiðisamninga og beri fyrir sig vafasöm vísindi.

Ekki hafi annað komið til greina en að taka samningaviðræður við Ísland og Færeyjar um makrílveiðar föstum tökum þar sem afleiðingar gætu verið skaðlegar ef gengið yrði að kröfum.

Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Evrópuandstæðinga, enda segist hún berjast fyrir hagsmunum sjómanna sem séu sjálfsagt í hópi stuðningsmanna samtakanna.

Samningaviðræður um veiðar úr makrílstofninum fóru út um þúfur síðasta haust.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×