Viðskipti innlent

AGS: Lausn Icesave veitir aðgang að mörkuðum

Murilo Portugal aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fagnar nýju samkomulagi Íslendinga við Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni. Hann segir að skjót lausn á þessari deilu sé mikilvægur áfangi í endurkomu Íslands á alþjóðlega fjármálamarkaði.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt hefur verið á vefsíðu AGS í framhaldi af því að fjórðu endurskoðun áætlunar AGS og Íslands er lokið.

Portugal segir að Ísland hafi náð umtalsverðum árangri með áætluninni og að hagvöxtur sé í vændum á þessu ári samhliða því að enn ætti að draga úr verðbólgunni.

"Fagna ber nýjustu aðgerðum í þágu heimilanna og þær aðgerðir þurfi tíma til að virka með því að stöðva væntingar um frekari aðgerðir," segir Portugal. "Nýlegt regluverk um endurskipulagningu á skuldum fyrirtækja ætti að bæta efnahagsreikning þeirra og leiða til skjótra fjárfestinga."

Þá kemur fram í máli Portugal að fyrirhugað afnám á gjaldeyrishöftnum eigi að taka í varkárum skrefum þar sem haft verði til hliðsjónar geta fjármálageirans til að standa undir útflæði gjaldeyris.

"Það er forgangsmál að styrkja innviði fjármálakerfisins og árangur hefur náðst á þeim vettvangi," segir Portugal.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×