Fleiri fréttir Svikamyllur í Nígeríu nota nafn Íslands til fjársvika Þekktar tölvupóstsvikamyllur sem eiga uppruna sinn í Nígeríu nota nú nafn Íslands til fjársvikatilrauna sinna. Fjallað er um málið á bloggsíðum Reuters. 11.3.2010 11:18 Skipti hf. ræðir við lánadrottna um hraðari endurgreiðslur Skipti hf. (móðurfélag Símans) eiga í viðræðum við lánardrottna félagsins sem miða að því að Skipti greiði lán félagsins hraðar upp en gert er ráð fyrir í lánasamningum. 11.3.2010 10:30 Störe opnar fyrir norskt lán án Icesavesamkomulags Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs hefur dregið úr kröfum sínum gagnvart Íslandi og opnar nú fyrir þann möguleika að Norðmenn láni Íslendingum, í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), án þess að lausn sé komin í Icesave deilunni. 11.3.2010 09:54 Kvótabreytingum mótmælt á 8 heilsíðum í Viðskiptablaðinu Athygli vekur að átta heilsíðuauglýsingar eru birtar í Viðskiptblaðinu í dag þar sem mótmælt er fyrirhugðum breytingum á kvótakerfinu, það er svokallaðri fyrningarleið. 11.3.2010 09:13 Heildarvelta kreditkorta eykst um 10% milli ára Heildarvelta kreditkorta í febrúar var 24,4 milljarða kr. samanborið við 22,1 milljarða kr. í sama mánuði á síðasta ári, er það rúmlega 10% aukning milli ára. 11.3.2010 08:16 Hagnaður Íslandssjóða 269 milljónir í fyrra Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2009 nam 269 milljónum kr. samanborið við 673 milljónir kr. árið 2008. 11.3.2010 08:11 Björgólfur Thor fallinn af lista Forbes - Mexikani er ríkastur Björgólfur Thor Björgólfsson er ekki lengur á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Mexíkóskur símakóngur er ríkasti maður heims að mati tímaritsins. 11.3.2010 07:02 Lánveitingar Byrs til sérstaks saksóknara Forsvarsmenn sparisjóðsins Byrs hafa sent skýrslu um lánveitingar sparisjóðsins frá árinu 2005 til sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitsins. Þeir óska eftir því að athugað verði hvort tilefni sé til formlegrar rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarmanna og lykilstarfsmanna Byrs. 10.3.2010 18:29 Össur hækkaði um 2,61% Hlutabréf í Össuri hækkuðu um 2,61% í Kauphöllinni í dag í átta viðskiptum sem námu alls 44 milljónum króna. 10.3.2010 19:06 Skilanefnd Kaupþings fær tæpa 11 milljarða í Svíþjóð Skilanefnd Kaupþings mun á næstunni fá greiddar 600 milljónir sænskra kr. eða tæplega 11 milljarða kr. Um 80% viðskiptavina Acta Kapitalforvalting hafa fallist á tilboð Kaupþings um endurgreiðslur lána vegna kaupa á skuldabréfum í Lehman Brothers. 10.3.2010 14:26 Um 14.000 viðskiptavinir nýta sér lausnir Arion Banka Samtals hafa um 14000 viðskiptavinir Arion banka nýtt sér lausnir bankans eða opinberu úrræðin sem eru í boði. 10.3.2010 13:48 Forsetinn þrýstir á Breta með Norðurskautsleiðinni Viðskiptablaðið Financial Times segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þrýsti nú á Breta að gefa eftir í Icesavedeilunni með því að vísa í fyrirsjáanlega opnun Norðurskautsleiðarinnar. 10.3.2010 12:25 Atvinnuleysið komið í 9,3% Skráð atvinnuleysi í febrúar 2010 var 9,3% eða að meðaltali 15.026 manns og eykst atvinnuleysi um 2,2% að meðaltali frá janúar eða um 321 manns. Á sama tíma á árinu 2009 var atvinnuleysi 8,2% eða 13.276 að meðaltali. 10.3.2010 12:01 Áfram er mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði Í febrúar síðastliðnum var alls 744 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst sem er fækkun um tæplega 9% frá sama mánuði í fyrra þegar 815 leigusamningum var þinglýst. Eins og kunnugt er hefur sókn í leiguhúsnæði aukist gríðarlega í kjölfar bankahrunsins. 10.3.2010 11:52 Loðnuvertíðin gaf HB Granda hátt í tvo milljarða Lauslega reiknað gaf loðnuvertíðin HB Granda hátt í tvo milljarða kr. í afurðaverðmæti. Loðnukvóti skipa HB Granda á þessari stuttu loðnuvertíð var um 20.500 tonn. 10.3.2010 10:14 ÍLS eykur útgáfu íbúðabréfa um 8 milljarða í ár Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrir árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 42 - 50 milljarðar króna sem er hækkun um 8 milljarða kr. frá fyrri tölum. Hækkunin er í samræmi við fyrirhuguð kaup sjóðsins á íbúðalánasafni samanber tilkynningu til Kauphallar frá 5. mars 2010. 10.3.2010 08:22 Hrein eign lífeyrissjóða orðin tæpir 1.800 milljarðar Hrein eign lífeyrissjóða var 1.797 milljarðar kr. í lok janúar sl. og hækkaði um 10,9 milljarða kr. í mánuðinum eða 0,6%. Sé miðað við janúar 2009 hefur hrein eign hækkað um 241 milljarða kr. 10.3.2010 08:09 Erlendar eignir Seðlabankans aukast og skuldir minnka Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 480 milljarða kr. í lok febrúar samanborið við 475 milljarða kr. í lok janúar 2010. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 201,6 milljarðar kr. í lok febrúar en voru 204 milljarðar kr. í lok janúar 2010. 10.3.2010 08:03 Skilanefnd vann mál og fær aðgang að 100 milljörðum Skilanefnd Landsbankans hefur með dómi í Amsterdam fengið full yfirráð yfir 100 milljarða króna útibúi Landsbankans í Hollandi. Féð á að ganga upp í Icesave. 9.3.2010 18:45 Fá líklegast endurálagningu frá skattyfirvöldum Þúsundir einstaklinga og fyrirtækja sem áttu í afleiðuviðskiptum við gömlu bankana munu að öllum líkindum fá endurálagningu frá skattyfirvöldum, sem nemur tugum milljarða króna. 9.3.2010 21:21 Björgólfsfeðgar segjast hafa greitt lán sín að fullu árið 2005 og tekið ný lán Lán sem Samson fékk frá Búnaðarbanka Íslands hf. vegna kaupa á Landsbanka Íslands hf. var greitt að fullu ásamt áföllnum vöxtum á gjalddaga í apríl árið 2005 eða fyrir nærri 5 árum, segja Björgólfsfeðgar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér nú undir kvöld. 9.3.2010 20:57 Spánverjar fjölmenna til Íslands með skemmtiferðaskipi Von er á 3.600 spænskum ferðamönnum til Íslands í júlí og ágúst en þá kemur spánska skemmtiferðaskipið Grand Mistral tvisvar sinnum til Reykjavíkur og stoppar í fyrra skiptið í 3 sólarhringa og síðan hefur skipið tveggja daga viðdvöl. 9.3.2010 15:29 Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um rúm sex prósent Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um 6,25 prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta gengislækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa Færeyjabanka, sem lækkaði um 2,48 prósent, og Marels, sem lækkaði um 1,27 prósent. 9.3.2010 16:28 Skuldabréf aftur í uppsveiflu Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 6,1 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 1,8 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 4,2 milljarða kr. viðskiptum. 9.3.2010 15:52 Erlendir aðilar fá tæpa 90 milljarða í hendurnar Nú í mánuðinum eru ríkisvíxlar að fjárhæð 20 milljarðar kr. á gjalddaga og þar af höfðu erlendir aðilar upphaflega keypt 16,7 milljarða kr. af þeim víxlum. Jafnframt er ríkisbréfaflokkurinn RIKB 10 0317 á gjalddaga eftir rétt rúma viku en sá flokkur er að langmestu leyti í eigu erlendra aðila. Þannig áttu erlendir fjárfestar um síðustu áramót ríflega 72 milljarða kr. af þeim 84 milljörðum kr. sem útistandandi eru í flokknum. 9.3.2010 12:26 Húsleitargögn berast ekki fyrr en í sumar Gögnin úr húsleitum lögreglunnar í Lúxemborg í Banq Havilland sem áður var Kaupþing munu í fyrsta lagi berast embætti sérstaks saksóknara í sumar. Þetta kemur fram í svari Jean Engels, ríkissaksóknara í Lúxemborg, til fréttastofunnar. 9.3.2010 12:00 Auður Capital viðurkenndur ráðgjafi á First North Kauphöllin hefur samþykkt að Auður Capital verði viðurkenndur ráðgjafi (Certified Adviser) á First North Iceland. Hlutverk viðurkennds ráðgjafa felst í því að vera til ráðgjafar og aðstoðar fyrirtækjum við skráningu á First North og á meðan bréf þeirra eru í viðskiptum á markaðnum. 9.3.2010 10:53 Bílaleigan Hertz kaupir 365 Toyotabíla Undirritaður hefur verið samningur milli Toyota í Kópavogi og Bílaleigunnar Hertz um kaup á 365 nýjum Toyota bifreiðum. Þar af eru 283 Yaris, Verso, Auris og Avensis fólksbílar, 50 Rav4 jepplingar og 32 Land Cruiser jeppar. 9.3.2010 10:35 Aðalhagfræðingur: Forseti Íslands skýtur sig í fótinn Harald Magnus Andreassen aðalhagfræðingur First Securites í Noregi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands sé að skjóta sig í fótinn með því að gagnrýna Norðmenn fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum. Það sé stundarbrjálæði að reyna að varpa einhverri sök á Norðmenn. 9.3.2010 10:31 Heildarútlán ÍLS lækkuðu um 24% milli mánaða Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu rúmum 1,6 milljarði króna í febrúar . Þar af voru tæplega 1,4 milljarðar króna vegna almennra lána og um 250 milljónir vegna annarra lána. Heildarútlán sjóðsins lækkuðu því um 24% á milli mánaða. Meðalútlán almennra lána voru um 9 milljónir króna í febrúar sem er tæplega 22% hækkun frá fyrra mánuði. 9.3.2010 09:30 S&P ætlar að bíða til aprílloka með nýtt lánshæfismat Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að ákvörðun um stöðu lánshæfismats Íslands á gátlista verður tekin fyrir lok apríl 2010. Á næstu vikum mun S&P fylgjast með viðræðum, annars vegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og norrænar ríkisstjórnir, og hins vegar við bresk og hollensk stjórnvöld. 9.3.2010 08:34 Eignir Kaupþings jukust um 214 milljarða í fyrra Virði eignasafns Kaupþings banka sem skilanefnd heldur utan um fyrir kröfuhafa bankans jókst um 214 milljarða á árinu 2009 samkvæmt nýbirtum fjárhagsupplýsingum bankans. 9.3.2010 08:27 Lánabók Kaupþings orðin 451 milljarða virði Lánabók Kaupþings var orðin 451 milljarðar kr. að raunvirði (fair value) um síðustu áramót. Þetta kemur fram í skýrslu skilanefndar Kaupþings til kröfuhafa bankans sem birt er reglulega á vefsíðu nefndarinnar. 9.3.2010 08:22 S&P segir Íslendinga hafa hafnað ósanngjörnum lánaskilmálum Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's telur að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar þýði ekki að alþjóðlegum skuldbindingum Íslands sé algjörlega hafnað heldur endurspegli hún gríðarlega almenna óánægju með skilmála tvíhliða lánsins sem Bretar og Hollendingar buðu til að 8.3.2010 18:09 Sölu Lyfja og heilsu til Wernersbræðra líklega rift Flest bendir til að skiptastjóri Milestone muni rifta sölunni á Lyf og heilsu til félags í eigu Wernersbræðra. Ekkert fé kom inn í Milestone vegna sölunnar. 8.3.2010 18:30 GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 7,9 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 0,3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 7,6 milljarða viðskiptum. 8.3.2010 17:23 S&P: Atkvæðagreiðslan hefur engin áfhrif á lánshæfismatið Matsfyrirtækið Standard & Poor's birti í dag tilkynningu þar sem segir að höfnun íslenskra kjósenda á Icesave-lögunum hafi engin tafarlaus áhrif á lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunnir fyrir Ríkissjóð Íslands, „BBB‐/A-3" í erlendri mynt og „BBB+/A-2" í innlendri mynt, verða því áfram á athugunarlista með neikvæðum horfum. 8.3.2010 16:50 Kaup Færeyjabanka á nýjum útibúum samþykkt Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur samþykkt kaup Færeyjabanka á 12 útibúum Sparbank. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 8.3.2010 15:41 Már vill frekar afnema gjaldeyrishöft en lækka vexti Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að hann vilji frekar afnema gjaldeyrishöftin en lækka stýrivexti bankans þegar efnahagur landsins batnar. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má á Reuters um stöðuna á Íslandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Már situr nú fund hjá BIS bankanum í Basel Þar sem hann vann áður. 8.3.2010 14:10 Magnús Bjarnason ráðinn til Landsvirkjunar Magnús Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar. Um er að ræða nýtt svið hjá Landsvirkjun en hlutverk sviðsins verður að leggja aukna áherslu á markaðsmál hjá fyrirtækinu og hámarka framtíðartekjur þess. 8.3.2010 13:39 Skuldatryggingaálag Íslands hækkar að nýju Skuldatryggingaálag Íslands fer nú hækkandi að nýju eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Ísland er jafnframt eina landið þar sem álagið hækkar í dag samkvæmt fréttabréfi CMA gagnaveitunnar. 8.3.2010 13:07 Greining: Kaupmáttur launa lækkar áfram til ársloka Greining Íslandsbanka telur að raunlaun muni halda áfram að lækka fram eftir þessu ári. Verðbólga er enn nokkur, og mun hún fyrst hjaðna fyrir alvöru þegar kemur fram á vorið. 8.3.2010 12:41 Danske Bank: Markaðurinn mun bjarga Íslandi Per Magnussen höfuðgreinandi (senioranalytiker) Danske Bank segir að öll líkindi séu til þess að Íslendingar fái lán á alþjóðamarkaði þrátt fyrir að hafa hafnað Icesavesamningnum með yfir 90% meirihluta. 8.3.2010 10:49 Fíton fékk fimm Lúðra Auglýsingastofan Fíton fékk fimm Lúðra í gær þegar Íslensku auglýsingaverðlaunin voru afhent í 24. sinn. 347 verk voru send inn í keppnina að þessu sinni en verðlaunin eru veitt í 14. flokkum auk þess sem almenningi gafst kostur á að velja bestu herferð ársins í vefkosningu. 8.3.2010 10:18 Darling: Höfum reynt að vera sanngjarnir við Íslendinga Alistair Darling fjármálaráðherra Breta segir að bresk stjórnvöld hafi reynt að vera sanngjörn í garð Íslendinga í Icesavedeilunni. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í þættinum Politics Show á BBC eftir að niðurstöður lágu fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gærdag. 8.3.2010 10:08 Sjá næstu 50 fréttir
Svikamyllur í Nígeríu nota nafn Íslands til fjársvika Þekktar tölvupóstsvikamyllur sem eiga uppruna sinn í Nígeríu nota nú nafn Íslands til fjársvikatilrauna sinna. Fjallað er um málið á bloggsíðum Reuters. 11.3.2010 11:18
Skipti hf. ræðir við lánadrottna um hraðari endurgreiðslur Skipti hf. (móðurfélag Símans) eiga í viðræðum við lánardrottna félagsins sem miða að því að Skipti greiði lán félagsins hraðar upp en gert er ráð fyrir í lánasamningum. 11.3.2010 10:30
Störe opnar fyrir norskt lán án Icesavesamkomulags Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs hefur dregið úr kröfum sínum gagnvart Íslandi og opnar nú fyrir þann möguleika að Norðmenn láni Íslendingum, í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), án þess að lausn sé komin í Icesave deilunni. 11.3.2010 09:54
Kvótabreytingum mótmælt á 8 heilsíðum í Viðskiptablaðinu Athygli vekur að átta heilsíðuauglýsingar eru birtar í Viðskiptblaðinu í dag þar sem mótmælt er fyrirhugðum breytingum á kvótakerfinu, það er svokallaðri fyrningarleið. 11.3.2010 09:13
Heildarvelta kreditkorta eykst um 10% milli ára Heildarvelta kreditkorta í febrúar var 24,4 milljarða kr. samanborið við 22,1 milljarða kr. í sama mánuði á síðasta ári, er það rúmlega 10% aukning milli ára. 11.3.2010 08:16
Hagnaður Íslandssjóða 269 milljónir í fyrra Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2009 nam 269 milljónum kr. samanborið við 673 milljónir kr. árið 2008. 11.3.2010 08:11
Björgólfur Thor fallinn af lista Forbes - Mexikani er ríkastur Björgólfur Thor Björgólfsson er ekki lengur á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Mexíkóskur símakóngur er ríkasti maður heims að mati tímaritsins. 11.3.2010 07:02
Lánveitingar Byrs til sérstaks saksóknara Forsvarsmenn sparisjóðsins Byrs hafa sent skýrslu um lánveitingar sparisjóðsins frá árinu 2005 til sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitsins. Þeir óska eftir því að athugað verði hvort tilefni sé til formlegrar rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarmanna og lykilstarfsmanna Byrs. 10.3.2010 18:29
Össur hækkaði um 2,61% Hlutabréf í Össuri hækkuðu um 2,61% í Kauphöllinni í dag í átta viðskiptum sem námu alls 44 milljónum króna. 10.3.2010 19:06
Skilanefnd Kaupþings fær tæpa 11 milljarða í Svíþjóð Skilanefnd Kaupþings mun á næstunni fá greiddar 600 milljónir sænskra kr. eða tæplega 11 milljarða kr. Um 80% viðskiptavina Acta Kapitalforvalting hafa fallist á tilboð Kaupþings um endurgreiðslur lána vegna kaupa á skuldabréfum í Lehman Brothers. 10.3.2010 14:26
Um 14.000 viðskiptavinir nýta sér lausnir Arion Banka Samtals hafa um 14000 viðskiptavinir Arion banka nýtt sér lausnir bankans eða opinberu úrræðin sem eru í boði. 10.3.2010 13:48
Forsetinn þrýstir á Breta með Norðurskautsleiðinni Viðskiptablaðið Financial Times segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þrýsti nú á Breta að gefa eftir í Icesavedeilunni með því að vísa í fyrirsjáanlega opnun Norðurskautsleiðarinnar. 10.3.2010 12:25
Atvinnuleysið komið í 9,3% Skráð atvinnuleysi í febrúar 2010 var 9,3% eða að meðaltali 15.026 manns og eykst atvinnuleysi um 2,2% að meðaltali frá janúar eða um 321 manns. Á sama tíma á árinu 2009 var atvinnuleysi 8,2% eða 13.276 að meðaltali. 10.3.2010 12:01
Áfram er mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði Í febrúar síðastliðnum var alls 744 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst sem er fækkun um tæplega 9% frá sama mánuði í fyrra þegar 815 leigusamningum var þinglýst. Eins og kunnugt er hefur sókn í leiguhúsnæði aukist gríðarlega í kjölfar bankahrunsins. 10.3.2010 11:52
Loðnuvertíðin gaf HB Granda hátt í tvo milljarða Lauslega reiknað gaf loðnuvertíðin HB Granda hátt í tvo milljarða kr. í afurðaverðmæti. Loðnukvóti skipa HB Granda á þessari stuttu loðnuvertíð var um 20.500 tonn. 10.3.2010 10:14
ÍLS eykur útgáfu íbúðabréfa um 8 milljarða í ár Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrir árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 42 - 50 milljarðar króna sem er hækkun um 8 milljarða kr. frá fyrri tölum. Hækkunin er í samræmi við fyrirhuguð kaup sjóðsins á íbúðalánasafni samanber tilkynningu til Kauphallar frá 5. mars 2010. 10.3.2010 08:22
Hrein eign lífeyrissjóða orðin tæpir 1.800 milljarðar Hrein eign lífeyrissjóða var 1.797 milljarðar kr. í lok janúar sl. og hækkaði um 10,9 milljarða kr. í mánuðinum eða 0,6%. Sé miðað við janúar 2009 hefur hrein eign hækkað um 241 milljarða kr. 10.3.2010 08:09
Erlendar eignir Seðlabankans aukast og skuldir minnka Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 480 milljarða kr. í lok febrúar samanborið við 475 milljarða kr. í lok janúar 2010. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 201,6 milljarðar kr. í lok febrúar en voru 204 milljarðar kr. í lok janúar 2010. 10.3.2010 08:03
Skilanefnd vann mál og fær aðgang að 100 milljörðum Skilanefnd Landsbankans hefur með dómi í Amsterdam fengið full yfirráð yfir 100 milljarða króna útibúi Landsbankans í Hollandi. Féð á að ganga upp í Icesave. 9.3.2010 18:45
Fá líklegast endurálagningu frá skattyfirvöldum Þúsundir einstaklinga og fyrirtækja sem áttu í afleiðuviðskiptum við gömlu bankana munu að öllum líkindum fá endurálagningu frá skattyfirvöldum, sem nemur tugum milljarða króna. 9.3.2010 21:21
Björgólfsfeðgar segjast hafa greitt lán sín að fullu árið 2005 og tekið ný lán Lán sem Samson fékk frá Búnaðarbanka Íslands hf. vegna kaupa á Landsbanka Íslands hf. var greitt að fullu ásamt áföllnum vöxtum á gjalddaga í apríl árið 2005 eða fyrir nærri 5 árum, segja Björgólfsfeðgar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér nú undir kvöld. 9.3.2010 20:57
Spánverjar fjölmenna til Íslands með skemmtiferðaskipi Von er á 3.600 spænskum ferðamönnum til Íslands í júlí og ágúst en þá kemur spánska skemmtiferðaskipið Grand Mistral tvisvar sinnum til Reykjavíkur og stoppar í fyrra skiptið í 3 sólarhringa og síðan hefur skipið tveggja daga viðdvöl. 9.3.2010 15:29
Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um rúm sex prósent Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um 6,25 prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta gengislækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa Færeyjabanka, sem lækkaði um 2,48 prósent, og Marels, sem lækkaði um 1,27 prósent. 9.3.2010 16:28
Skuldabréf aftur í uppsveiflu Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 6,1 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 1,8 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 4,2 milljarða kr. viðskiptum. 9.3.2010 15:52
Erlendir aðilar fá tæpa 90 milljarða í hendurnar Nú í mánuðinum eru ríkisvíxlar að fjárhæð 20 milljarðar kr. á gjalddaga og þar af höfðu erlendir aðilar upphaflega keypt 16,7 milljarða kr. af þeim víxlum. Jafnframt er ríkisbréfaflokkurinn RIKB 10 0317 á gjalddaga eftir rétt rúma viku en sá flokkur er að langmestu leyti í eigu erlendra aðila. Þannig áttu erlendir fjárfestar um síðustu áramót ríflega 72 milljarða kr. af þeim 84 milljörðum kr. sem útistandandi eru í flokknum. 9.3.2010 12:26
Húsleitargögn berast ekki fyrr en í sumar Gögnin úr húsleitum lögreglunnar í Lúxemborg í Banq Havilland sem áður var Kaupþing munu í fyrsta lagi berast embætti sérstaks saksóknara í sumar. Þetta kemur fram í svari Jean Engels, ríkissaksóknara í Lúxemborg, til fréttastofunnar. 9.3.2010 12:00
Auður Capital viðurkenndur ráðgjafi á First North Kauphöllin hefur samþykkt að Auður Capital verði viðurkenndur ráðgjafi (Certified Adviser) á First North Iceland. Hlutverk viðurkennds ráðgjafa felst í því að vera til ráðgjafar og aðstoðar fyrirtækjum við skráningu á First North og á meðan bréf þeirra eru í viðskiptum á markaðnum. 9.3.2010 10:53
Bílaleigan Hertz kaupir 365 Toyotabíla Undirritaður hefur verið samningur milli Toyota í Kópavogi og Bílaleigunnar Hertz um kaup á 365 nýjum Toyota bifreiðum. Þar af eru 283 Yaris, Verso, Auris og Avensis fólksbílar, 50 Rav4 jepplingar og 32 Land Cruiser jeppar. 9.3.2010 10:35
Aðalhagfræðingur: Forseti Íslands skýtur sig í fótinn Harald Magnus Andreassen aðalhagfræðingur First Securites í Noregi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands sé að skjóta sig í fótinn með því að gagnrýna Norðmenn fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum. Það sé stundarbrjálæði að reyna að varpa einhverri sök á Norðmenn. 9.3.2010 10:31
Heildarútlán ÍLS lækkuðu um 24% milli mánaða Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu rúmum 1,6 milljarði króna í febrúar . Þar af voru tæplega 1,4 milljarðar króna vegna almennra lána og um 250 milljónir vegna annarra lána. Heildarútlán sjóðsins lækkuðu því um 24% á milli mánaða. Meðalútlán almennra lána voru um 9 milljónir króna í febrúar sem er tæplega 22% hækkun frá fyrra mánuði. 9.3.2010 09:30
S&P ætlar að bíða til aprílloka með nýtt lánshæfismat Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að ákvörðun um stöðu lánshæfismats Íslands á gátlista verður tekin fyrir lok apríl 2010. Á næstu vikum mun S&P fylgjast með viðræðum, annars vegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og norrænar ríkisstjórnir, og hins vegar við bresk og hollensk stjórnvöld. 9.3.2010 08:34
Eignir Kaupþings jukust um 214 milljarða í fyrra Virði eignasafns Kaupþings banka sem skilanefnd heldur utan um fyrir kröfuhafa bankans jókst um 214 milljarða á árinu 2009 samkvæmt nýbirtum fjárhagsupplýsingum bankans. 9.3.2010 08:27
Lánabók Kaupþings orðin 451 milljarða virði Lánabók Kaupþings var orðin 451 milljarðar kr. að raunvirði (fair value) um síðustu áramót. Þetta kemur fram í skýrslu skilanefndar Kaupþings til kröfuhafa bankans sem birt er reglulega á vefsíðu nefndarinnar. 9.3.2010 08:22
S&P segir Íslendinga hafa hafnað ósanngjörnum lánaskilmálum Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's telur að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar þýði ekki að alþjóðlegum skuldbindingum Íslands sé algjörlega hafnað heldur endurspegli hún gríðarlega almenna óánægju með skilmála tvíhliða lánsins sem Bretar og Hollendingar buðu til að 8.3.2010 18:09
Sölu Lyfja og heilsu til Wernersbræðra líklega rift Flest bendir til að skiptastjóri Milestone muni rifta sölunni á Lyf og heilsu til félags í eigu Wernersbræðra. Ekkert fé kom inn í Milestone vegna sölunnar. 8.3.2010 18:30
GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 7,9 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 0,3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 7,6 milljarða viðskiptum. 8.3.2010 17:23
S&P: Atkvæðagreiðslan hefur engin áfhrif á lánshæfismatið Matsfyrirtækið Standard & Poor's birti í dag tilkynningu þar sem segir að höfnun íslenskra kjósenda á Icesave-lögunum hafi engin tafarlaus áhrif á lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunnir fyrir Ríkissjóð Íslands, „BBB‐/A-3" í erlendri mynt og „BBB+/A-2" í innlendri mynt, verða því áfram á athugunarlista með neikvæðum horfum. 8.3.2010 16:50
Kaup Færeyjabanka á nýjum útibúum samþykkt Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur samþykkt kaup Færeyjabanka á 12 útibúum Sparbank. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 8.3.2010 15:41
Már vill frekar afnema gjaldeyrishöft en lækka vexti Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að hann vilji frekar afnema gjaldeyrishöftin en lækka stýrivexti bankans þegar efnahagur landsins batnar. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má á Reuters um stöðuna á Íslandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Már situr nú fund hjá BIS bankanum í Basel Þar sem hann vann áður. 8.3.2010 14:10
Magnús Bjarnason ráðinn til Landsvirkjunar Magnús Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar. Um er að ræða nýtt svið hjá Landsvirkjun en hlutverk sviðsins verður að leggja aukna áherslu á markaðsmál hjá fyrirtækinu og hámarka framtíðartekjur þess. 8.3.2010 13:39
Skuldatryggingaálag Íslands hækkar að nýju Skuldatryggingaálag Íslands fer nú hækkandi að nýju eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Ísland er jafnframt eina landið þar sem álagið hækkar í dag samkvæmt fréttabréfi CMA gagnaveitunnar. 8.3.2010 13:07
Greining: Kaupmáttur launa lækkar áfram til ársloka Greining Íslandsbanka telur að raunlaun muni halda áfram að lækka fram eftir þessu ári. Verðbólga er enn nokkur, og mun hún fyrst hjaðna fyrir alvöru þegar kemur fram á vorið. 8.3.2010 12:41
Danske Bank: Markaðurinn mun bjarga Íslandi Per Magnussen höfuðgreinandi (senioranalytiker) Danske Bank segir að öll líkindi séu til þess að Íslendingar fái lán á alþjóðamarkaði þrátt fyrir að hafa hafnað Icesavesamningnum með yfir 90% meirihluta. 8.3.2010 10:49
Fíton fékk fimm Lúðra Auglýsingastofan Fíton fékk fimm Lúðra í gær þegar Íslensku auglýsingaverðlaunin voru afhent í 24. sinn. 347 verk voru send inn í keppnina að þessu sinni en verðlaunin eru veitt í 14. flokkum auk þess sem almenningi gafst kostur á að velja bestu herferð ársins í vefkosningu. 8.3.2010 10:18
Darling: Höfum reynt að vera sanngjarnir við Íslendinga Alistair Darling fjármálaráðherra Breta segir að bresk stjórnvöld hafi reynt að vera sanngjörn í garð Íslendinga í Icesavedeilunni. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í þættinum Politics Show á BBC eftir að niðurstöður lágu fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gærdag. 8.3.2010 10:08