Viðskipti innlent

Tveir nýir vöru­merkja­stjórar til Öl­gerðarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson.
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson.

Helga Kristín Gunnlaugsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa verið ráðin nýir vörumerkjastjórar hjá Ölgerðinni.

Í tilkynningu segir að Helga Kristín komi til Ölgerðarinnar frá auglýsingaskrifstofunni Kontor, þar sem hún hafi starfað sem viðskiptastjóri og sinnt markaðsráðgjöf fyrir mörg þekkt íslensk vörumerki. 

Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Helga mun stýra vörumerkjum Carlsberg Group og Guinness.

Kristján Helgi Olsen Ævarsson mun stýra verkefnum á borð við Borg Brugghús, Brennivín og Öglu Gosgerð ásamt fleiru.

Kristján Helgi starfaði áður hjá Fríhöfninni og Samkaupum þar sem hann vann að verkefnum tengdum innkaupum, birgðarstýringu og vöruflokkastjórnun auk þess að sjá um samningagerð og samskipti við birgja. Hann er með B.A. í lögfræði frá H.Í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×