Viðskipti innlent

Kaup Færeyjabanka á nýjum útibúum samþykkt

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur samþykkt kaup Færeyjabanka á 12 útibúum Sparbank. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Færeyjabanki segir að þar með séu kaupin endanlega frá gengin. Eins og fram kom á sínum tíma var um að ræða útibú á Jótlandi, Fjóni og á Grænlandi.

Útibúin sem hér um ræðir eru með 30.000 viðskiptavini. Innistæður nema 3,6 milljörðum danskra kr. og útistandandi lán 3,9 milljörðum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×