S&P ætlar að bíða til aprílloka með nýtt lánshæfismat 9. mars 2010 08:34 Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að ákvörðun um stöðu lánshæfismats Íslands á gátlista verður tekin fyrir lok apríl 2010. Á næstu vikum mun S&P fylgjast með viðræðum, annars vegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og norrænar ríkisstjórnir, og hins vegar við bresk og hollensk stjórnvöld. Þetta kemur fram í álitinu sem S&P sendi frá sér í gærdag um stöðu Íslands hjá matsfyrirtækinu. Þar segir að erfiðari staða í samningaviðræðunum eða verri aðstæður í viðkvæmu efnahagsjafnvægi Íslands gæti leitt til lækkunar lánshæfismats í „BB" flokk. Hins vegar mun þróun í átt að Icesave-samkomulagi eða tryggt erlent lánsfé fyrir efnahagsáætlun Íslands leiða til þess að lánshæfiseinkunn nái jafnvægi í núverandi stöðu. „Við álítum að atkvæðagreiðslan leiði til nýrra samningaviðræðna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurhönnun efnahagsáætlunarinnar, í því skyni að draga úr hlut erlendrar fjármögnunar. Á sama tíma teljum við mögulegt að norrænu ríkisstjórnirnar eða aðrir alþjóðlegir samstarfsaðilar muni sýna sveigjanleika og veita lán, á meðan ríkisstjórn Íslands heldur áfram að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn Icesave-málsins í góðri trú," segir í álitinu sem birt er á vefsíðu Seðlabankans. „Við vekjum athygli á að Norðurlöndin veittu fyrsta hluta lánsins í desember 2009, jafnvel þótt Icesave-lögin hafi ekki verið komin í gegnum þingið eins og í fyrstu var gerð krafa um, heldur aðeins verið samþykkt af ríkisstjórninni. Við teljum að ákvarðanir um útgreiðslu lánsfjár í framhaldinu muni ákvarða hve sterk samningsstaða Íslands verður í samningaviðræðum við Bretland og Holland." Þá segir að líklegt sé að samningaviðræður verði flóknari í nánustu framtíð vegna komandi kosninga bæði í Bretlandi og Hollandi, í kjölfar falls hollensku ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði. „Við álítum þó að það séu hagsmunir allra þriggja ríkisstjórna að vinna áfram að lausn málsins," segir S&P. Standard & Poor's hafa ekki trú á því að ríkisstjórn Íslands muni segja af sér vegna atkvæðagreiðslunnar eða að óleyst Icesave-deila muni hafa áhrif á nýhafnar aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem á þessu stigi málsins hafa ekki áhrif á lánshæfismatið. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) segir að ákvörðun um stöðu lánshæfismats Íslands á gátlista verður tekin fyrir lok apríl 2010. Á næstu vikum mun S&P fylgjast með viðræðum, annars vegar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og norrænar ríkisstjórnir, og hins vegar við bresk og hollensk stjórnvöld. Þetta kemur fram í álitinu sem S&P sendi frá sér í gærdag um stöðu Íslands hjá matsfyrirtækinu. Þar segir að erfiðari staða í samningaviðræðunum eða verri aðstæður í viðkvæmu efnahagsjafnvægi Íslands gæti leitt til lækkunar lánshæfismats í „BB" flokk. Hins vegar mun þróun í átt að Icesave-samkomulagi eða tryggt erlent lánsfé fyrir efnahagsáætlun Íslands leiða til þess að lánshæfiseinkunn nái jafnvægi í núverandi stöðu. „Við álítum að atkvæðagreiðslan leiði til nýrra samningaviðræðna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um endurhönnun efnahagsáætlunarinnar, í því skyni að draga úr hlut erlendrar fjármögnunar. Á sama tíma teljum við mögulegt að norrænu ríkisstjórnirnar eða aðrir alþjóðlegir samstarfsaðilar muni sýna sveigjanleika og veita lán, á meðan ríkisstjórn Íslands heldur áfram að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn Icesave-málsins í góðri trú," segir í álitinu sem birt er á vefsíðu Seðlabankans. „Við vekjum athygli á að Norðurlöndin veittu fyrsta hluta lánsins í desember 2009, jafnvel þótt Icesave-lögin hafi ekki verið komin í gegnum þingið eins og í fyrstu var gerð krafa um, heldur aðeins verið samþykkt af ríkisstjórninni. Við teljum að ákvarðanir um útgreiðslu lánsfjár í framhaldinu muni ákvarða hve sterk samningsstaða Íslands verður í samningaviðræðum við Bretland og Holland." Þá segir að líklegt sé að samningaviðræður verði flóknari í nánustu framtíð vegna komandi kosninga bæði í Bretlandi og Hollandi, í kjölfar falls hollensku ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði. „Við álítum þó að það séu hagsmunir allra þriggja ríkisstjórna að vinna áfram að lausn málsins," segir S&P. Standard & Poor's hafa ekki trú á því að ríkisstjórn Íslands muni segja af sér vegna atkvæðagreiðslunnar eða að óleyst Icesave-deila muni hafa áhrif á nýhafnar aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem á þessu stigi málsins hafa ekki áhrif á lánshæfismatið.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira