Fleiri fréttir

Stærstu eigendur Byrs „misnotuðu aðstöðu sína“

Formaður stofnfjáreigenda hjá Byr segir að risalán án veða til stærstu eigenda Byrs, sýni að stofnfjáraukningin frá árinu 2007 hafi verið blekking og að stærstu eigendurnir hafi misnotað aðstöðu sína. Byr þarf líklega að afskrifa þrettán milljarða vegna lána til eiganda og tengdra aðila.

Finnar ætla ekki að lána Íslandi fyrr en Icesave klárast

Talsmaður finnska fjármálaráðuneytisins, Ilkka Kajaste, sagði í viðtali við Finnska ríkissjónvarpið YLE í dag að Finnar myndu ekki lána Íslendingum pening fyrr en samkomulag um Icesave lægi fyrir. Finnar er ein af Norðurlandaþjóðunum sem ætlar að lána Íslandi 1,8 milljarð evra svo endurreisn efnahagslífsins geti hafist í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Erlendar tekjur sjávarútvegs 212 milljarðar í fyrra

Hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi landsmanna nam 42,42% á síðasta ári. Vöruútflutningurinn í heild nam rétt tæpum 500 milljörðum kr. og er hlutur útgerðar og fiskvinnslu því um 212 milljarðar kr.

FME sektar Opin kerfi Group um 3 milljónir

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur ákveðið að ákvörðun um að sekta Opin kerfi Group hf. (nú OKG ehf.) um 3 milljónir kr. vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti.

Deutsche Bank telur sameiningu borga sig

Gangi kaup Actavis á þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm munu stjórnendur Deutsche Bank í Þýskalandi anda léttar enda dragi það úr áhættunni sem liggur í lánabók bankans. Þetta segir fréttastofa Reuters.

VBS réð ekki við lága vexti ríkisláns

VBS fjárfestingarbanki átti aðeins að borga í kringum hálfan milljarð króna í vaxtagreiðslu af 26,4 milljarða króna láni frá ríkinu vegna endurhverfra viðskipta hans við Seðlabankann. Hann réð ekki við greiðsluna í desember og varð úr að FME tók yfir stjórn bankans til bráðabirgða í vikunni.

Bankarnir ógna samkeppni

Nýtt frumvarp viðskiptaráðherra um lög um fjármálafyrirtæki setur bönkum ekki nægilega skýr skilyrði varðandi eignarhald fyrirtækja, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið telur að fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið sé hætta á að bankarnir ógni samkeppni því frumvarpið seti bönkum ekki nægilega skýr skilyrði varðandi eignarhald fyrirtækja.

BYR tapar milljörðum á lánum til stærstu eigenda

Tap BYRs-sparisjóðs vegna afskrifta á lánum til stærstu eigenda sinna nemur að minnsta kosti 13 milljörðum króna og er í fæstum tilvikum um persónulegar ábyrgðir að ræða. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld en fréttastofan hefur upplýsingar úr lánabók sparisjóðsins undir höndum.

Segir þögn frumvarps festa völd banka í sessi

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda gagnrýnir nýtt frumvarp viðskiptaráðherra um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Hann segir að þögn frumvarpsins um eignarhald banka á atvinnufyrirtækjum festi í sessi óeðlileg völd bankanna í atvinnulífinu

Losaði bréf í FL Group úr bókunum í miðju hruni

Glitni tókst að fegra stöðu sína tveim dögum eftir þjóðnýtingu bankans og fimm dögum fyrir bankahrun, með því að losa hlutabréf í FL Group upp á 14 milljarða króna til félagsins Styrks Invests gegn láni með veði í bréfunum sjálfum.

Hlutabréf Marels ein á uppleið

Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um 0,29 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var eina hækkun dagsins. Á móti lækkaði gengi hlutabréfa færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 0,75 prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um0,30 prósent.

Verðtryggð skuldabréf lækka töluvert

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,3% í dag í 14,7 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,4% í 3,3 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 11,4 milljarða kr. viðskiptum.

Commerzbank: Minni snjór en vorið ekki komið á Íslandi

Myndarlegur vöxtur á landsframleiðslu Íslands milli 3. og 4. ársfjórðungs á síðasta ári hefur vakið athygli erlendis. Antja Praefcke greinandi hjá Commerzbank í Þýskalandi segir að þótt tölurnar séu huggulegar sé vorið ekki alveg handan við hornið í íslensku efnahagslífi.

Sakaði Fasteignaskrá Íslands um gerviverktöku

Í nýrri skýrslu gagnrýnir Ríkisendurskoðun það fyrirkomulag sem verið hefur á verktaktagreiðslum hjá Fasteignaskrá Íslands. Segir í skýrslunni að um svokallað gerviverktöku hafi verið að ræða hjá Fasteignaskrá en nú sé búið að kippa málinu í liðinn.

Gistinætur á hótelum á svipuðu róli og í fyrra

Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru aðeins færri en í sama mánuði 2009, eða sem nemur 0,3%. Alls voru gistinætur ríflega 54,6 þúsund nú í janúar en höfðu verið tæp 54,8 þúsund á sama tíma 2009.

Hagstætt verð á áli hefur áhrif á vöruskiptin

Aukning útflutnings í febrúar, þ.e. án skipa og flugvéla, frá sama tíma í fyrra skýrist einkum af auknum tekjum af útfluttum iðnaðarvörur og nam útflutningsverðmæti þeirra ríflega 26,1 milljörðum kr. í mánuðinum. Þetta er aukning upp á 77,2% á föstu gengi m.v. sama tíma í fyrra og má þakka það 60-70% verðhækkun á áli á tímabilinu.

FME gerir samning við Bresku Jómfrúreyjar um upplýsingar

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gengið frá upplýsingaskiptasamningum við Fjármálaeftirlitið á Bresku Jómfrúareyjum (The British Virgin Islands Financial Services Commission) og Verðbréfaeftirlit Alberta (Alberta Securities Commission) í Kanada.

ÍLS kaupir tvö íbúðalánasöfn fyrir 16 milljarða

Stjórn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) samþykkti á fundi sínum 4. mars 2010, kaup ÍLS á íbúðalánasafni Dróma hf. (áður SPRON) og Frjálsa fjárfestingarbankans hf. samkvæmt heimildum í lögum, að fjárhæð 16 milljarðar króna.

Þurfum að viðhalda þessari þróun með fjáfestingum

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það séu vissulega gleðifréttir að landsframleiðslan hafi vaxið um 3,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. „Nú er nauðsynlegt að viðhalda þessari þróun með fjárfestingum í minni og meðalstórum atvinnufyrirtækjum og stóriðjuframkvæmdum," segir Vilhjálmur.

Landsframleiðan óx um 3,3% í lok síðasta árs

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 3,3% að raungildi frá 3. til 4. ársfjórðungs 2009. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 2,7% þar sem einkaneysla jókst um 1,4 % og fjárfesting um 16,6%.

Gott uppgjör hjá Royal Unibrew

Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur skiluðu góðu uppgjöri eftir árið í fyrra. Hagnaður upp á 77 milljónir danskra kr., eða um 1,8 milljarð kr. Til samanburðar má nefna að Royal Unibrew skilaði tapi upp á 453 milljónir danskra kr. árið 2008, hið stærsta í sögu verksmiðjanna.

Ísland er áfram í biðstöðu hjá AGS

Caroline Atkinson forstjóri samskiptasviðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að staða Íslands sé óbreytt hjá sjóðnum. Þannig að AGS mun bíða eftir niðurstöðu í Icesavesamningunum áður en næsta endurskoðun sjóðsins á áætlun hans fyrir Íslands fer fram.

VBS var í vanda vegna lausafjárskorts

„Það er tvennt í stöðunni þegar bankinn getur ekki staðið við skuldbindingar sínar: óska eftir greiðslustöðvun sem getur leitt til nauðasamninga eða fara í slitameðferð," segir Hróbjartur Jónatansson, formaður bráðabirgðastjórnar sem tók við VBS fjárfestingarbanka í fyrradag. Stjórnin er nú að skoða stöðu bankans, svo sem kanna möguleika á að stokka upp reksturinn.

Segir viðskipti Baugsfélags „fjárhættuspil“

Skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, sem var dótturfélag Baugs, segir viðskipti félagsins við Glitni banka um hlutabréf í Marks & Spencer ekkert annað en fjárhættuspil. Þrotabúið er eignalaust en heildarkröfur í búið nema fimmtán milljörðum króna.

Nauðasamningar samþykktir hjá Bakkavör

Yfir 90 prósent kröfuhafa í Bakkavör Group samþykktu á fundi í dag að ganga að nauðasamningum fyrirtækisins. 60 prósent kröfuhafa þurftu að samþykkja samninginn til þess að hann gengi í gegn.

Viðræður um að koma Icesave í skjól hófust 2. júlí 2008

Vinna við dótturfélagavæðingu Landsbankans í Bretlandi hófst eftir fund með breska fjármálaeftirlitinu 2. júlí 2008. Þá var ítarleg umsókn um dótturfélagavæðingu Icesave innlána í Hollandi tilbúin nokkrum dögum áður en bankinn féll.

Skuldabréfavísitölur lækkuðu í dag

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 8,6 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 1,3 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,3% í 7,2 milljarða kr. viðskiptum.

Telja kaupin á IAV styrkja byggingu tónlistarhússins

„Það er skoðun okkar að kaup svissneska verktakafyrirtækisins Marti Holding á IAV sé jákvæð fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu,“ segja Stefán Pétur Eggertsson og Pétur J. Eiríksson, stjórnarformenn Austurhafnar og Portusar í yfirlýsingu til fjölmiðla.

SI: Skapa þarf 35.000 störf á næstu 10 árum

Í ályktun aðalfundar Samtaka iðnaðarins (SI) segir að stjórnvöld, atvinnurekendur og launþegasamtök verða að leggjast á eitt til að tryggja verðmætasköpun og störf. Á næstu 10 árum þurfi að skapa störf fyrir 35.000 manns. Til þess að svo megi verða þurfa að verða umskipti í efnahags- og atvinnumálum sem leiða til verulegs hagvaxtar. Hér þarf einbeittan vilja og dug til verka.

Átján tilboð hafa borist í Securitas

Átján óskuldbindandi tilboð hafa borist í Securitas. Farið verður yfir tilboðin og síðan ákveðið hverjir fá að senda inn skuldbindandi tilboð.

Greining: Nei þýðir líklega lækkað lánshæfismat

Verði niðurstaðan „nei" á laugardag muni lánshæfismat ríkisjóðs að öllum líkindum lækka en matsfyrirtækin hafa undanfarnar vikur ítrekað hversu mikilvæg lausn Icesave málsins sé fyrir lánshæfismat ríkisjóðs.

Svissneskt fjölskyldufyrirtæki tryggir 400 störf

Með yfirtökunni á Íslenskum aðalverktökum eru tryggð um 400 störf hjá ÍAV, en starfsmannafjöldi ræðst þó af verkefnastöðu á hverjum tíma. Eigendaskipti á ÍAV skapa einnig ný tækifæri fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess, m.a. með þátttöku í verkefnum erlendis. ÍAV mun áfram verða rekið í sömu mynd en nú sem íslenskt dótturfélag Marti og mun njóta styrks Marti samstæðunnar.

Erlendum gestum fjölgaði um 2.000 í febrúar

Um 20 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum, tvö þúsund fleiri en í febrúar árið 2008. Þannig komu álíka margir í febrúar í ár og árið 2007 sem var þá fjölmennasti febrúarmánuður frá upphafi talninga í Leifsstöð.

Skuldabréf VBS á athugunarlista

Skuldabréf útgefin af VBS Fjárfestingarbanka hf. (VBS 06 1 og VBS 08 1) hafa verið færð á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 3. mars 2010.

Örlög Bakkavarar ráðast í dag

Kosið verður um nauðasamning Bakkavarar Group í dag. Alls þurfa 60 prósent af höfðatölu allra kröfuhafa og 60 prósent af fjárhæð krafna þeirra að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi. Takist það ekki mun Bakkavör Group verða tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Ísland mun gegna lykilhlutverki á Norðurskautsleiðinni

Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag.

Íslenskum aðalverktökum skipt upp

Íslenskum aðalverktökum, sem á sínum tíma önnuðust allar framkvæmdir fyrir herinn hér á landi og var eitt ríkasta verktakafyrirtæki landsins, verður skipt upp á milli Arion banka og verktakafyrirtækis frá Sviss, að þvi er Viðskiptablaðið greinir frá.

Sjá næstu 50 fréttir