Fleiri fréttir Jöklabréfum snarfækkar Heildarvirði jöklabréfa mun nema áttatíu milljörðum króna í vikulokin. Bréf upp á tæpa 170 milljarða króna hefur fallið á gjalddaga frá áramótum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í gær. Þar segir að vegna takmarkana á fjármagnsflutninga sé ljóst að stærstur hluti þeirra höfuðstólsgreiðslna sem fallið hafi frá í haust hafi ekki verið fluttur úr landi. Þá hafi Seðlabankinn ekki heimilað að skipta vaxtagreiðslum, sem gefin eru út af erlendum aðilum í krónum, yfir í erlendan gjaldeyri. Féð hafi því leitað í aðra innlenda ávöxtun. 17.6.2009 03:00 Minni velta með hækkandi sól Hratt hefur dregið úr veltu á hlutabréfamarkaði hér eftir því sem sól hefur hækkað á lofti. Á mánudag slagaði hún rétt yfir 320 þúsund króna markið í sex viðskiptum en fáir muna eftir svo lélegum heimtum. 17.6.2009 02:00 Jöklabréfastærðin komin niður í 80 milljarða Útistandandi jöklabréf eru nú komin niður í 80 milljarða kr. Þegar mest lét námu þau um 450 milljörðum kr. árið 2007. Við bankahrunið s.l. haust voru þau komin í um 300 milljarða kr. Síðan hefur þeim verið breytt í ríkisbréf, einkum eftir tilkomu gjaldeyrishaftanna. 16.6.2009 19:31 Sérstakur saksóknari: Kaupþingsmál nýtur ekki forgangs Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, segir í samtali við Vísi að mál vegna lána sem fyrrum stjórn gamla Kaupþings veitti lykilstarfsmönnum bankans sé í ákveðnum farvegi eins og fjöldamörg mál um þessar mundir. Það mál njóti hins vegar ekki sérstaks forgangs fram yfir önnur mál. 16.6.2009 16:25 Daufur dagur í kauphöllinni Viðskipti í kauphöllinni voru með daufara móti í dag. Viðskiptin námu tæpum 5 milljónum kr. en aðeins var hreyfing á þremur félögum. 16.6.2009 15:51 Rússar segja að ekkert liggi á láni til Íslendinga Dmitry Pankin aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands segir að ekkert liggi á því að afgreiða lán Rússa til Íslendinga þar sem þeir hafi ekki sérstaka þörf fyrir lánið í augnablikinu. Þetta kemur fram í viðtali PRIME-TASS fréttastofunnar við Pankin en Reuters greinir frá því. 16.6.2009 14:02 Líkur á að lánshæfismat ríkissjóðs falli niður í rusl-flokk Líkur eru á að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað niður í einkunnina C sem þýðir rusl eða „junk“ á alþjóðlegum lánsfjármarkaði. Slíkt myndi ekki létta róðurinn hjá íslenskum stjórnvöldum í baráttu þeirra við núverandi efnahagsvanda. 16.6.2009 12:19 Greiðslustöðvun Straums framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt greiðslustöðvun Straums en hún rann út í lok síðustu viku. 16.6.2009 11:57 Spáir 11,4% ársverðbólgu í júní Greining Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í júní. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 11,4%, en í maí mældist verðbólgan 11,6%. Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs í júní þann 24. júní næstkomandi. 16.6.2009 11:26 Stjórnarformaður Nýja Kaupþings: „Reiði almennings skiljanleg“ Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Nýja Kaupþings, segir eins og fram kom í fréttatilkynningu frá bankanum að engin lán lykilstjórnenda gamla Kaupþings hafi verið afskrifuð og beðið verði eftir niðurstöðu sérstaks saksóknara um málið. Endanleg niðurstaða um afskriftir lána til starfsmannanna liggur því ekki fyrir. 16.6.2009 10:55 Nauðasamningar Stoða staðfestir Nauðasamningar Stoða hf. hafa verið staðfestir af Héraðsdómi Reykjavíkur að því er segir í tilkynningu. 16.6.2009 10:36 Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast verðmat FME Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast að byggja eingöngu á þeirri aðferðafræði sem lögð er til í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) við verðmat á eignum sem fluttar eru yfir í Nýja Kaupþing, enda sé slíkt háð ýmsum forsendum sem deila megi um. 16.6.2009 10:18 Kaupþing afskrifar ekki lán starfsmanna Stjórn Nýja Kaupþings banka ætlar ekki að afskrifa lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa á meðan kæra hluthafa vegna lánanna er til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. 16.6.2009 10:04 Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 13,7% Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 26 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2009. Til samanburðar nam aflaverðmæti íslenskra skipa 22,8 milljörðum á sama tíma í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,1 milljarð eða 13,7% milli ára. 16.6.2009 09:17 Eignir tryggingarfélaganna lækkuðu milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 138,6 miljarða kr. í lok apríl og lækkuðu um 2,8 milljarða kr. milli mánaða. 16.6.2009 08:24 FME frestar uppgjöri milli bankanna í þriðja sinn Fjármálaeftirlitið (FME) hefur enn og aftur frestað endanlegu uppgjöri milli nýju og gömlubankanna, að þessu sinni til 17. júlí. Er þetta í þriðja sinn sem uppgjörinu er frestað. 16.6.2009 08:20 Envent undirritar 6 milljarða orkusamning á Filippseyjum Íslenska jarðhitafélagið Envent sem starfar í Filippseyjum undirritaði á dögunum fyrsta orkusölusamning félagsins við þarlenda orkuveitu. Samningurinn hljóðar uppá 6 milljarða króna. 16.6.2009 08:13 Þrjú dótturfélög Landic Property í gjaldþrotaskipti Stjórnir þriggja danskra dótturfélaga Landic Property hf., Keops Development A/S, Landic Property A/S og Landic Investment A/S, hafa í dag lagt fram beiðni um gjaldþrotaskipti hjá dómstólum í Kaupmannahöfn. 15.6.2009 14:24 Lítill árangur af síldarleit á Jan Mayen svæðinu Nokkur íslensk skip hafa að undanförnu leitað að síld í veiðanlegu magni á Jan Mayen svæðinu en árangurinn af leitinni hefur verið lítill. Meðal skipanna sem fóru norður undir Jan Mayen var Lundey NS. Afla skipsins, um 80 tonnum, var landað á Vopnafirði síðastliðinn laugardag þar sem hann fór til vinnslu. 15.6.2009 13:12 Makaskipti áfram áberandi á íbúðamarkaðinum Lítil velta og aukin tíðni makaskiptasamninga einkenna nú íbúðamarkaðinn sem hefur tekið miklum breytingum á undanförnum mánuðum. Alls voru gerðir 265 kaupsamningar um íbúðahúsnæði í maí mánuði síðastliðnum og var rúmlega þriðjungur þeirra viðskipta afgreiddur með makaskiptasamningum samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. 15.6.2009 12:04 Sparnaður opnar útibú á Akureyri Sparnaður ehf, ráðgjafafyrirtæki í eigu Ingólfs H. Ingólfssonar, hefur opnað útibú á Akureyri í þeim tilgangi að auka þjónustustig fyrirtækisins á norðurlandi. 15.6.2009 11:34 Mistök Sigurðar á tveimur veðskuldabréfum Svo virðist sem Sigurður G. Guðjónsson hafi gert sömu mistökin tvisvar við gerð veðskuldabréfa fyrir skjólstæðing sinn, Sigurjón Þ. Árnason. 15.6.2009 10:58 Hlutabréf Marel Food Systems hreyfast ein á markaði Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 0,19 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á hlutabréfamarkaði. 15.6.2009 10:17 Verðmæti heildaraflans minnkaði um 10% í maí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10,3% minni en í maí 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn hins vegar aukist um 4,0% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 15.6.2009 09:04 Sjóðsstjóra vikið frá vegna viðskipta Sigurjóns Landsbankinn hefur vikið sjóðstjóra hjá bankanum úr starfi tímabundið vegna viðskipta Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra, sem fréttastofa greindi frá í gær. Málinu hefur verið vísað til Fjármálaeftirlitsins. 14.6.2009 21:53 Starfsmenn Kaupþings lausir undan persónulegum ábyrgðum Lagaheimildir skortir til að snúa við ákvörðun fyrrverandi stjórnar Kaupþings um að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans fyrir lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. 14.6.2009 18:04 Ólíklegt að stýrivextir verði lækkaðir í samræmi við kröfur vinnumarkaðarins Ólíklegt verður að teljast að Seðlabankinn geti lækkað stýrivexti umtalsvert við næstu vaxtaákvörðun í samræmi við kröfur aðila vinnumarkaðarins. Hröð stýrivaxtalækkun er grunnforsenda stöðugleikasáttmálans. 14.6.2009 12:04 Heildarvelta kreditkorta minnkaði um 15% í maí Heildarvelta kreditkorta í maímánuði var 22,3 milljörðum kr. samanborið við 26,2 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 15% samdráttur milli ára. 14.6.2009 09:33 Sigurjón lánaði sjálfum sér 40 milljónir 40 milljón króna lán Sigurjóns Árnasonar til Sigurjóns Árnasonar hefur fengið marga til að klóra sér í kollinum. Veðskuldabréf Sigurjóns hefur farið sem eldur í sinu um netið í dag. 13.6.2009 18:38 Spáir því að verðbólgan aukist í þessum mánuði Gangi spá hagfræðideildar Landsbankans eftir verður 12 mánaða verðbólga 12% í júní og eykst milli mánaða eftir að hafa minnkað fjóra mánuði í röð þar á undan. Verðbólgan í síðasta mánuði mældist 11,6%. 13.6.2009 09:18 Fimm félög til viðbótar áminnt og sektuð Kauphöllin hefur áminnt og sektað fimm félög til viðbótar fyrir að hafa ekki birt ársreikninga sína fyrir árið 2008 innan réttra tímatakmarkana. Hafa því alls 10 félög fengið slíkar áminningar og sektir það sem af er árinu. 13.6.2009 08:57 Farið verður yfir tekjur af eignum sem átti ekki að færa Fjármálaeftirlitið birtir á mánudag ákvörðun sína um hversu langan frest stjórnvöld, skilanefndir og kröfuhafar gömlu bankanna fá til þess að ljúka uppgjöri vegna tilfærslu eigna milli nýju og gömlu bankanna. 13.6.2009 05:00 Hagur fyrrum Baugsbúða vænkast Rekstrarhagnaður bresku matvörukeðjunnar Iceland nam 112 milljónum punda, jafnvirði 23 milljarða króna, á síðasta ári. Breska leikfangaverslunin Hamleys tapaði hins vegar 2,7 milljónum punda, jafnvirði 570 milljóna króna, á sama tíma. 13.6.2009 04:00 Varði krónuna falli Gengi krónunnar styrktist um 1,07 prósent á millibankamarkaði í gær og endaði gengisvísitalan í 231,7 stigum. Vísitalan var í gær á svipuðum slóðum og á mánudag eftir snarpan kúf um miðja vikuna. 13.6.2009 03:30 Hálfur milljarður í tap í fyrra: Nordic Partners tapar á hótelum Eignarhaldsfélagið NP Hotels tapaði 22 milljónum danskra króna, jafnvirði hálfs milljarðs króna, á síðasta ári. Eiginfjárstaða félagsins er neikvæð um þrjá milljónir danskra króna og hefur verið gefið út að lánardrottnar muni breyta hluta lána í hlutafé. 13.6.2009 03:00 Höftin duga ekki ein og sér Gengislækkun krónunnar undanfarið má að hluta rekja til vaxtalækkana Seðlabankans, en stór áhrifavaldur er skortur á skýrum áætlunum nýrrar ríkistjórnar, meðal annars í fjármálum hins opinbera. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Viðskiptaráðs Íslands. 13.6.2009 02:00 Unnið að slitum tveggja sjóða Landsbankans Hagsjá Landsbankans greinir frá því í dag að unnið sé að slitum tveggja sjóða, Fyrirtækjabréfa og Vísitölubréfa Landsbankans. Samkvæmt tilmælum frá Fjármálaeftirlitinu ber rekstrarfélögum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða að slíta sjóðum sem líkt hafa eftir OMXI 15 vísitölunni. 12.6.2009 16:49 Krónan styrktist um 1,07% í dag Gengisvísitala krónunnar endaði í 231,5 stigum og styrktist gengi krónunnar um 1,07% í dag. 12.6.2009 16:18 Gengi bréfa Eimskips féll um 30 prósent Gengi hlutabréfa Eimskipafélagsins féll um 30 prósent í dag í afar litlum viðskiptum. Þá féll gengi bréfa Bakkavara um 5,56 prósent og Atlantic Petroleum um 2,91 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,85 prósent, færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 1,8 prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,89 prósent. 12.6.2009 15:47 Ríkissjóður þarf að reiða út 37 milljarða Niðurstaða útboða vikunnar er sú að ríkissjóður þarf samtals að reiða fram 37 milljarða kr. í reiðufé til fjárfesta í dag og á mánudag. Eru þar erlendir aðilar fyrirferðarmestir. 12.6.2009 11:59 Gengi bréfa Atlantic Petroleum fellur í byrjun dags Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur fallið um 2,91 prósent frá því hlutabréfamarkaður opnaði fyrir tæpum stundarfjórðungi. 12.6.2009 10:11 Sumarhugur virðist vera kominn í bílainnflytjendur Sumarhugur virðist vera kominn í bílainnflytjendur, en samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru nýskráðar 177 bifreiðar í fyrstu vikunni í júní, samanborið við að nýskráðar voru 220 bifreiðar nettó í öllum maímánuði, en þá hefur verið tekið tillit til nýrra bifreiða sem bæði voru nýskráðar og afskráðar í mánuðinum. 12.6.2009 09:17 Launakostnaður lækkar í verslun en hækkar í mannvirkjagerð Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman um 1,5% í atvinnugreininni verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 4,8% í iðnaði og samgöngum og flutningum á milli 1. ársfjórðungs 2009 og 4. ársfjórðungs 2008. 12.6.2009 09:03 Greiðslubyrði lána viðráðanleg fyrir flest heimili Skuldsetning íslenskra heimila er mikil í alþjóðlegum samanburði þegar hún er mæld í hlutfalli við ráðstöfunartekjur en greiðslubyrði lána virðist engu að síður vera viðráðanleg fyrir flesta en um 77% heimila þarf að verja innan við 40% ráðstöfunartekna í greiðslubyrði íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána. 12.6.2009 08:25 Geta samið um lægri greiðslur Byr hefur ákveðið að gera fyrirtækjum sem hafa tekið lán í erlendri mynt í gegnum sparisjóðinn kleift að leita eftir lækkun á greiðslubyrði að undangengnum skilyrðum. 12.6.2009 03:15 Sjá næstu 50 fréttir
Jöklabréfum snarfækkar Heildarvirði jöklabréfa mun nema áttatíu milljörðum króna í vikulokin. Bréf upp á tæpa 170 milljarða króna hefur fallið á gjalddaga frá áramótum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í gær. Þar segir að vegna takmarkana á fjármagnsflutninga sé ljóst að stærstur hluti þeirra höfuðstólsgreiðslna sem fallið hafi frá í haust hafi ekki verið fluttur úr landi. Þá hafi Seðlabankinn ekki heimilað að skipta vaxtagreiðslum, sem gefin eru út af erlendum aðilum í krónum, yfir í erlendan gjaldeyri. Féð hafi því leitað í aðra innlenda ávöxtun. 17.6.2009 03:00
Minni velta með hækkandi sól Hratt hefur dregið úr veltu á hlutabréfamarkaði hér eftir því sem sól hefur hækkað á lofti. Á mánudag slagaði hún rétt yfir 320 þúsund króna markið í sex viðskiptum en fáir muna eftir svo lélegum heimtum. 17.6.2009 02:00
Jöklabréfastærðin komin niður í 80 milljarða Útistandandi jöklabréf eru nú komin niður í 80 milljarða kr. Þegar mest lét námu þau um 450 milljörðum kr. árið 2007. Við bankahrunið s.l. haust voru þau komin í um 300 milljarða kr. Síðan hefur þeim verið breytt í ríkisbréf, einkum eftir tilkomu gjaldeyrishaftanna. 16.6.2009 19:31
Sérstakur saksóknari: Kaupþingsmál nýtur ekki forgangs Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, segir í samtali við Vísi að mál vegna lána sem fyrrum stjórn gamla Kaupþings veitti lykilstarfsmönnum bankans sé í ákveðnum farvegi eins og fjöldamörg mál um þessar mundir. Það mál njóti hins vegar ekki sérstaks forgangs fram yfir önnur mál. 16.6.2009 16:25
Daufur dagur í kauphöllinni Viðskipti í kauphöllinni voru með daufara móti í dag. Viðskiptin námu tæpum 5 milljónum kr. en aðeins var hreyfing á þremur félögum. 16.6.2009 15:51
Rússar segja að ekkert liggi á láni til Íslendinga Dmitry Pankin aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands segir að ekkert liggi á því að afgreiða lán Rússa til Íslendinga þar sem þeir hafi ekki sérstaka þörf fyrir lánið í augnablikinu. Þetta kemur fram í viðtali PRIME-TASS fréttastofunnar við Pankin en Reuters greinir frá því. 16.6.2009 14:02
Líkur á að lánshæfismat ríkissjóðs falli niður í rusl-flokk Líkur eru á að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað niður í einkunnina C sem þýðir rusl eða „junk“ á alþjóðlegum lánsfjármarkaði. Slíkt myndi ekki létta róðurinn hjá íslenskum stjórnvöldum í baráttu þeirra við núverandi efnahagsvanda. 16.6.2009 12:19
Greiðslustöðvun Straums framlengd Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt greiðslustöðvun Straums en hún rann út í lok síðustu viku. 16.6.2009 11:57
Spáir 11,4% ársverðbólgu í júní Greining Íslandsbanka telur að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í júní. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 11,4%, en í maí mældist verðbólgan 11,6%. Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs í júní þann 24. júní næstkomandi. 16.6.2009 11:26
Stjórnarformaður Nýja Kaupþings: „Reiði almennings skiljanleg“ Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Nýja Kaupþings, segir eins og fram kom í fréttatilkynningu frá bankanum að engin lán lykilstjórnenda gamla Kaupþings hafi verið afskrifuð og beðið verði eftir niðurstöðu sérstaks saksóknara um málið. Endanleg niðurstaða um afskriftir lána til starfsmannanna liggur því ekki fyrir. 16.6.2009 10:55
Nauðasamningar Stoða staðfestir Nauðasamningar Stoða hf. hafa verið staðfestir af Héraðsdómi Reykjavíkur að því er segir í tilkynningu. 16.6.2009 10:36
Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast verðmat FME Kröfuhafar Kaupþings vilja forðast að byggja eingöngu á þeirri aðferðafræði sem lögð er til í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) við verðmat á eignum sem fluttar eru yfir í Nýja Kaupþing, enda sé slíkt háð ýmsum forsendum sem deila megi um. 16.6.2009 10:18
Kaupþing afskrifar ekki lán starfsmanna Stjórn Nýja Kaupþings banka ætlar ekki að afskrifa lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa á meðan kæra hluthafa vegna lánanna er til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. 16.6.2009 10:04
Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 13,7% Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 26 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2009. Til samanburðar nam aflaverðmæti íslenskra skipa 22,8 milljörðum á sama tíma í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,1 milljarð eða 13,7% milli ára. 16.6.2009 09:17
Eignir tryggingarfélaganna lækkuðu milli mánaða Heildareignir tryggingarfélaganna námu 138,6 miljarða kr. í lok apríl og lækkuðu um 2,8 milljarða kr. milli mánaða. 16.6.2009 08:24
FME frestar uppgjöri milli bankanna í þriðja sinn Fjármálaeftirlitið (FME) hefur enn og aftur frestað endanlegu uppgjöri milli nýju og gömlubankanna, að þessu sinni til 17. júlí. Er þetta í þriðja sinn sem uppgjörinu er frestað. 16.6.2009 08:20
Envent undirritar 6 milljarða orkusamning á Filippseyjum Íslenska jarðhitafélagið Envent sem starfar í Filippseyjum undirritaði á dögunum fyrsta orkusölusamning félagsins við þarlenda orkuveitu. Samningurinn hljóðar uppá 6 milljarða króna. 16.6.2009 08:13
Þrjú dótturfélög Landic Property í gjaldþrotaskipti Stjórnir þriggja danskra dótturfélaga Landic Property hf., Keops Development A/S, Landic Property A/S og Landic Investment A/S, hafa í dag lagt fram beiðni um gjaldþrotaskipti hjá dómstólum í Kaupmannahöfn. 15.6.2009 14:24
Lítill árangur af síldarleit á Jan Mayen svæðinu Nokkur íslensk skip hafa að undanförnu leitað að síld í veiðanlegu magni á Jan Mayen svæðinu en árangurinn af leitinni hefur verið lítill. Meðal skipanna sem fóru norður undir Jan Mayen var Lundey NS. Afla skipsins, um 80 tonnum, var landað á Vopnafirði síðastliðinn laugardag þar sem hann fór til vinnslu. 15.6.2009 13:12
Makaskipti áfram áberandi á íbúðamarkaðinum Lítil velta og aukin tíðni makaskiptasamninga einkenna nú íbúðamarkaðinn sem hefur tekið miklum breytingum á undanförnum mánuðum. Alls voru gerðir 265 kaupsamningar um íbúðahúsnæði í maí mánuði síðastliðnum og var rúmlega þriðjungur þeirra viðskipta afgreiddur með makaskiptasamningum samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. 15.6.2009 12:04
Sparnaður opnar útibú á Akureyri Sparnaður ehf, ráðgjafafyrirtæki í eigu Ingólfs H. Ingólfssonar, hefur opnað útibú á Akureyri í þeim tilgangi að auka þjónustustig fyrirtækisins á norðurlandi. 15.6.2009 11:34
Mistök Sigurðar á tveimur veðskuldabréfum Svo virðist sem Sigurður G. Guðjónsson hafi gert sömu mistökin tvisvar við gerð veðskuldabréfa fyrir skjólstæðing sinn, Sigurjón Þ. Árnason. 15.6.2009 10:58
Hlutabréf Marel Food Systems hreyfast ein á markaði Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 0,19 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hreyfingin á hlutabréfamarkaði. 15.6.2009 10:17
Verðmæti heildaraflans minnkaði um 10% í maí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10,3% minni en í maí 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn hins vegar aukist um 4,0% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 15.6.2009 09:04
Sjóðsstjóra vikið frá vegna viðskipta Sigurjóns Landsbankinn hefur vikið sjóðstjóra hjá bankanum úr starfi tímabundið vegna viðskipta Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra, sem fréttastofa greindi frá í gær. Málinu hefur verið vísað til Fjármálaeftirlitsins. 14.6.2009 21:53
Starfsmenn Kaupþings lausir undan persónulegum ábyrgðum Lagaheimildir skortir til að snúa við ákvörðun fyrrverandi stjórnar Kaupþings um að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans fyrir lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa. 14.6.2009 18:04
Ólíklegt að stýrivextir verði lækkaðir í samræmi við kröfur vinnumarkaðarins Ólíklegt verður að teljast að Seðlabankinn geti lækkað stýrivexti umtalsvert við næstu vaxtaákvörðun í samræmi við kröfur aðila vinnumarkaðarins. Hröð stýrivaxtalækkun er grunnforsenda stöðugleikasáttmálans. 14.6.2009 12:04
Heildarvelta kreditkorta minnkaði um 15% í maí Heildarvelta kreditkorta í maímánuði var 22,3 milljörðum kr. samanborið við 26,2 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 15% samdráttur milli ára. 14.6.2009 09:33
Sigurjón lánaði sjálfum sér 40 milljónir 40 milljón króna lán Sigurjóns Árnasonar til Sigurjóns Árnasonar hefur fengið marga til að klóra sér í kollinum. Veðskuldabréf Sigurjóns hefur farið sem eldur í sinu um netið í dag. 13.6.2009 18:38
Spáir því að verðbólgan aukist í þessum mánuði Gangi spá hagfræðideildar Landsbankans eftir verður 12 mánaða verðbólga 12% í júní og eykst milli mánaða eftir að hafa minnkað fjóra mánuði í röð þar á undan. Verðbólgan í síðasta mánuði mældist 11,6%. 13.6.2009 09:18
Fimm félög til viðbótar áminnt og sektuð Kauphöllin hefur áminnt og sektað fimm félög til viðbótar fyrir að hafa ekki birt ársreikninga sína fyrir árið 2008 innan réttra tímatakmarkana. Hafa því alls 10 félög fengið slíkar áminningar og sektir það sem af er árinu. 13.6.2009 08:57
Farið verður yfir tekjur af eignum sem átti ekki að færa Fjármálaeftirlitið birtir á mánudag ákvörðun sína um hversu langan frest stjórnvöld, skilanefndir og kröfuhafar gömlu bankanna fá til þess að ljúka uppgjöri vegna tilfærslu eigna milli nýju og gömlu bankanna. 13.6.2009 05:00
Hagur fyrrum Baugsbúða vænkast Rekstrarhagnaður bresku matvörukeðjunnar Iceland nam 112 milljónum punda, jafnvirði 23 milljarða króna, á síðasta ári. Breska leikfangaverslunin Hamleys tapaði hins vegar 2,7 milljónum punda, jafnvirði 570 milljóna króna, á sama tíma. 13.6.2009 04:00
Varði krónuna falli Gengi krónunnar styrktist um 1,07 prósent á millibankamarkaði í gær og endaði gengisvísitalan í 231,7 stigum. Vísitalan var í gær á svipuðum slóðum og á mánudag eftir snarpan kúf um miðja vikuna. 13.6.2009 03:30
Hálfur milljarður í tap í fyrra: Nordic Partners tapar á hótelum Eignarhaldsfélagið NP Hotels tapaði 22 milljónum danskra króna, jafnvirði hálfs milljarðs króna, á síðasta ári. Eiginfjárstaða félagsins er neikvæð um þrjá milljónir danskra króna og hefur verið gefið út að lánardrottnar muni breyta hluta lána í hlutafé. 13.6.2009 03:00
Höftin duga ekki ein og sér Gengislækkun krónunnar undanfarið má að hluta rekja til vaxtalækkana Seðlabankans, en stór áhrifavaldur er skortur á skýrum áætlunum nýrrar ríkistjórnar, meðal annars í fjármálum hins opinbera. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Viðskiptaráðs Íslands. 13.6.2009 02:00
Unnið að slitum tveggja sjóða Landsbankans Hagsjá Landsbankans greinir frá því í dag að unnið sé að slitum tveggja sjóða, Fyrirtækjabréfa og Vísitölubréfa Landsbankans. Samkvæmt tilmælum frá Fjármálaeftirlitinu ber rekstrarfélögum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða að slíta sjóðum sem líkt hafa eftir OMXI 15 vísitölunni. 12.6.2009 16:49
Krónan styrktist um 1,07% í dag Gengisvísitala krónunnar endaði í 231,5 stigum og styrktist gengi krónunnar um 1,07% í dag. 12.6.2009 16:18
Gengi bréfa Eimskips féll um 30 prósent Gengi hlutabréfa Eimskipafélagsins féll um 30 prósent í dag í afar litlum viðskiptum. Þá féll gengi bréfa Bakkavara um 5,56 prósent og Atlantic Petroleum um 2,91 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,85 prósent, færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 1,8 prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,89 prósent. 12.6.2009 15:47
Ríkissjóður þarf að reiða út 37 milljarða Niðurstaða útboða vikunnar er sú að ríkissjóður þarf samtals að reiða fram 37 milljarða kr. í reiðufé til fjárfesta í dag og á mánudag. Eru þar erlendir aðilar fyrirferðarmestir. 12.6.2009 11:59
Gengi bréfa Atlantic Petroleum fellur í byrjun dags Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur fallið um 2,91 prósent frá því hlutabréfamarkaður opnaði fyrir tæpum stundarfjórðungi. 12.6.2009 10:11
Sumarhugur virðist vera kominn í bílainnflytjendur Sumarhugur virðist vera kominn í bílainnflytjendur, en samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru nýskráðar 177 bifreiðar í fyrstu vikunni í júní, samanborið við að nýskráðar voru 220 bifreiðar nettó í öllum maímánuði, en þá hefur verið tekið tillit til nýrra bifreiða sem bæði voru nýskráðar og afskráðar í mánuðinum. 12.6.2009 09:17
Launakostnaður lækkar í verslun en hækkar í mannvirkjagerð Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman um 1,5% í atvinnugreininni verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 4,8% í iðnaði og samgöngum og flutningum á milli 1. ársfjórðungs 2009 og 4. ársfjórðungs 2008. 12.6.2009 09:03
Greiðslubyrði lána viðráðanleg fyrir flest heimili Skuldsetning íslenskra heimila er mikil í alþjóðlegum samanburði þegar hún er mæld í hlutfalli við ráðstöfunartekjur en greiðslubyrði lána virðist engu að síður vera viðráðanleg fyrir flesta en um 77% heimila þarf að verja innan við 40% ráðstöfunartekna í greiðslubyrði íbúða-, bíla- og yfirdráttarlána. 12.6.2009 08:25
Geta samið um lægri greiðslur Byr hefur ákveðið að gera fyrirtækjum sem hafa tekið lán í erlendri mynt í gegnum sparisjóðinn kleift að leita eftir lækkun á greiðslubyrði að undangengnum skilyrðum. 12.6.2009 03:15