Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaganna lækkuðu milli mánaða

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 138,6 miljarða kr. í lok apríl og lækkuðu um 2,8 milljarða kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að þessi lækkun skýrist að mestu af öðrum eignum sem lækkuðu um 4,0 milljörðum kr. í mánuðinum en aðrar eignir eru að mestu hlutdeildarfélög og dótturfélög.

Skuldir námu 102,9 milljörðum kr. í apríl og lækkuðu um 2,2 milljarða kr., samanborið við hækkun mánuðinn áður upp á 3,7 milljarða kr. Frá og með mars 2009 voru verðbréfaútgáfa og vátryggingaskuld sundurliðuð í efnahagsyfirliti og tímaröðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×