Viðskipti innlent

Sparnaður opnar útibú á Akureyri

Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi.
Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi.
Sparnaður ehf, ráðgjafafyrirtæki í eigu Ingólfs H. Ingólfssonar, hefur opnað útibú á Akureyri í þeim tilgangi að auka þjónustustig fyrirtækisins á norðurlandi.

Fyrirtækið hefur sett sér það markmið að auka samkeppni á fjármálamarkaði með nýjungum í ráðgjöf, vörum og hugsun.

Sparnaður fer nýjar leiðir í ráðgjöf og veitir aðstoð við að greiða niður skuldir, auka eignamyndun og fjárhagslegt öryggi viðskiptavina.

Fimmtudaginn 18. júní mun Sparnaður vera með opið hús og verður bæjarbúum boðið upp á léttar veitingar á skrifstofu Sparnaðar milli klukkan 18:00 - 19:30, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Ingólfur H. Ingólfsson mun síðan halda fyrirlestur um fjármál heimilinna í Brekkuskóla á Akureyri frá kl. 20:00 til 22:00 þátttakendum að kostnaðarlausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×