Fleiri fréttir

Sekt og áminning hjá Straumi

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Straum opinberlega og beita févíti að upphæð 1,5 milljónir kr. vegna atvika þar sem útgefandi er talinn hafa gerst brotlegur við ákvæði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Um er að ræða lán Seðlabankans til Straums sem visir.is greindi frá á sínum tíma.

Skilanefndir sýna starfsmönnum óbilgirni

Kurr er meðal bankastarfsmanna vegna meintrar óbilgirni skilanefnda SPRON, Sparisjóðabankans og Straums við afgreiðslu á launakröfum og öðrum kjarabundnum réttindum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að launakröfur séu forgangsmál.

Kauphöllin áminnir og sektar Bakkavör

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Bakkavör opinberlega og beita félagið févíti að fjárhæð 1,5 milljón kr. fyrir brot á reglum Kauphallarinnar.

Bankarnir stofna eignaumsýslufélög

Ríkisbankarnir þrír hafa allir stofnað eignumsýslufélög til að halda utan um þau fyrirtæki og eignir sem bankinn leysir til sín.

Jákvæður dagur í kauphöllinni

Dagurinn endaði á jákvæðum nótum í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,97% og stendur í rúmum 253 stigum.

Auroru-sjóður úthlutar 11 milljónum til hönnuða

Hönnunarsjóður Auroru mun úthluta styrkjum til íslenskra hönnuða í hádeginu á morgun, miðvikudag, á Kjarvalsstöðum. Um er að ræða fyrstu úthlutun sjóðsins sem var stofnaður fyrr á árinu af Auroru velgerðarsjóði. Um er að ræða 11 milljónir kr. til 9 aðila.

Rannsóknir á Drekasvæðinu gætu hafist í sumar

Bandaríska fyrirtækið Ion GX Technology hefur sótt um leitarleyfi á Drekasvæðinu en fyrirtækið vill framkvæma mælingar á svæðinu í sumar til að selja áfram til fyrirtækjanna sem sóttu um sérleyfin. Samþykki Orkustofnun umsóknina verður hægt að byrja rannsóknir á Drekasvæðinu strax í sumar.

Gengi Century Aluminum hækkar um 5,43 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 5,43 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems hækkað um 0,51 prósent.

Samið við Bresku Jómfrúreyjar um upplýsingamiðlun

Norrænu ríkin ætla að halda áfram samstarfi til að stöðva undanskot til svokallaðra skattaparadísa. Á blaðamannafundi í gær maí undirrituðu fulltrúar allra landanna samning við Bresku Jómfrúreyjarnar um upplýsingamiðlun.

Hannes skuldar 45 milljarða

Skuldir Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, nema hátt í 45 milljörðum króna. Eignir Hannesar, sem námu 30 milljörðum, fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan eru nánast verðlausar.

Bakkavör endaði daginn í mínus 29,1%

Bakkavör var í mikilli niðursveiflu í kauphöllinni í dag og endaði daginn í mínus 29.1%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% og stendur í tæpum 252 stigum.

Langflug ehf. næst stærst í Icelandair Group

Eftir að Íslandsbanki eignaðist samtals tæplega 47% hlut í Icelandair Group í morgun er Langflug ehf. orðið næst stærsti hluthafinn með 23,84. Stærsti eigandi Langflugs er svo aftur Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga.

Ríkisvíxlasjóður Kaupþings hlýtur góðar viðtökur

Mikill áhugi hefur verið á Ríkisvíxlasjóði sem er verðbréfasjóður rekinn af Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. Frá því sjóðurinn var stofnaður fyrir um þremur mánuðum hafa um tvö þúsund einstaklingar, lífeyrissjóðir og fagfjárfestar fjárfest í sjóðnum, samtals fyrir á sjöunda milljarð króna. Þetta er talsvert meira en væntingar stóðu til.

Bakkavör fellur um 32 prósent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um tæp 32 við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Fram kom á föstudag að fyrirtækið hefði ekki greitt af skuldabéfaflokki upp á 20 milljarð króna, sem var á gjalddaga í síðustu viku.

Fimm í framboði til stjórnar Bakkavarar

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn Bakkavör Group hf. á aðalfundi félagsins sem fram fer 20. maí nk. kl. 10:30 að Ármúla 3, Reykjavík:

Skoða afskriftir skulda hjá fyrirtækjum í samkeppni

Efnahagsmál Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar nokkrar ábendingar vegna afskrifta ríkis­bankanna á skuldum fyrirtækja, og annarrar ákvarðanatöku þeirra um framtíð fyrirtækja. Forsvarsmenn fyrirtækja hafa áhyggjur af því að keppinautar þeirra fái óeðlilegt forskot með afskriftum eða öðrum aðgerðum.

Ríkið orðið fasteignarisi

Ríkið mun verða einn stærsti eigandi fasteigna á höfuðborgarsvæðinu eftir fall Saxbyggs. Eignirnar telja Smáralind, fasteignir Húsasmiðjunnar og 55 fasteignir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Engar reglur um sölu eigna

Engar samræmdar reglur eru um sölu eigna hjá skilanefndum bankanna. Viðskiptaráðherra segir að bankarnir hafi sínar eigin verklagsreglur en fylgst sé með að ferlið sé gagnsætt. Þá hefur Samkeppniseftirlitið gefið út leiðbeiningar varðandi söluferli eigna gömlu bankanna.

Sveinn Margeirs: Tískudrottning ekki á lista stofnfjáreiganda

Sveinn Margeirsson, nýkjörinn stjórnarmaður í Byr segir að Karen Millen, sem sagði í tilkynningu fyrr í dag að hún hafi gefið Ágústi Ármanni umboð til þess að kjósa fyrir sig á aðalfundi Byrs í vikunni, sé alls ekki á lista yfir stofnfjáreigendur. Hluturinn er á nafni Kaupþings í Lúxemborg.

Bakkavör í bobba

Bakkavör getur ekki greitt skuldabréf sem var á gjalddaga í gær samkvæmt frétt Morgunblaðsins í morgun.

Íbúðalánasjóður segir vanskilin vera 800 milljónir

Samkvæmt frétt sem birtist á Stöð 2 í gærkvöldi, 15. maí, og í hádegisfréttum Bylgjunnar sama dag, hefði mátt ætla að heildarvanskil af lánum Íbúðalánasjóðs væru 38 - 39 milljarðar króna. Það er fjarri lagi.

Ágúst kaus í umboði Karenar Millen

Fyrrum stjórnarformaður Byrs, Ágúst Ármann og faðir Magnúsar Ármanns, sem var stærsti stofnfjáreigandi í sparisjóðnum áður en Landsbankinn tók hlut hans yfir, sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stuttu þar sem hann furða sig á ummælum Sveins Margeirssonar, nýkjörins stjórnarmanns í Byr.

Efast um lögmæti stjórnarkjörs Byrs

Stjórnarmaður í Byr hótar að fara dómstólaleiðina fái hann ekki upplýsingar sem lögmaður sjóðsins hefur neitað að veita honum. Hann efast um að ný stjórn sjóðsins sé löglega kosin.

Hagnaður OR frá áramótum nam 1,8 milljarði

Afkoma Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var jákvæð um 1,8 milljarða króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2009. Á sama tímabili 2008 varð tap að fjárhæð 17,2 milljarðar króna af rekstrinum.

Askar Capital tapaði 12,4 milljörðum í fyrra

Rekstur Askar Capital var mjög erfiður á árinu 2008 og nam tap af starfseminni 12,4 milljörðum króna eftir skatta. Í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu og bankahruns á Íslandi hefur orðið mikið verðfall á eignum bankans og seljanleiki takmarkast verulega.

Century Aluminium hækkaði um 7,1%

Century Aluminium hækkaði mest í kauphöllini í dag eða um 7,1%. Úrvalsvísitalan bætti við sig 0,44% og endaði daginn í tæpum 253 stigum.

Nýja Kaupþing og skilanefnd SPRON semja um útlán

Nýja Kaupþing og skilanefnd SPRON hafa gert með sér þjónustusamning vegna útlána fyrrum viðskiptavina SPRON. Það skal áréttað að útlánin eru í eigu skilanefndar SPRON en Nýja Kaupþing sér um að þjónusta þau.

Sjá næstu 50 fréttir