Viðskipti innlent

Gengi krónunnar nokkuð stöðugt í um 170 fyrir evruna

Á undanförnum vikum hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt í kringum 170 kr. fyrir evruna.

Hagfræðideild Landsbankans fjallaði um málið í daglegu fréttabréfi sínu fyrir helgina en á föstudag styrktist gengið um 1,3% gagnvart evrunni og endaði í 170,4, Það þýðir að í heildina hafi gengið veikst um 0,4% gagnvart evrunni í síðustu viku.

Gengi dollarans var hinsvegar nær hið sama á milli tveggja síðustu vikna. Það endaði í 125,9 þar síðasta föstudag og stóð í 125,7 við lokun markaðarins fyrir þessa helgi.

Hér má svo bæta því við að samkvæmt fréttum fyrir helgi hefur aflandsgengið á krónunni stöðugt færst nær skráðu gengi á markaðinum hérlendis. Það er komið í um 200 kr. fyrir evru og hefur bilið þarna á milli minnkað um 40% á einum mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×