Viðskipti innlent

Engar reglur um sölu eigna

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Engar samræmdar reglur eru um sölu eigna hjá skilanefndum bankanna. Viðskiptaráðherra segir að bankarnir hafi sínar eigin verklagsreglur en fylgst sé með að ferlið sé gagnsætt. Þá hefur Samkeppniseftirlitið gefið út leiðbeiningar varðandi söluferli eigna gömlu bankanna.

Mikil umræða spratt um gagnsæi sölu eigna gömlu bankanna sem skilanefndirnar stýra í kjölfar þess að skilanefnd Landsbankans afturkallaði sölu á 2,6% hlut í Byr.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir engar samræmdar reglur til um sölu eignanna.

Samkeppniseftirlitið beindi því til ríkisbankanna á síðasta ári að leggja samkeppnislegt mat á ákvarðanir um framtíð fyrirtækja til að tryggja að virk samkeppni geti þrifist á sem flestum mörkuðum hér á landi. Í 10 meginreglum sem eftirlitið lagði fram varðandi þetta kemur m.a. fram að forðast eigi að stofna til óæskilegra stjórnunar- og eignatengsla og tryggja hlutlægni í ráðstöfun eigna.

Þá ber skilanefndum að gera opinberlega grein fyrir ferlum og vinnureglum þegar eignir gömlu bankanna eru seldar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×