Sveinn Margeirs: Tískudrottning ekki á lista stofnfjáreiganda 16. maí 2009 17:58 Tískumógúllinn Karen Millen. Spurt er hvort hún eigi raunverulega stofnfjárbréfin. Sveinn Margeirsson, nýkjörinn stjórnarmaður í Byr segir að Karen Millen, sem sagði í tilkynningu fyrr í dag að hún hafi gefið Ágústi Ármanni umboð til þess að kjósa fyrir sig á aðalfundi Byrs í vikunni, sé alls ekki á lista yfir stofnfjáreigendur. Hluturinn er á nafni Kaupþings í Lúxemborg. Að sögn Sveins hefur ekki verið tilkynnt um eignarhald Karenar á stofnfjárhlutnum. Í tilkynningu fyrr í dag hélt Karen því fram að Ágúst Ármann hefði kosið í sínu umboði og hún ætti hlutinn. Ágúst er fyrrum stjórnarmaður Byrs og faðir Magnúsar Ármanns, sem var stærsti hluthafi bankans áður en Landsbankinn tók yfir stofnfjárhlut hans. Sveinn vildi fá svör við því hver hefði átt hlutinn sem Ágúst fór með umboð fyrir í kosningum á fundi Byr í vikunni. Ástæðan var sú að hann er skráður á Kaupþing í Lúxemborg. Sveinn segir það því hvíla á Kareni að svara því hvers vegna hlutirnir, sem hún segist eiga, hafi verið framseldir bankanum sem eiganda þeirra. Að sögn Sveins er óheimilt samkvæmt samþykktum Sparisjóðsins að breyta stofnfjárlistanum, nema að framsal liggi fyrir. Stjórn sjóðsins þarf að samþykkja slíkt framsal í hverju tilfelli áður en lista er breytt. „Vilji Ágúst Ármann, fyrrverandi stjórnarmaður í Byr, vernda orðstír sinn og heiður í málinu, væri eðlilegast að hann sjálfur hlutist til um að gera umbeðin gögn í máli þessu opinber án tafar. Í raun verður að telja að yfirlýsingarnar veki upp fleiri spurningar en svör," segir Sveinn í yfirlýsingu sinni en Ágúst gagnrýndi Svein harðlega fyrir rakalausar dylgjur fyrr í dag. Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingu Ágústar Ármann, fyrrverandi stjórnarmanns í BYR sparisjóði og Karenar Millen, sem send var fjölmiðlum fyrr í dag, hefur Sveinn Margeirsson stjórnarmaður í sparisjóðnum óskað eftir að ég komi eftirfarandi á framfæri: Karen Millen er ekki stofnfjáraðili í BYR sparisjóði skv. stofnfjárlista sjóðsins. Hafi stofnfjárhlutir hennar einungis verið í vörslum Kaupþings í Lúxemborg eins og hún vill sjálf meina, þarf hún að útskýra af hverju þeir hafa verið framseldir bankanum sem eiganda þeirra. Skv. samþykktum sparisjóðsins er óheimilt að breyta stofnfjárlistanum, nema að framsal liggi fyrir og þarf stjórn sjóðsins að samþykkja slíkt framsal í hverju tilfelli áður en listanum er breytt. Vilji Ágúst Ármann, fyrrverandi stjórnarmaður í Byr, vernda orðstír sinn og heiður í málinu, væri eðlilegast að hann sjálfur hlutist til um að gera umbeðin gögn í máli þessu opinber án tafar. Í raun verður að telja að yfirlýsingarnar veki upp fleiri spurningar en svör. Barátta Sveins Margeirssonar í þessu máli snýst einungis um það að fá sem stjórnarmaður að kynna sér kjörgögn og umboð sem metin voru gild á aðalfundi sjóðsins sl. miðvikudag. Sveinn hefur ítrekað óskað eftir þessu en Jón Kr. Sólnes, formaður stjórnar sjóðsins alfarið hafnað þeirri málaleitan. Slík leynd yfir þess háttar skjölum er einungis til þess fallin að vekja tortryggni, sérstaklega þegar fyrir liggur að ef galli er á formi eða efni umræddra umboða, kann það að valda því að meirihlutastjórn B-lista, sem Jón Kr. Sólnes fer fyrir, situr ranglega í stjórn sparisjóðsins. Sveinn Margeirsson fór ekki í grafgötur með það í aðdraganda aðalfundar BYRs sparisjóðs, að hann legði áherslu á að staðið yrði á upplýstan og heiðarlegan hátt að rekstri sjóðsins í þeim tilgangi að efla hann og tryggja tilveru hans til langrar framtíðar, viðskiptamönnum, starfsfólki og landsmönnum öllum til heilla. Núverandi staða mála fer í einu og öllu gegn þessum grundvallarsjónarmiðum hans. F.h. Sveins Margeirssonar, Björn Þorri Viktorsson hrl. Tengdar fréttir Ágúst kaus í umboði Karenar Millen Fyrrum stjórnarformaður Byrs, Ágúst Ármann og faðir Magnúsar Ármanns, sem var stærsti stofnfjáreigandi í sparisjóðnum áður en Landsbankinn tók hlut hans yfir, sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stuttu þar sem hann furða sig á ummælum Sveins Margeirssonar, nýkjörins stjórnarmanns í Byr. 16. maí 2009 11:58 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Sveinn Margeirsson, nýkjörinn stjórnarmaður í Byr segir að Karen Millen, sem sagði í tilkynningu fyrr í dag að hún hafi gefið Ágústi Ármanni umboð til þess að kjósa fyrir sig á aðalfundi Byrs í vikunni, sé alls ekki á lista yfir stofnfjáreigendur. Hluturinn er á nafni Kaupþings í Lúxemborg. Að sögn Sveins hefur ekki verið tilkynnt um eignarhald Karenar á stofnfjárhlutnum. Í tilkynningu fyrr í dag hélt Karen því fram að Ágúst Ármann hefði kosið í sínu umboði og hún ætti hlutinn. Ágúst er fyrrum stjórnarmaður Byrs og faðir Magnúsar Ármanns, sem var stærsti hluthafi bankans áður en Landsbankinn tók yfir stofnfjárhlut hans. Sveinn vildi fá svör við því hver hefði átt hlutinn sem Ágúst fór með umboð fyrir í kosningum á fundi Byr í vikunni. Ástæðan var sú að hann er skráður á Kaupþing í Lúxemborg. Sveinn segir það því hvíla á Kareni að svara því hvers vegna hlutirnir, sem hún segist eiga, hafi verið framseldir bankanum sem eiganda þeirra. Að sögn Sveins er óheimilt samkvæmt samþykktum Sparisjóðsins að breyta stofnfjárlistanum, nema að framsal liggi fyrir. Stjórn sjóðsins þarf að samþykkja slíkt framsal í hverju tilfelli áður en lista er breytt. „Vilji Ágúst Ármann, fyrrverandi stjórnarmaður í Byr, vernda orðstír sinn og heiður í málinu, væri eðlilegast að hann sjálfur hlutist til um að gera umbeðin gögn í máli þessu opinber án tafar. Í raun verður að telja að yfirlýsingarnar veki upp fleiri spurningar en svör," segir Sveinn í yfirlýsingu sinni en Ágúst gagnrýndi Svein harðlega fyrir rakalausar dylgjur fyrr í dag. Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í tilefni af yfirlýsingu Ágústar Ármann, fyrrverandi stjórnarmanns í BYR sparisjóði og Karenar Millen, sem send var fjölmiðlum fyrr í dag, hefur Sveinn Margeirsson stjórnarmaður í sparisjóðnum óskað eftir að ég komi eftirfarandi á framfæri: Karen Millen er ekki stofnfjáraðili í BYR sparisjóði skv. stofnfjárlista sjóðsins. Hafi stofnfjárhlutir hennar einungis verið í vörslum Kaupþings í Lúxemborg eins og hún vill sjálf meina, þarf hún að útskýra af hverju þeir hafa verið framseldir bankanum sem eiganda þeirra. Skv. samþykktum sparisjóðsins er óheimilt að breyta stofnfjárlistanum, nema að framsal liggi fyrir og þarf stjórn sjóðsins að samþykkja slíkt framsal í hverju tilfelli áður en listanum er breytt. Vilji Ágúst Ármann, fyrrverandi stjórnarmaður í Byr, vernda orðstír sinn og heiður í málinu, væri eðlilegast að hann sjálfur hlutist til um að gera umbeðin gögn í máli þessu opinber án tafar. Í raun verður að telja að yfirlýsingarnar veki upp fleiri spurningar en svör. Barátta Sveins Margeirssonar í þessu máli snýst einungis um það að fá sem stjórnarmaður að kynna sér kjörgögn og umboð sem metin voru gild á aðalfundi sjóðsins sl. miðvikudag. Sveinn hefur ítrekað óskað eftir þessu en Jón Kr. Sólnes, formaður stjórnar sjóðsins alfarið hafnað þeirri málaleitan. Slík leynd yfir þess háttar skjölum er einungis til þess fallin að vekja tortryggni, sérstaklega þegar fyrir liggur að ef galli er á formi eða efni umræddra umboða, kann það að valda því að meirihlutastjórn B-lista, sem Jón Kr. Sólnes fer fyrir, situr ranglega í stjórn sparisjóðsins. Sveinn Margeirsson fór ekki í grafgötur með það í aðdraganda aðalfundar BYRs sparisjóðs, að hann legði áherslu á að staðið yrði á upplýstan og heiðarlegan hátt að rekstri sjóðsins í þeim tilgangi að efla hann og tryggja tilveru hans til langrar framtíðar, viðskiptamönnum, starfsfólki og landsmönnum öllum til heilla. Núverandi staða mála fer í einu og öllu gegn þessum grundvallarsjónarmiðum hans. F.h. Sveins Margeirssonar, Björn Þorri Viktorsson hrl.
Tengdar fréttir Ágúst kaus í umboði Karenar Millen Fyrrum stjórnarformaður Byrs, Ágúst Ármann og faðir Magnúsar Ármanns, sem var stærsti stofnfjáreigandi í sparisjóðnum áður en Landsbankinn tók hlut hans yfir, sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stuttu þar sem hann furða sig á ummælum Sveins Margeirssonar, nýkjörins stjórnarmanns í Byr. 16. maí 2009 11:58 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Ágúst kaus í umboði Karenar Millen Fyrrum stjórnarformaður Byrs, Ágúst Ármann og faðir Magnúsar Ármanns, sem var stærsti stofnfjáreigandi í sparisjóðnum áður en Landsbankinn tók hlut hans yfir, sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stuttu þar sem hann furða sig á ummælum Sveins Margeirssonar, nýkjörins stjórnarmanns í Byr. 16. maí 2009 11:58