Viðskipti innlent

Kauphöllin áminnir og sektar Bakkavör

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Bakkavör opinberlega og beita félagið févíti að fjárhæð 1,5 milljón kr. fyrir brot á reglum Kauphallarinnar.

Í tilkynningu um málið segir m.a. að þann 15. maí sl. var tilkynnt að Bakkavör gæti ekki staðið skil á gjalddaga skuldabréfaflokksins BAKK 03 1 þann sama dag.

Út frá samskiptum félagsins við Kauphöllina telur Kauphöllin ljóst að félagið hafi haft vitneskju um að ekki yrðu staðin skil á gjalddaga skuldabréfsins þann 15. maí sl. og því hafi Bakkavör borið að birta opinbera tilkynningu um leið og ljóst var að ekki yrði mögulegt að greiða af skuldabréfum útgefanda sem voru í viðskiptum í Kauphöllinni.

Með því brást útgefandi skyldum sínum til að birta upplýsingarnar opinberlega eins fljótt og unnt er í samræmi við reglur Kauphallarinnar en skýrt er tekið fram í reglunum að ákvæðið taki m.a. til þeirra tilvika þar sem dráttur verður á afborgunum höfuðstóls og/eða vaxta af verðbréfum útgefanda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×