Viðskipti innlent

Efast um lögmæti stjórnarkjörs Byrs

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Stjórnarmaður í Byr hótar að fara dómstólaleiðina fái hann ekki upplýsingar sem lögmaður sjóðsins hefur neitað að veita honum. Hann efast um að ný stjórn sjóðsins sé löglega kosin.

Sveinn Margeirsson, nýkjörinn stjórnarmaður í Byr, setur spurningarmerki við umboð sem Kaupþing í Lúxemborg veitti fyrir aðalfundinn fyrr í vikunni.

„Mér telst til að það hafi verið Ágúst Ármann, faðir Magnúsar Ármann," segir Sveinn.

Hann dregur í efa að umboðið hafi verið löglegt. Ágúst Ármann er faðir Magnúsar Ármann sem var eigandi Imons sem var stærsti eigandi sjóðsins áður en Landsbankinn tók hlutinn yfir.

Sveinn segir að ekki hafi verið miklir eignarhlutir þar að baki í formi stofnfjárbréfa og spyr hvort einhver lán hafi verið afgreidd líkt og gert var með Exeter Holding á sínum tíma. Hann segist vilja vera heiðarlegur í viðskiptum og einhverjir hafi kannski viljað að slíkir menn kæmumst ekki í stjórn hjá Byr.

Sveinn segir að umboðið hafi náð yfir 400 milljón hluti. Munurinn á A og B lista var rúmir 300 milljónir og því skiptu atkvæðin sköpum í úrslitum kjörsins. Sveinn kallaði eftir upplýsingum um málið í gær hjá lögmanni Byrs en var neitað.Lögmaðurinn vildi heldur ekki senda honum neitunina skriflega. Sveinn hefur nú sent fjármálaeftirlitinu erindi. Hann segist ætla að fara dómstólaleiðina ef þaað er það sem þurfi.

Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Kaupþingi í Lúxemborg í dag en var neitað. Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, sagði í samtali við fréttastofu að eðlilegast sé fyrir Svein að taka málið fyrir á stjórnarfundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×