Skoða afskriftir skulda hjá fyrirtækjum í samkeppni 18. maí 2009 03:00 Efnahagsmál Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar nokkrar ábendingar vegna afskrifta ríkisbankanna á skuldum fyrirtækja, og annarrar ákvarðanatöku þeirra um framtíð fyrirtækja. Forsvarsmenn fyrirtækja hafa áhyggjur af því að keppinautar þeirra fái óeðlilegt forskot með afskriftum eða öðrum aðgerðum. Mikilvægt er að bankarnir hafi samkeppnissjónarmið til hliðsjónar þegar þeir reyna að greiða úr vanda fyrirtækja, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Einnig verði að horfa til þeirra hagsmuna sem neytendur geti haft af því að fyrirtæki í samkeppni geti starfað áfram og þeim fækki ekki. Almenna reglan er sú að bankarnir reyni að hámarka verðmætin úr þeim félögum sem falla í þeirra hendur, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Þeir verði þó að virða tilmæli Samkeppniseftirlitsins frá því síðasta haust um að hafa samkeppnisaðstæður til hliðsjónar í hverju tilviki. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, vakti athygli á fyrirhuguðum 30 milljarða króna afskriftum hjá Teymi í Fréttablaðinu á laugardag. Teymi á og rekur Vodafone, sem er í samkeppni við Símann. Gylfi segir forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja hafa vakið athygli sína á sambærilegum málum undanfarið. Hann vill þó ekki nefna hvaða fyrirtæki eigi þar í hlut. Það er skiljanlegt að samkeppnisaðilar séu ósáttir við að skuldir keppinautarins séu felldar niður, segir Gylfi. Bankar verði að gæta sín á því að fyrirtæki fái ekki óeðlilega fyrirgreiðslu, eða að ekki séu felldar niður meiri skuldir en nauðsynlegt sé til að fyrirtæki geti haldið áfram starfsemi. Í sumum tilvikum sé þó engum greiði gerður með því að setja fyrirtæki í þrot og gefa einhverjum kost á því að kaupa reksturinn ódýrt úr þrotabúi. Gylfi segir mikilvægt fyrir bankana að fara varlega við afskriftir, en sama hvaða leið bankarnir fari verði alltaf einhverjir ósáttir við málalok. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir áhyggjur af málum sem þessum hafa komið upp þegar í upphafi bankahrunsins. Nú er svo komið að búast má við talsverðri hrinu slíkra mála til bankanna á næstunni, segir Vilhjálmur. Þá sé mikilvægasta sjónarmiðið að bjarga verðmætum, þó að auðvitað verði einnig að hafa samkeppnissjónarmiðin í huga.- bj Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Efnahagsmál Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar nokkrar ábendingar vegna afskrifta ríkisbankanna á skuldum fyrirtækja, og annarrar ákvarðanatöku þeirra um framtíð fyrirtækja. Forsvarsmenn fyrirtækja hafa áhyggjur af því að keppinautar þeirra fái óeðlilegt forskot með afskriftum eða öðrum aðgerðum. Mikilvægt er að bankarnir hafi samkeppnissjónarmið til hliðsjónar þegar þeir reyna að greiða úr vanda fyrirtækja, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Einnig verði að horfa til þeirra hagsmuna sem neytendur geti haft af því að fyrirtæki í samkeppni geti starfað áfram og þeim fækki ekki. Almenna reglan er sú að bankarnir reyni að hámarka verðmætin úr þeim félögum sem falla í þeirra hendur, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Þeir verði þó að virða tilmæli Samkeppniseftirlitsins frá því síðasta haust um að hafa samkeppnisaðstæður til hliðsjónar í hverju tilviki. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, vakti athygli á fyrirhuguðum 30 milljarða króna afskriftum hjá Teymi í Fréttablaðinu á laugardag. Teymi á og rekur Vodafone, sem er í samkeppni við Símann. Gylfi segir forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja hafa vakið athygli sína á sambærilegum málum undanfarið. Hann vill þó ekki nefna hvaða fyrirtæki eigi þar í hlut. Það er skiljanlegt að samkeppnisaðilar séu ósáttir við að skuldir keppinautarins séu felldar niður, segir Gylfi. Bankar verði að gæta sín á því að fyrirtæki fái ekki óeðlilega fyrirgreiðslu, eða að ekki séu felldar niður meiri skuldir en nauðsynlegt sé til að fyrirtæki geti haldið áfram starfsemi. Í sumum tilvikum sé þó engum greiði gerður með því að setja fyrirtæki í þrot og gefa einhverjum kost á því að kaupa reksturinn ódýrt úr þrotabúi. Gylfi segir mikilvægt fyrir bankana að fara varlega við afskriftir, en sama hvaða leið bankarnir fari verði alltaf einhverjir ósáttir við málalok. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir áhyggjur af málum sem þessum hafa komið upp þegar í upphafi bankahrunsins. Nú er svo komið að búast má við talsverðri hrinu slíkra mála til bankanna á næstunni, segir Vilhjálmur. Þá sé mikilvægasta sjónarmiðið að bjarga verðmætum, þó að auðvitað verði einnig að hafa samkeppnissjónarmiðin í huga.- bj
Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira